Framtíðarsýn og gríðarlegur árangur.

Munurinn á málflutningi stjórnarliða og stjórnarandstöðu er sláandi. Þrátt fyrir ótvíræðan árangur sem flestir sjá þá eru formenn stjórnarandstöðuflokkanna enn við sama heygarðshornið, andskoti í öllum hornum og svartnættisrausið ætlar ekki að taka enda. Bjarni Benediktsson átti þó þann stórleik að sjá þann vinkil að þessi frábæri árangur, sem hann þó viðurkennir stundum, óvart, þá telur hann að þennan árangur megi fyrst og fremst vera að þakka tilviljunarkenndum atriðum eins og auknum ferðamannastraumi og góðri fiskveiði. Auk þess ákvörðunum sem teknar voru í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins árið 2008.  Það er gott að vera barnalegur og halda að þjóðin sjái ekki í gegnum svona málflutning.

En þrátt fyrir að gulldrengirnir í Framsóknar og Sjálfstæðisflokki hafi gert sitt ítrasta að hanga í ríkisstjórnarvagninum og reyna að koma í veg fyrir flestar þær aðgerðir sem þurft hefur að grípa til, hefur það ekki tekist. Ekki datt þeim í hug að hjálpa til. Nei, frekar var reynt að koma í veg fyrir og spilla þeirri vinnu sem var í gangi. Framkoma stjórnarandstöðunnar mun verða dæmd í ljósi sögunnar, stjórnarandstaðan sem brást á ögurstundu í sögu lýðveldisins. En ætlunarverk þeirra tókst ekki, til gæfu fyrir þjóðina. Ríkisstjórnin og fólkið í landinu eru að sigrast á erfiðleikunum þrátt fyrir Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

En hvað er framundan ?

Það mun takast sem lagt var upp með. Það mun takast að reisa Ísland við úr rústum kreppunnar og afleiðingum frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins sem Framsóknarflokkurinn studdi í tólf ár.  

  • Fjárfesting fyrstu 6 mánuði árins jókst um rúmlega 19% miðað við fyrstu 6 mánuði árins 2011.
  • Fjárfesting atvinnuveganna jókst um 27%.
  • Fjárfesting vegna íbúðarhúsnæðis um tæplega 8%.
  • Það hafa orðið til tæplega 5.000 störf á þessu ári.

Söngurinn um að ekkert sé að gerast í þjóðfélaginu er hjáróma og sorglegur. Hann hefur það hlutverk eitt að þjóna flokkspólitískum hagsmunum stjórnarandstöðunnar og er hreinlega ósannindi. (lygi)

Íbúar á NA landi hafa sannarlega fundið fyrir framsýni og baráttuþreki stjórnarflokkanna. Vaðlaheiðargöng samþykkt og framkvæmdir hafnar. Ný göng á Austurlandi þar sem samgöngur verða tryggðar í sameinuðu sveitarfélagi Fjarðarbyggðar. Framkvæmdir hefjast á næsta ári.

Í Þingeyjarsýslum finnur fólk fyrir miklum áhuga og krafti í tengslum við atvinnuuppbyggingu á Bakka. Á Akureyri finnum við fyrir meiri bjartsýni og uppbygging er hafin á ný í íbúðarhverfum þar sem allt lagðst í dá 2008.

Það er aukin bjartsýni á Íslandi. Auðvitað er ekki komið það dýrðarástand sem búið var til með sýndarveruleika á árunum fyrir hrun. Þeir tímar koma vonandi aldrei aftur.

Þessi bjartsýni byggir á því að þjóðin sér raunverulegan árangur, árangur sem stjórnvöld og fólkið í landinu hafa náð þrátt fyrir að stjórnarandstaðan hafi lagt nótt við dag til að spilla fyrir og eyðileggja.

Það tókst ekki og þess vegna erum við komin þangað sem við erum. Við stefnum enn hærra með sömu bjartsýni og baráttuhug og þau stjórnvöld hafa sem við kusum til að leysa vandann og er að takast það.


mbl.is Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég spyr. Hvað eru margar fjölskyldur fluttar úr landi. Hvað hafa margar fjölskyldur misst þakið ofan af sér.

Hvaða hjáróma söng ert þú að tala um. Hvað gera bankar fyrir þetta fólk, fallinn sé dómur í hæstarétti er ekkert eftir honum farið. Eigum við að ræða þetta eitthvað nánar....

jóhanna (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 22:44

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Halló Jóhanna... það varð hrun og fjöldi flutti úr landi...það var þá.. væri ráð að líta úr baksýnisspeglinum og horfa á nútíð og framtíð..

Jón Ingi Cæsarsson, 12.9.2012 kl. 22:53

3 identicon

Jón Ingi!

Rétt er það að horfa skal fram á við. Hvað segir þú við þetta fólk sem er búið að missa húsnæðið, og þeir sem eru að missa það, eftir því sem íbúðalánasjóður segir að nú séu fleiri í vanskilum en á fyrra ári. Geta Jóhanna og Steingrímur horft framan í þetta fólk og sagt allt er í lagi. Nei, það er sko ekki allt í lagi því miður. Vonandi losnum við þetta lið sem er í stjórn. En hvað tekur við, það vil ég ekki vita. Ef það verða svipaðar mannvitsbrekkur og stjórna núna, þá verður almenningur að forða sér illa kvikkt.

jóhanna (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 23:12

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig ættli þeim sem geta ekki fengið læknisaðstoð af því að tækin sem þarf til eru ekki til eða eru biluð finnist þessi gríðarlegi árangur?

Hvernig ættli þeim sem hafa mist húsnæðið og jafnvel fjölskylduna finnist þessi gríðarlegi árangur?

Hvernig ættli þeim sem þurftu/þurfa að flýja land vegna atvinnuskorts finnist þessi gríðarlegi árangur?

Þvílík ílska að halda því fram að á Íslandi hafi verið gríðarlegur árangur.

Nema kanski að þú hafir verið að tala um:

Hvernig ættli þessum fjárfestum sem komust undan þvi að taka sína hegningu fyrir þeirra illvirki finnist þessi gríðarlegi árangur?

Hvernig ættli fjárfestingafyrirtækjunum finnis þessi gríðarlegi árangur?

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 12.9.2012 kl. 23:50

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eins og ég sagði...á Íslandi varð hrun, ríkissjóður var gjaldþrota, allt sem verið er að vísa í þessum athugsemdum á við og eru afleiðingar hrunsins.

En enn og aftur... hættum að horfa í baksýnisspegilinn... árangurinn er að koma í ljós, en það þýðir ekki að afleiðingar hrunsins hverfi á einni nóttu... en landið er að rísa og allt á réttri leið.

Ég vona að það sé framgluggi hjá ykkur Jóhann og Jóhanna, maður horfir út um hann þegar maður er á leið áfram í lífinu og sleppir því að níðstara í baksýnisspegilinn eins og þig gerið.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.9.2012 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband