Úrvalsvara - frjáls samkeppni.

Þetta sýnir í hnotskurn hvað sumir á Íslandi eru sjálflægir og sjálfhverfir. Guðna finnst sjálfsagt og eðlilegt að við flytjum út kjöt til útlanda og alveg sjálfsagt að útlendingar kaupi og borði íslenskt kjöt.

Ef útlendingarnir hugsuðu eins og Guðni væri ekkert kjöt eða nokkur matvara flutt frá Íslandi til útlanda.

Kjöt frá Nýja Sjálandi er úrvalsvara og seld um allan heim við miklar vinsældir. En það er auðvitað bundið við smekk hvers og eins og kannski finnst sumum útlenskt kjöt ekkert sérstakt og það sama á við með smekk á íslensku kjöti.

Ef íslendingar kaupa ekki og vilja ekki kjöt frá Nýja Sjálandi þá hættir þessi innflutningur strax.

En að hugsa enn í múrum og bönnum og loka á aðgengi íslendinga að vörum af því þær eru útlendar er hreinlega gömul, reyndar forn hugsun og á sannarlega ekki við í dag.

Einu sinni réð Framsóknarflokkurinn hvað landinn borðaði. Það var bannað að flytja inn erlent sælgæti, það var-er bannað að flytja inn ýmiskonar matvörur vegna þess að verið er að vernda hagmuni eins hóps framyfir annan.

Stærsti hópurinn, neytendur, áttu-eiga ekkert val. Þeir voru-eru fórnarlömb pólitískrar hentistefnu.

Ein gott að stjórnmálamenn í útlöndum taka ekki sama pól og banna innflutning á vörum frá Íslandi, þá færi að harðna á dalnum hér á landi.


mbl.is Asnaskapur er þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Til N.S. flyturðu ekkert inn sem er lífrænt. Algjört bann. Ekki korn, ekki fræ ekkert sem telst til náttúrulegra afurða.

Ef þú óvart ert með í vasanum samloku með roastbeef, og nappaður, lendirðu í sektum og fangelsi.

K.H.S., 13.9.2012 kl. 13:28

2 Smámynd: K.H.S.

Hæer átti að vera óunna. Afsakiið.

K.H.S., 13.9.2012 kl. 13:31

3 Smámynd: K.H.S.

Ein af  mynningum mínum frá æskunni er, þegar ég fór í strætó með mömmu oní bæ að sækja smjörlíkismiða, en þá var slíkur munaður skammtaður til að verja smjörið. Skömmtunarstefna framsóknar var þá í algleymi. Allt skamtað og afgreitt af réttum aðilum, þeim til dýrðar og ríkidæmis. Meir að segja Sölunefnd varnarliðseigna var þeirra akur.

K.H.S., 13.9.2012 kl. 13:41

4 identicon

Guðni og landbúnaðurinn er ekki það öruggur um yfirburði sína að þeir telja sig vera samkeppnishæfa, nei ekki það, en þeir eru samt bestir í heiminum.

Jonsi (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 818041

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband