Afturgangan úr Valhöll.

„Við gefumst ekki upp. Við munum halda áfram að vinna að gerð stjórnarskrárinnar í samvinnu og samráði við fólkið í landinu en ekki í bakherbergjum með einhverjum útvöldum. Sjálfstæðismenn stoppa okkur ekki í því,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í ræðu sinni á Alþingi rétt fyrir miðnætti.

Afturganga fortíðarinnar réðist gegn tjáningarfrelsi þjóðarinnar og hafði sigur í þessari orustu.

Í sjálfu sér tapaði sjálfstæðisflokkurinn þessu stríði. Þeir sýndu þjóðinni svart á hvítu að hann hefur ekkert lært og hér má sjá gamla Ísland undir valdbeitingu íhaldsaflanna.

Sjálfstæðisflokkurinn hikar ekki við að ráðast gegn tjáningarfrelsi þjóðarinnar ef það hentar í endalausri varðstöðu þeirra fyrir sérhagsmunahópa og flokkshagsmuni.

Hér ber að líta það gamla Ísland sem þjóðin trúði að hyrfi með hruninu.

En það er nú aldeilis ekki, risaeðlan liggur í dái og bíður þess að vakna og ná völdum á ný.


mbl.is „Við gefumst ekki upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst eiginlega sorglegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera kallaður hægri flokkur, eða yfirleitt stjórnmálaflokkur. Þetta eru hagsmunasamtök og sýnir það sig hvað best þessa dagana þega kvótinn er til umræðu sem og breyting á stjórnarskránni.

Það er sorglegt hvernig stjórnarandstaðan(og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn) hefur staðið að þessu máli og vona ég að stjórnin haldi þessari vinnu áfram og láti ekki undan þessum skrípaleik. Margt vont hefur hún þegar gert, og væri frekar sorglegt ef það eina góða sem hún virðist eiga möguleika á að gera væri stoppað, þá sérstaklega á þennan hátt.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 1243
  • Frá upphafi: 818013

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1231
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband