Kjánarnir við Austurvöll.

 

„Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Þetta hefur verið notað sem grýla í öllum þessum Icesave-samningum af hálfu íslenskra stjórnvalda og annarra og hluti af hræðsluáróðrinum,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um ákvörðun matsfyrirtækisins Moody's.

Það hlakkar í Þór Saari við það eitt að matsfyrirtæki heldur horfum óbreytum fyrir Ísland. Hann ákveður að horfa framhjá því að horfur þar eru í næsta flokki ofan við ruslflokk og horfur neikvæðar.

Eitt er alveg á tæru. Ef þingmenn fara ekki að tala af alvöru og skynsemi þá verðum við áfram í nágrenni við ruslflokk og þó Þór Saari telji það fínt þá er ég ekki sammála honum.

Icesaveniðurstaðan tryggði það að við munum vera áfram við botninn og það verður ströggl og vesen að koma í veg fyrir það að við dettum ekki einu þrepi neðar. Að það gerðist ekki núna var vegna þess að lögð var mikil vinna í að koma í veg fyrir það og ekkert í hendi að það gerist ekki næst.

Maður fær bjánahroll að hlusta á þvaðrið í þingmanninum Þór Saari sem virðist harla kátur með þá stöðu sem Ísland er í.

Næsta þrep fyrir ofan rusl og horfur neikvæðar duga hinum metnaðarlausa og óábyrga þingmanni Þór Saari.


mbl.is Þykjast hafa sigrað eigin grýlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert veruleikafirtur,,,,ströglar en þó ekkert af þínum hrakspám hafi gengið eftir. Næstum búin að steypa þjóðinni í glötun með já áróðrinum.

Óskar (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 12:28

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Jón Ingi, nú er íhaldsframsóknarkratían, einkum Samfylkingin, fallin niður í það hólf ruslsflokksins sem geymir spilliefni og bráðdrepandi ýldu. Næsta skerf þjóðarinnarer að sturta óþrifnaðinum niður ásamt ESB umsókinni á eftir Icesavesamningnum.

Jóhannes Ragnarsson, 21.4.2011 kl. 12:33

3 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Vinhanar ríkisstjórnarinnar hafa verið blásnir um koll. Það vita allir nema meðvirkir kratar og kommar!!!

Hafsteinn Björnsson, 21.4.2011 kl. 12:43

4 identicon

"Næsta þrep fyrir ofan rusl og horfur neikvæðar duga hinum metnaðarlausa og óábyrga þingmanni Þór Saari."

Skondið þú minnist á óábyrgan þinigmann....svona í ljósi þess að sitjandi ríkisstjórn neitar að taka ábyrgð á þeirri staðreynd að Icesave lögunum var hafnað tvívegis af þjóðinni.

Blindur leiðir blindan

Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 12:56

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er a.m.k öllum ljóst að Samfylkingn er komin í ruslflokk

Óðinn Þórisson, 21.4.2011 kl. 12:57

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Ingi. Af hverju lætur þú aðra segja þér að þú sért í ruslflokki? Af hverju ertu ekki þú sjálfur og trúir á þína innstu sannfæringu um að þú sért ekki rusl, sem er raunverulega staðreyndin?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2011 kl. 13:36

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Ingi er EKKI rusl, en hann fær bjánahroll af minnsta tilefni.

Jón Valur Jensson, 21.4.2011 kl. 13:41

8 Smámynd: Libertad

Þór Saari og Höskuldur Þórhallsson hafa rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin blekkir engan nema sig sjálfa og handfylli meðvirkra einfeldninga.

Libertad, 21.4.2011 kl. 13:42

9 Smámynd: Pétur Harðarson

Þessi fyrsta "tæra" vinstri stjórn verður sífellt þreyttari og þreyttari brandari. Hún heldur að hún geti stjórnað landinu með orðum hvort sem það er veruleikafirrtur fagurgali eða duldar, innantómar hótanir og hræðsluáróður. Ef þu vilt sjá alvöru metnaðarlaus og óábyrg vinnubrögð, jón Ingi, þá legg ég til að þú skoðir sögu Icesave málsins og farir yfir vinnubrögð Masfylkingarinnar og VG á þingi í því máli.

Pétur Harðarson, 21.4.2011 kl. 14:21

10 identicon

Jæja, ég hlakka til þess að sjá allar nýfjárfestingarnar og vaxtakjörin á endurfjármögnuðum lánum ríkisins og sveitarfélaga.

Ég skil samt ekki hvernig Seðlabankinn gat komið með verri hagvaxtarspá eftir að Icesave var hafnað.  Á það ekki akkúrat að vera öfugt? 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 05:11

11 identicon

Gaman að sjá ykkur öll hér á síðunum eftir eitt og hálft ár ...  Icesave er ákveðið pea-nut, en sorrí, kemur ekki að því að við borgum tvöfalt, eða fáum helmingi minna út úr landsbankanum hér í uppbyggingu, og skuldaeyðingu.

Jonsi (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 09:22

12 Smámynd: Libertad

Jón Ingi, þú skrifar að þú sért jafnaðarmaður. Hvernig geturðu þá stutt þessa ríkisstjórn, sem ekkert færir þjóðinni nema óréttlæti, ójöfnuð og spillingu?

Libertad, 22.4.2011 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 812351

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband