Er að kvikna ljós í Valhöll ?

Í drögum að ályktun sem lögð verður fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem verður haldinn 21. - 24. febrúar segir að íslensk króna í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar.

„Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framatíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á alheimsmarkaði. Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða“ og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra, er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu um að kannaðir verði til þrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum.

_________________________________

Detti manni allar dauðar lýs úr höfði. Eru gárur á dauðri tjörn ?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stefnulaus í gjaldmiðilsmálum svo ekki sé talað um í utanríkismálum.

Hér kveður við nýjan tón, getur það verið að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig á stöðu krónunnar til framtíðar?

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Sjálfstæðsflokkurinn færi sig frá einstrenginglegu stefnuleysi sínu í gjaldmiðilsmálum til einhvers sem gæti kallað skynsamlegt

...en lengi má manninn reyna.


mbl.is Króna í höftum ekki framtíðargjaldmiðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru ekki þekktir fyrir að fara eftir samþykktum landsfundar, nema það henti innstu klíku flokksins.

Trausti (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 18:49

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samfylkingin leggur til að ESB verði afhentar allar auðlindir Íslands með inngöngu í ESB og upptöku evru sem verður í fyrsta lagi eftir 15-20 ár.Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei leggja það til og það hefur hvergi komið fram.Nei við Samfylkingarrugli.Krónan mun halda áfram að falla meðan Samfylkingin stjórnar.Nei við RSB.

Sigurgeir Jónsson, 30.1.2013 kl. 20:53

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið reikull og ráðvilltur árum saman. Þeirra vitjunartími er upprunninn!

Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2013 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband