Ómerkileg svik við kjósendur VG.

 

Ásmundur Einar Daðason. alþingismaður hefur ákveðið að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. Verður hann þar með tíundi þingmaður flokksins á Alþingi.

Eitt er að ganga úr þingflokki vegna skoðanaágreinings eða ganga til liðs við annan flokk.. svo ekki verði minnst á að Framsóknarflokkurinn á sér ljóta sögu í aðdraganda hrunsins eftir 12 ára stjórnarstetu með Sjálfstæðisflokkum og hugmyndasmiður einkavæðingar bankanna.

Ég reikna með að kjósendum VG í NV sé illa brugðið og með réttu telji þetta ómerkileg svik við málstaðinn.

En rollubóndinn telur sínum hagsmunum best borgið í Framsókn sem hefur staðið vörð um spillt og gamaldags fyrirgreiðslukerfi í sauðfjárbúskap.

En þetta segir ýmislegt um innræti þessa þingmanns og ekki ætla ég að óska nútímalegum og framsæknum Framsóknarmönnum eins og Siv og Guðmundi Steingríms með þennan liðsauka úr grárri forneskju fyrirgreiðslu og andstöðu við framtíðina.

Það verður fróðlegt að vita hvað þessi sjáflægi þingmaður gerir ef Framsókn gengur til liðs við ríkisstjórnina að fullu eða einhverju leiti.


mbl.is Ásmundur Einar í Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst fínt að sem flestir yfirgefi VG vegna svika við kosningaloforð.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 15:23

2 identicon

Hvernig í andsk..........færðu það út að hann sé að svíkja kjósendur?

Líttu í eiin barm og spurðu þína alþingismenn hvar eru kosningaloforðin hvar er skjaldborgin hvar eru öll störfin sem lofað var hvað með afnám verðtryggingar?

Ef þettu eru ekki svik hvað þá?

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 15:29

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er þá ekki einum ofaukið í þingflokki VG, Jón Ingi? Eða á þetta bara við þegar einhverjir ganga úr flokknum, ekki þegar gengið er í hann?

Gunnar Heiðarsson, 1.6.2011 kl. 15:33

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ásmundur er samkvæmur sjálfum sér og ég óska honum góðs gengis innan Framsóknar. Víst á Framsókn sér ljóta sögu í sambandi við aðdraganda hrunsins, en hún var að mörgu leyti glæst hér á áðrum áður

En þeir hafa nú reynt að hrista af sér slyðru orðið og hreinsa út. Svo eru þeir aftur orðinn þjóðlegur flokkur sem telur hagsmunum Íslands best borgið utan ESB og það hefur eflaust vegið þungt á metunum fyrir Ásmund Einar Daðason formann Heimssýnar.

En Ásmundur og ekki síður stuðningsmenn VG hafa margir mjög illa þolaðp svik flokksforystunnar við andstöðuna við ESB aðild og látið þar Samfylkinguna kúga sig.

Menn eiga ekki að vera fastir í hjólum flokkanna, heldur finna málefnavegis sínum farveg þar sem hann helst fær hljómgrunn.

Gunnlaugur I., 1.6.2011 kl. 15:36

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju, Ásmundur!

Til hamingju, VG-kjósendur sem voru og eru andstæðir innlimun í Esb.

Jón Ingi minn, þú skrifar nú bara hér sem Samfylkingarsinni, ekki sem vinstri maður, eða hvar er skjaldborgin um heimilin, tillitssemin við lífeyrisþega, Ags.-andstaðan, Esb.-andstaðan o.s.frv.?

Jón Valur Jensson, 1.6.2011 kl. 17:10

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það kom fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttur að hún væri tilbúin að skipta um nafn á flokknum sínum, kennitölu, stjórn og hvað sem óskað væri eftir bara ef einhverjir vildu koma og styðja ESB aðild. Ég sem hélt einu sinni að Samfylkingin væri jafnaðarmannaflokkur með hugmyndafræði. Ef það er eina málið sem Samfylkingin hefur nú á stefnuskránni, þá hlýður þessi hjörð að virða að aðrir hafi aðra skoðun. Nei þá eru það svikarar.

Jón Ingi, væri ég stuðningsmaður Samfylkingarinnar myndi ég skammast mín að hafa þig sem flokksfélaga.  Skrifaðu sem oftas, flokkurinn þinn er á leiðinni með að þurrkast út. 

Sigurður Þorsteinsson, 1.6.2011 kl. 17:11

7 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Það sést nú úr flugvél að þú ert hallur undir Samfylkinguna. Ekki yrði nú mikil eftirsjá framsóknarflokknum af Siv og Guðmundi Steingríms yfir í Samfó. Þar á þetta ,,framfarasinnaða" fólk náttúrulega heima. En auðvitað er akkur fyrir framsóknarmenn að fá Ásmund í liðið. Hann hefur sýnt að hann hefur bein í nefinu og hefur reynt að halda á lofti ályktunum landsfundar VG, stefnu flokksins. Sá eini sem sundar svik við kjósendur sína (og hefur raunar fengið á baukinn hjá samflokksmönnum sínum í héraði) er Gunnarsstaða- viðundrið sem svíkur málstað VG og ályktanir næsta viðstöulaust í þjónkun sinni við vonlausa Samfylkinguna. 

Óttar Felix Hauksson, 1.6.2011 kl. 17:15

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - hvað með kjósendur Bhr. sveik ekki Þráinn þá ?

Óðinn Þórisson, 1.6.2011 kl. 18:25

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Ingi.  Miðað við skrif þín undanfarið veit ég ekki hvernig þú myndir höndla þann atburð, ef Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrimsson gengu til liðs við Samfylkinguna. 

Mundir þú fagna nýjum liðsmönnum eða fordæma þá?

Benedikt V. Warén, 1.6.2011 kl. 19:04

10 identicon

Þú reiknar með að kjósendum VG í Norðvesturkjördæmi sé illa brugðið og telji þetta ómerkileg svik við málstaðinn.  Ég held annað og veit að mörgum kjósendum VG í Norðvesturkjördæmi var illa brugðið þegar VG gerði það að sínum fyrstu verkum að svíkja kosningarloforð sín og yfirlýsingar um ESB og Icesave svo annað sé látið ótalið.  Þetta voru ómerkileg svik við málstaðinn ásamt þýlindi sínu við Samspillinguna. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 20:13

11 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Get ekki séð að Ásmundur sé að svíkja einhvern!!!!hann er að standa við þau kosningaloforð sem VG ætluðu að standa undir en hafa svikið þau öll og fallið í fang landsöluflokksins með Jóhönnu í fararbroddi!!!!!!!!!!!!!

Marteinn Unnar Heiðarsson, 1.6.2011 kl. 20:49

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var ekki Guðmundur Steingrímsson upphaflega í Samfylkingunni kjörinn í vesturkjördæmi og síðar í Framsóknarflokknum? Spurning er hvort þeir báðir njóti nægs persónufylgis til að Framsóknarflokkurinn nái 2 inn næst?

Spurning hvort Guðmundur komi ekki til baka til Samfylkingar enda er Framsóknarflokkurinn þekktur fyrir gamalgróna spillingu sem góður drengur sem Guðmundur er vonandi ekki tilbúinn að taka þátt í.

Þá er spurning hversu lengi Ásmundur sitji á sárs enni og hvort næst verði ekki Framsóknarflokkurinn spundraður af honum? Ásmundur er feigðarflansmaður sem veður á súðum og spurni g hvenær uppgjör verður milli hans og Sigmundar Davíðs?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.6.2011 kl. 23:51

13 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jón Ingi! Manni verður illt af að hlusta á svona kjaftæði, þegar maðurinn er að reyna að standa við það sem VG lofaði kjósendum sínum!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 2.6.2011 kl. 01:03

14 identicon

Samfylkingar- og Sjálfstæðismenn alltaf jafn góðir vinir á blogginu...

Skúli (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 14:40

15 identicon

Það voru atkvæði úr mínu kjördæmi en ekki Ásmundar sem urðu til þess að hann komst inn á þing - alveg án þess að hafa nokkur atkvæði á bak við sig persónulega enda vildi hann enginn. Þar sem mitt atkvæði kom á Ásmundi á þing þá vil ég taka fram að ég er hundóánægður með það hvernig hann hefur farið með umboð mitt.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 18:48

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu svona mikill Steingrímsmaður, Óli Gneisti?

Vesalings þú!

Jón Valur Jensson, 3.6.2011 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband