Forseta allrar þjóðarinnar.

Herdís sagði að framboð hennar væri ákveðin lýðræðistilraun til þess að kanna hvort fólkið í landinu væri reiðubúið að styðja framboð gegn sitjandi forseta og gegn fjármálaöflum.

Hún sagði meðal annars að málskotsréttinum þyrfti að beita af varfærni en þjóðin þyrfti að vita að forsetinn hefði burði til þess að beita honum ef á þyrfti að halda.

______________

Forseti Íslands á að vera sameiningartákn. Forsetinn þarf að njóta virðingar. Forsetinn má ekki fara í skotgrafir með eða á móti í einstökum málum. Forsetinn á að vera sá öryggisventill sem þjóðin getur litið til þegar eitthvað bjátar á. Forsetinn á að vera hafinn fyrir flokkapólítik.

Ólafur Ragnar Grímsson passar ekki í þetta munstur sem ég vil hafa.... lengur. Nú er komið nóg og kominn tími á að hann stigi til hliðar. Staða hans er slík að vantraust ríkir í hans garð hjá stórum hluta þjóðarinnar. Það er slæmt.

En hann tók þá óskynsamlegu ákvörðun að halda áfram og fara í fimmta kjörtímabilið. Ég hef stutt hann til þess en traust mitt beið hnekki þegar hann var farinn að leika sér með útrásarvíkingum. Þó studdi ég áframhaldandi setu hans 2008. Það sem hefur síðan gerst er mér ekki að skapi.

Nú vil ég fá forseta sem er sameiningartákn.

Herdís Þorgeirsdóttir er verðugur fulltrúi í þeim kosningum sem framundan eru og það er einlæg von mín að núverandi forseti sitji ekki áfram, eingöngu vegna þess að of margir frambjóðendur fari að bítast um bitann og atkvæðin dreifist of víða.

Til að eiga séns í sitjandi forseta þarf að sameinast um einn frambjóðanda og helst af öllu konu.


mbl.is Herdís fer í forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ég held að þú ættir að fara í forsetaframboð. Af þeirri ástæðu að þú ert líklega eini maðurinn sem passar í það munstur sem þú vilt hafa.... lengur

Hreinn Sigurðsson, 30.3.2012 kl. 18:22

2 identicon

"Lýðræðistilraun til þess að kanna hvort fólkið í landinu væri reiðubúið að styðja framboð gegn sitjandi forseta og gegn fjármálaöflum."

-Hvílíkt endemis blaður. Leitin að rétta frambjóðandanum heldur áfram.

Finnur (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 21:16

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hvað með AGS dúkkuna ? Jóhönnu Sigurðardóttur og svo má líka sitja Steingrím Jóhann í peysuföt og kjósa hann.

Einar Guðjónsson, 31.3.2012 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband