Kjánalegir ESB andstæðingar.

Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, segir framleiðendur sjónvarpsþáttarins Landans í Ríkissjónvarpinu hafa bitið á agnið og endurbirt áróður um ESB í þætti kvöldsins í sjónvarpinu.

Fátt óttast ESB andstæðingar meira en upplýsta umræðu um málið.

Fram að þessu hafa þeir ráðið ferðinni og dælt villandi og röngum upplýsingum í landsmenn.

Nú þegar staðreyndir mála eru kynntar á öfgalausan hátt, bara svona eins og staðreyndir mála eru, rísa þeir upp á afturlappirnar og gjamma.

Íslendingar eiga rétt á öfgalausri umræðu þar sem staðreyndir mála eru dregnar fram og ég veit ekki hvort sumir ESB andstæðingar eru meira kjánalegir eða bjánalegir þegar þeir reyna að ráðast gegn því með upphrópunum og slagorðaflaumi.

Takk fyrir RÚV, ég geri ráð fyrir að meira fari nú að koma fram af réttum og sönnum upplýsingum og við förum að losna við rakalausar uppphrópanir sem hafa einkennt þessa umræðu fram að þessu.


mbl.is Björn sakar RÚV um áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er í raun og veru þörf fyrir miklu meiri umræðu og upplýsingar fyrir ESBsamningunum. Bara samningur við ESB. er fleiri þús. bls. lestur. Svo það væri ekki úr vegi að birta þá samkomulagsuppdrætti sem fengnir eru...Eða ???

Jóhanna (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 08:18

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhanna... raunverulega þarf líka að upplýsa meira um hvað EES samningurinn sem bráðum á 20 ára afmæli þýðir. Ég held satt að segja að fáir viti það svo nokkru nemi.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.3.2012 kl. 09:11

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já nú verða þeir hræddir Andsinnarnir blessaðir. þetta hefur verið tabú. Hefur ekki mátt nfna. Dreyfbýlisstuðning EU. Er nefnilega alveg órannsakaður grundvöllur fyrir hinar dreifðu byggðir Íslands. þær gætu hugsanlega stórhagnast á Dreyfbýlisprógrömmum EU. En jú jú, það má ekki tala um þetta. þetta er eitthvað voða ljótt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2012 kl. 09:20

4 identicon

Jón Ingi. Af hverju eru ,,dreibýlisstyrkir" frá ísl. skattborgurum, ja beinlínis göfugir, ef þeir renna í gegnum sjóði EBE heldur en þegar þeir fara ódýrustu lleiðina, innanlands? En það finnst mörgum skoðanabræðrum þínum skandall.

Aðalsteinn Geirsson

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 812347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband