Að gleypa hrátt.. bláeygir og peningaþyrstir.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst beita sér fyrir rannsókn á því hvort einhver tengsl kunni að vera á milli áhuga Huang Nubo á að fjárfesta í Grímsstöðum á Fjöllum og áætlana um stórfellda uppbyggingu hafnarmannvirkja í Finnafirði.

Tilefnið er að Halldór Jóhannsson, talsmaður Huang, hefur komið að skipulagi í Finnafirði sem skipulagsráðgjafi Langanesbyggðar.

______________

Frá upphafi þessarar umræðu hef ég viljað að þessi mál séu skoðuð ofan í kjölinn og allar hliðar þess skoðaðar. Að mínu viti eru uppbyggingarhugmyndir á Grímsstöðum skýjaborgir og ég hef ekki fengið að sjá og heyra neitt sem breytir þeirri skoðun minni.

Nú virðist sem farið sé að renna upp ljós fyrir ýmsum sem betur fer. Eins og kom fram í RÚV í gær hafa fjárfestingarhugmyndir Núbós verið á reiki og eitt og annað breyst í meðförum. Einnig hafa yfirlýsingar hans um gerða samninga, sbr. við breska ferðaskrifstofu ekki standast.

Það leiðir til þess að fleiri virðast hugsi en í upphafi.

Ég held að ekkert verði af þessum áformum enda hefur Núbó gefið þá yfirlýsingu að íslendingar séu hálfgerðir kjánar og vitleysingar. Ekki er ég fullkomlega sammála þeirri greiningu en get þó tekið undir það með þeim hætti að mér hafa ýmir þótt vera óttarlega bláeygir og trúgjarnir og þar með taldir sumir sveitarstjórnarmenn í mínu sveitarfélagi.

Það er gott að þessi umræða hefur færst á vitrænna svæði og ef til vill verður nú farið að kafa ofan í þessi áform og horfa á þau með öðrum hætti en gegnum dollarabúntin frá Núbó og félögum.


mbl.is Vilja rannsókn á tengslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert í þessu samhengi. Kínverska höfnin í Píreus. http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1250652/

Þorsteinn (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 1250
  • Frá upphafi: 818020

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1237
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband