Frjálshyggjuóreiða eða öryggi.

Skattadagur Sambands ungra sjálfstæðismanna er í dag en þann dag hætta Íslendingar að vinna fyrir hið opinbera og byrja að vinna fyrir sig sjálfa, segir í tilkynningu frá SUS.

____________

Viljum við kerfi þar sem þeir ríku greiða meira í skatta og þeir tekjulægri minna ?

Viljum við kerfi þar sem þeir ríku greiða minna hlufallslega ? Þannig var það undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.

Viljum við kerfi þar sem ríkissjóður er of veikburða til að vera sú trygging sem skilar okkur sanngjörnu og öruggu velferðarkerfi ?

Viljum við hafa velferðarkerfi þar sem þeir sem þurfa á því að halda greiða meira í anda þess kerfis sem er í Bandaríkjunum ?

Ef við veljum að hafa kerfi í anda Sjálfstæðisflokksins er það kerfi hinna ríku og velmegandi á kostnað þeirra sem minna hafa.

Það er ekki samfélag jafnaðarmanna.


mbl.is Skattadagur SUS í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við svörum þessu við kjörborðin í næstu kosningum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 10:55

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já...eimitt.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.7.2012 kl. 11:47

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Viljum við kerfi " jafnarðarmanna " NEI.

Við viljum:

Borga lægri skatta:

Betri lafkoma heimilanna
Meiri ráðstöfunartekjur
Öflugri fyrirtæki sem borga hærri laun

Og sammála Kristjáni - Jóhönnustjórninni verður svarað  í  næstu kosngnum.

Ef skoðum ti.d LSH þá eruð þið " jafnaðarmenn " komir langt yfir strikið í að skera niður og er það farið að hafa áhrif á öruggi skjúklinga.

Hvar er þetta " velferðarkerfi " sem þið " jafnaðarmenn " töluðuð uum var hluti af því að leggja niður líknardeild aldraðra á Landakoti - Flott hjá ykkur.

Það verður ekkert öflugt menntakerfi, velferðarkerfi án öflugs atvinnulífs og að fólk borgi lægri skatta og fái tækifæri að sleppa frá aumigjastefnu Jóhönnustjórnarinnar.

12 % vg og " jafnarðarmannaflokkurinn " með hvað 18 - 19 %  - allt of mikið fylgi.

Óðinn Þórisson, 9.7.2012 kl. 13:22

4 identicon

Sæll.

Það er svo merkilegt með ykkur jafnaðarmennina - sem eruð í raun sósíalistar - að þið vitið nákvæmlega ekkert um efnahagsmál.

Þegar fólk greiðir prósentu af sínum tekjum í skatta greiða hinir efnameiri alltaf meira. 40% af 600 þúsundum er alltaf meira en 40% af 300 þúsundum. Skattkerfið nær þannig fram "jöfnuði".

Þínar fullyrðingar eru ekkert annað en það. Í NY fylki t.d. koma 40% af skatttekjum ríkisins frá ríkasta 1%. Hinir ríku leggja nú þegar heilmikið til samfélagsins. Hollande, nýi forseti Frakklands, hefur hækkað verulega skatta á ríka fólkið en þeir skattar munu bitna á venjulegu fólki því ríka fólkið mun fara frá Frakklandi og þar með skatttekjur og störf :-) Vandræði Frakka eru bara rétt að byrja :-) og þeir verða komnir í vandræði eftir ekki svo mörg ár.

Það sem þú skilur ekki er að velferðarkerfi okkar er gjaldþrota. Hefur þú ekkert heyrt um skuldbindingar lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna? Hefur þú ekkert heyrt um læknaskort hérlendis? Hefur þú ekkert heyrt um biðlista eftir læknisaðstoð? Hefur þú ekkert heyrt um hinn mikla samdrátt í fjárframlögum til velferðarkerfisins? Hefur þú ekkert heyrt um peningaaustur fyrrum fjármálaráðherra í fjármálafyrirtæki? Þú ert í hrópandi mótsögn við sjálfan þig.

Allir bölsóttast út í heilbrigðiskerfi USA en það er margfalt betra en okkar, þar sérð þú ekki biðlista. Það borga menn meira en fá líka meira. Það er kostnaður að bíða á biðlista. Kynntu þér aðeins málin áður en þú endurtekur orð þeirra sem ekkert þekkja til aðstæðna þar :-)

Svo er ágætt að halda einu mjög mikilvægu til haga, Sjálfstæðisflokkurinn er sósíalisaflokkur - bara ekki eins mikill sósíalistaflokkur og Vg og Sf.

Svo annað: Hérlendis var engin frjálshyggja á árunum fyrir hrun þó ýmsir framámenn hafi verið að ljúga að fólki með það og um leið sýna fram á þekkingarskort sinn. Hið opinbera þandist út um þriðjung á föstu gengi frá 1999-2007. Það er sósíalismi en ekki frjálshyggja. Það er sósíalismi en ekki frjálshyggja að ríkið bjargi illa reknum fyrirtækjum.

Ef þú vilt öflugan ríkissjóð þarf að minnka hið opinbera. Á árunum 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki lækkaðir í þrepum úr 45% í 18%. Skatttekjur ríkissjóðs þrefölduðust á tímabilinu. Þetta er greinilega of flókið fyrir vinstri menn að skilja og þess vegna eru opinberir sjóðir tómir og landið að drukkna í skuldum. Við myndum fá alvöru hagvöxt hér með því að lækka alla skatta um að minnsta kosti 50% (helst meira) og draga samsvarandi úr umsvifum ríkisvaldsins. Heilu ríkisstofnanirnar þarf að leggja niður enda eru þær þrándur í götu verðmætasköpunar og hærri lifistandards hér.

Sósíalismi hér er ekkert öðru vísi en erlendis - fólk flýr hann alltaf :-)

Af hverju heldur þú að Kína og Indland séu allt  í einu að verða að efnahagslegum stórveldum?

Svo máttu gjarnan kynna þér afleiðingar undirverðlagningar þjónustu og vöru :-)

Helgi (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 14:46

5 Smámynd: Sigur!

Helgi! - I salute you!

Sigur!, 9.7.2012 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband