Sjálfstæðisflokkurinn sýnir þjóðinni puttann.

Fyrri umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs lauk á þriðja tímanum. Málið gengur þó ekki til annarrar umræðu og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem óskað var eftir atkvæðagreiðslu en þegar til hennar kom voru ekki nægilega margir þingmenn í þingsal.

Framkoma Sjálfstæðisflokksins er með ólíkindum. Hér á að afgreiða mál áfram til að það komist í lýðræðislega afgreiðslu þings og síðan þjóðar.

Sjálfstæðisflokkurinn tekur það framyfir hagsmuni fólksins í landinu að þjóna eigin lund og flokkshagsmunum.

Þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna skemmdarverk á stjórnarskrármálinu.

Hafi þeir ævarandi skömm og það er alvarlegt þegar stjórnmálaflokkur niðurlægir þing og þjóð með gjörðum sínum

Kannski er þetta 7 % traust á þinginu afar skiljanleg niðurstaða þegar fólkið horfir á slík hörmungarvinnubrögð.


mbl.is Þingmenn sakaðir um klækjabrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

"Þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna skemmdarverk á stjórnarskrármálinu.

Hafi þeir ævarandi skömm og það er alvarlegt þegar stjórnmálaflokkur niðurlægir þing og þjóð með gjörðum sínum"

Jón Ingi:

Af hverju ertu að drulla yfir Sjálfstæðisflokkinn - en nefnir ekki að þitt lið var ekki í þinghúsinu. Af hverju voru þingmenn stjórnarinnar ekki betur mættir.

Fundi var frestað í 5 mín, 10, mín, 15 mín - 10 mín 15 m ín o.s. frv.... af hverju ætti stjórnarandstaðan ekki bara fara  heim að sofa - og láta stjórnarliðið um svona "stjórnun" til að halda uppi "virðingu alþingis"... í og Magnús Orri kallaði þetta í RÚV áðan.

Sumir ykkar í Samfylkingunni eruð haldin einhverju "Íhalds heilkenni" - það er allt "sjálfstæðisflokknum að kenna"...

Þú svaraðir ekki spurningunni í gær:

Er  Samfylkingin að reyna að reka Samherja úr landi - með höfuðstöðvar fyrirtækisins -  með ofstækisfullum stjórnnvaldaðgerðum?

Hbvað myndir þú gera Jón Ingi: Ef þú ættir svona fyrirtæki eins og Samherja - og komið væri svona fram við þig?

Er ekki hægt að rannsaka verð á karfa nema með svona "stórsýningu"?

Hlaupa svo í fjölmiðla og segja "Sjálfstæðisflokknum að kenna  að  þingmenn stjórnarinnar mætti ekki í atkvæðagreiðslu - sem tafðist - tafðist og tafðist og tafðist og tafðist.. og svo nenntu þingmenn stjórnarandstöðu þessu ekki lengur.... og þá er það...

"sjálfstæðisflokknum að kenna"...

Kristinn Pétursson, 28.3.2012 kl. 08:34

2 identicon

Hvar voru stjórnarþingmenn

Hversvegna þurfti að fresta atkvæðagreiðu 6 sinnum

Ég hefði sagt að stjórnarþingmenn hefðu sýnt þjóðinni puttana með því að vera ekki viðstaddir sína vinnu

sæmundur (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 08:45

3 identicon

Meirihluti alþingis er svo ótrúlega fjarri því að vera "þjóðin"

stebbi (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 08:49

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér sæmundur, þeir stjórnarþingmenn sem eru að fara fram á þessa miklu breytingu á Stjórnarskránni sem virðist skipta þá alveg gífurlega miklu máli og svo miklu máli að það er látið vinna fram á nætur eru svo ekki meiri menn en það að þeir eru ekki einu sinni á staðnum til þess þó alla-vegna í það minnsta að reyna að tala fyrir máli sínu og útskýra...

Það er eins og þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir því að það er fólk úti við sem er að fylgjast með og það get ég sagt ykkur að eftir að hafa fylgst með umræðunum fram á nótt, að ef það var einhversstaðar til í mér að styðja hugsanlega þessa nýju stjórnarskrá þá er það farið frá mér vegna þess að það er ekki verið að gera þessa breytingu okkur Þjóðinni til farsældar, heldur er verið að búa í haginn fyrir allt aðra en okkur Íslendinga og ef að þeir sem að eru að fara fram á þessa miklu breytingu geta ekki talað fyrir máli sínu þá á að taka þetta mál af dagskrá tafarlaust............

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.3.2012 kl. 09:16

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sem dæmi um hve Sjalfstæðisflokkurinn er úti á þekju þá var á dögunum samþykkt hertari viðurlög gegn brotum við utanvegaakstri og fl. ALLIR flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti tillöguna. Er þetta dæmigert fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera á móti öllu sem er landi og þjóð mikilvægara en að leyfa lögleysu?

Ekki hefur verið rætt um þetta í vefútgáfu Morgunblaðsins.

Í mínum huga er Morgunblaðið og Sjálfstæðismenn upp til hópa afdalamenn í nútímanum. Því miður!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 28.3.2012 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband