Sirkusinn í Laugardalshöll.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að fella á brott tillögu í kafla um trúmál að taka skuli mið af kristnum gildum við alla lagasetningu. Orðalagið var umdeilt og kvöddu ýmsir sér hljóðs vegna þess í gær og í morgun.

__________________

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll er mikill sirkus. Hans verður ekki minnst fyrir framfarasinnaðar tillögur, nýungar í stjórnmálaumræðunni eða sýndi framsækinn og trúverðugan flokk.

Það sem helst er að minnast er kjánaskapurinn í kringum kristnu gildin sem fundurinn samþykkti í gær og felldi út í dag.

Ekki um neitt annað að ræða því þessi tillaga gekk út á að brjóta stjórnarskrárákvæði um trúmál.

Svo vilja Sjálfstæðismenn fá brennivínið í matvöruverslanir og stytta kennaranám.

Hvað varðar stærri mál eins og utanríkismál til framtíðar, gjaldmiðilsmál, sjávarútvegsmál og stjórnarskrá þá er einhver moðsuða sett á blað en ekkert sem byggjandi er á fyrir kjósendur eða landsmenn til framtíðar.

Ég átta mig ekki á hvað þetta er en eitthvað segir mér að djúpstæður ágreiningur sé í flokknum og samþykktir því flestar linar og gefa fátt til kynna.

Landsfundurinn kláraði síðan sín mál með að kjósa sér formann sem rúinn er öllu trausti og afar fáir treysta til að gegna hér nokkrum embættum í framtíðinni.

Það sem má kannski segja að helst megi lesa úr niðurstöðum þessa landsfundar er að flokkurinn hefur stillt sér upp lengst til hægri og hafnar flestum gildum sem snúa að jafnaðarmennsku og réttlæti.

Það sýnir kjósendum að Sjálfstæðisflokkurinn lærði ekkert á hruninu og er við sama heygarðahornið og árin sem hann notaði til að steypa þjóðinni í gjaldþrot.

Það  þó afar skýrt.


mbl.is Tillaga um kristin gildi felld út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað með hin sértrúarbrögðin? - bofs.blog.is

Ætla Sjálfstæðismenn að afnema verðtrygginguna?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2013 kl. 16:41

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jón Ingi, Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að á næstu 7 árum skuli Maastricht skilyrðin uppfyllt. Hvernig er það hjá þínum flokki samfylkingunni sem vill ganga í ESB og taka upp evru?  er þar einhver vísir að því að flokkurinn stefni að því að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að taka upp evruna eða er bara endalaus moðsuða á ferðinni þar?

Fannar frá Rifi, 24.2.2013 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband