Kátleg viðbrögð andstæðinganna.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tilkynnti í dag formanni kjörstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi að hann myndi taka þátt í forvali flokksins vegna komandi alþingiskosninga.
_____________

Ekkert óvænt við þessi tíðindi. Auðvitað heldur Steingrímur áfram, það var aðeins spurning um það um tíma hvort hann eða Björn Valur færðu sig annað.

En það skemmtilega við þetta eru viðbrögð andstæðinga Steingríms, sérstaklega sjálfstæðismanna sem keppast um við að níða af honum skóinn.

Það þarf sterk bein til að vera í stjórnmálum. Það þarf alvöru stjórnmálamenn til að takast á við alvöru vanda. Það eru ekki margir á hinu háa Alþingi sem komast með tærnar þar sem Steingrímur hefur hælana í þeim efnum.

Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Steingríms J. í pólítik.  Skoðanir hans og mínar fara einfaldlega ekki saman í stórum málunum. En það verður ekki af honum tekið að hann hefur verið sem klettur í skítmokstrinum eftir Sjálfstæðisflokkinn og ekki haggast hvort sem að honum er sótt utanfrá eða innan flokks.

Viðbrögð andstæðinga hans sýna svo sannarlega að þeir óttast karlinn og eiga sér enga ósk heitari en hann hverfi úr stjórnmálum. Það má glöggt sjá í skrifum dagsins á bloggsíðum og víðar.

Viðbrögðin eru hreinlega... af hverju getur hann ekki hætt þessu... við ráðum ekkert við hann.

Minnimáttarkenndin skín í gegn hjá þeim sem kalla hann illum nöfnum og reyna að gera lítið úr verkum hans.

Virða ber það sem vel er gert, jafnt hjá pólitískum samherjum svo og þeim sem ekki eru með manni í liði.

Steingrímur hefur ritað nafn sitt í söguna með afgerandi hætti við endurreisnarstarf síðustu ára og þeir stjórnmálamenn eru teljandi á fingrum sér sem hefðu haft nokkuð í  þetta að gera.


mbl.is Steingrímur J. fer fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sönn og góð greining hjá þér Jón.

hilmar jónsson, 4.11.2012 kl. 16:39

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Í skítmokstri eftir Sjálfstæðisflokkinn segir þú.Má ég minna þig á að Jóhanna er búinn að vera ráðherra í 13 ár á sínum ferli.En væntanlega er það með hana eins og annað samfylkingarfólk hún ber ENGA ábyrgð. Hún er bara fórnarlamb Sjálfstæðisflokksins.Þið samfylkingarfólk eruð bara aular og EKKERT annað.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 4.11.2012 kl. 16:59

3 identicon

Góð grein jón.

Marteinn þú veitst það vel að íhaldið réð hér öllu, hækjurnar urðu að standa og sitja eins og þeir sögðu.

Jóhanna var ekki mjög valdamikil í sinni ráðherra tíð, komst lítið áfram með sín mál.

Trausti (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 17:09

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Aðdragandi hrunsins varð undir stjórn Davíðs Oddssonar. Það var stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem mótaði þá stefnu og einkavinavæddi banka og aðrar ríkisstofnanir. Það var sú samstjórn sem afnam eftirlitsstofnanir og byggði undir það æði sem kollvarpaði síðan öllu með röngum ákvörðunum, t.d. skattalækkunum í þennslu ástandi, 90-100% lánum og fleiru. Reyndu ekki að kenna Jóhönnu eða Steingrími um það Marteinn...þá eru það aðrir sem eru aulinn í þessari umræðu.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.11.2012 kl. 17:53

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guð minn góður hvað þú ert veruleikafyrrtur Jón :(

Sigurður Haraldsson, 4.11.2012 kl. 17:54

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Yfirburarmaður SJS. Jafnvel þó Sjallar hafi sett sóra traktorinn við skítardrífarann og dælt óþveranum frá sér - SJS fer létt með að hrinda því öllu burt. Sjallar eru bókstaflega alveg við það að snúa í sundur drifskaftið í djöfulmóð sínum og.

Svo sér maður aðra smákjána reglulega kokgleypa skítinn fræa þeim sjöllum og framsókn. Kokgleypa. Smákjánar bera nefnilega mikla ábyrgð á þí að sjallar hafa svo mikil völd. þeir hafa ekki greind til að átta sig á óþvernum frá sjöllum heldur hjálpa þeim við skemdarverkin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.11.2012 kl. 18:05

7 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Þetta var það sem ég meinti Trausti enginn gerði neitt nema Sjálfstæðisflokkurinn.Þú og Ómar Bjarki eruð greinilega sömu aularnir og Jón Ingi.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 4.11.2012 kl. 18:22

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verð að játa sindir mínar ég kaus einu sinni VG en þann andskota mun ég aldrei gera aftur!

Sigurður Haraldsson, 4.11.2012 kl. 18:50

9 identicon

Marteinn þú veittst það að íhaldið réði hér öllu sem þeir vildu ráða frá 1991 til 2008. Þeir ollu hruninu með því að setja leikreglur, gefa bankana og hleypa græðgisliðinu lausu.

Þú mannst hvernig þetta byrjaði, þegar Davíð misskildi skeytið frá Sameinuðu þjóðunum um ár fjölskyldunnar.

Hann vissi bara af fjölskyldunum 14 sem áttu mest í landinu og gaf(seldi fyrir slikk) þessvegna einni þeirra Síldarverksmyðjur Ríkisins.

Trausti (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 19:00

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki vildi ég vera í sporum Steingríms, þótt ég sé svikinn kjósandi VG. Ég sé ekki hvað er bak við leiktjöldin.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband