Hættu sem forseti og drífðu þig í pólitík.

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði við sjónvarp Bloomberg fréttastofunnar, að hann hefði ekki sérlegar áhyggjur af yfirlýsingum matsfyrirtækisins Moody's um að lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins kunni að lækka niður í ruslflokk.

Ólafur...ég skora á þig að hætta sem forseti og skella þér í pólitík.  Það er miklu heiðarlegra heldur en sitja á friðarstóli á Bessastöðum og dæla stjórnmálayfirlýsingum úr vernduðu umhverfi forsetabústaðar.

 


mbl.is Ömurleg frammistaða Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju segirðu þetta ekki beint út,,ég vil að allt fari til fjandans og engin á að reyna stoppa það!!!!!

Algjörleg óskiljanlegt að þú skulir tala niður þá sem eru að reyna hjálpa Íslandi með öllum ráðum?

Kv. Íslandi allt.

Óska (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 13:13

2 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Ég held að þú ættir að þakka forseta vorum fyrir að bera hönd fyrir höfuð okkar. Eða ert þú kanski einn af þessum hauslausu?

Ómar Sigurðsson, 11.4.2011 kl. 13:15

3 identicon

Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórnin hefur hvorki burði til að að stýra né stjórna. Ástandið er sorglegt, ég skal viðurkenna það en þar sem ríkisstjórnin er ekki fær um að sigla skútunni þá varð einhver að hlusta á þjóðina og taka völdin. Það má ef til vill segja margt um forseta Íslands, bæði til að lasta og lofa en af honum verður ekki tekið að á þessum síðustu og verstu tímum er hann sá eini sem stappar stáli í þjóðina. Hann er eini aðili framkvæmdarvaldsins sem talar íslensku þjóðina upp á alþjóðavettvangi.

Við skulum ekki gleyma því að eftir að forsetinn synjaði fjölmiðlafrumvarpinu 2004 varð öllum ljóst um það vald sem forsetinn hefði. Þegar hann var svo endurkjörinn 2008 vissi hvert einasta íslenska mannsbarn hvað fælist í því embætti sem honum var fengið. Ásakanir þínar um óheiðarleika eru reistar á ansi veikum og ómálefnalegum grunni, jafnvel þó þú sért ósáttur við niðurstöðu málsins og allan aðdraganda þess.

-h.j.

Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 13:25

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ef einhver ætti að láta sig hverfa með hraði þá er það forsætisráðherrann, sem hefur ekki gert annað en að grenja um vonlausa stöðu og hvernig allt fari til helvítis ef menn leggist ekki hundflatir fyrir hverju því sem fyrrum viðsemjendum okkar hefur fram til þessa dottið í hug.

Jafnframt hefur hún og hennar fylgisfólk keppst við að sparka löppunum undan öllum tilraunum til að kynna málstað okkar og aðstöðu.

Og nú ætlar þessi manneskja að fara að taka til varna - eftir 2 1/2 ár af ofangreindu - en lætur þó fylgja með hvenær sem hún getur, að staðan sé slæm og hún sé óttalsegin...

 Og svo kemur fólk eins og blogghöfundur og heimtar að þeir sem tali máli landsins haldi sér saman og láti sig hverfa...

Hugtakið AUMINGJASKAPUR nær ekki hálfa leið utan um hugsanagang þessa fólks!!!

Haraldur Rafn Ingvason, 11.4.2011 kl. 14:34

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Nú vantar Ólaf Ragnar og Davíð Oddson til hrista svoldi upp í pólitíkinni.þei væru flottir saman.

Vilhjálmur Stefánsson, 11.4.2011 kl. 15:03

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Nú eru fjandvinirnir ornir samherjar að verja íslendinga og stappa stálinu í þjóðina. Þeirra mesti ágreiningur var meðan annar mærði útrásarvíkinganna,en hinn vildi takmarka áhrif þeirra.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.4.2011 kl. 15:16

7 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Ert þú Jón Ingi að segja með þessu að forsetinn megi ekki segja sannleikann?????

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 11.4.2011 kl. 15:47

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ekki missa þig alveg núna Jón ! "vernduðu umhverfi forsetabústaðar" ??? er hann ekki kjörinn eins og þeir sem þú telur vera í "óvernduðu" umhverfi, hverjir svo sem það eru.

"Og farðu heldur í pólítík" segirðu, hvað þú eiginlega átt við með því veit enginn nema þú, en þetta er pólítík sem forsetinn er að framkvæma, stjórnmál með öðrum orðum, lýðræðisleg stjórnmál, hann er með meiri púls á þjóðinni en þeir sem við hefðbundið tengjum við pólítík, þau eru ekki í nánd við að vera í takt við þjóðina eins og er, þarftu fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur áður en þú áttar þig á því ??

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 11.4.2011 kl. 15:57

9 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Ertu loksins að átta þig á því að flokkurinn þinn er foringjalaus? Er það þessvegna sem þú vilt fá forsetann aftur í pólitíkina, til að leiða ykkur út úr þeim foringjavandræðum sem ríkt hafa í flokknum. Var ekki Jóhanna ræfillinn neydd til að taka flokkinn að sér þegar ISG varð að hröklast frá? Það er ekki hægt að vorkenna ykkur svo dapur er allur málflutningurinn. Nú lítið þið á fyrrum samherja sem óvin af því að hann sér aumingjaskapinn blasa við og finnur sig knúinn til að taka fram fyrir hendurnar á vonlausri ríkisstjórn sem er svo blind á egin aumingjaskap að hún skilur ekki hvað forsetanum gengur til. Hann er barar fyrir þeim og þau vilja hann burt.

Viðar Friðgeirsson, 11.4.2011 kl. 16:26

10 identicon

Þið samspillingar menn eruð svo VERULEIKAFYRRT lið! Hvernig á helvítis hænan að hjálpa íslandi ef hún talar okkur svona niður??

Johanna Sigurdardottir, Iceland's Prime Minister, said the rejection meant "the worst option was chosen".

Johanna Sigurdardottir, Iceland's Prime Minister, said the rejection of the repayment plan, by a vote of 60pc to 40pc, could lead to "political and economic chaos".

"We must do all we can to prevent political and economic chaos as a result of this outcome," prime minister Johanna Sigurdardottir said early yesterday morning.

"I fear a court case very much," Icelandic Prime Minister Johanna Sigurdardottir said after the result became known.

Hvernig á svona hugsun(arleysi?) að hjálpa til við hugsanlega málsókn?

Eða hvað eiga matsfyrirtækin að gera ef forsætisráðherra segir að núna komi til með að vera mikið economic chaos? kannski að lækka matið??!?

Lýtur út eins og hún sé að reyna að gera illt fyrir okkar málsstað bara svo hún geti sagt að hún hafði rétt fyrir sér ef henni tekst ætlunarverk sitt!! Þið ættuð að SKAMMAST YKKAR!

Sigurður (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 16:27

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Voðalega eru menn tens   Ég var bara að skora á hann að fara í pólítík með beinum hætti...en mér sýnist að ýmsir hér þurfi að auka aðeins lyfjaskammtinn sinn.....heheh

Jón Ingi Cæsarsson, 11.4.2011 kl. 16:33

12 identicon

Sæll Jón Ingi.

Ég er nú allskostar ekki sammála þér, ENGINN hefur staðið upp með almennilega vörn fyrir Íslensku þjóðina á erlendum vettvangi annar en hann. Hann er mjög vel að máli farinn og kom öllu stórvel frá sér í viðtalinu á Blomberg. Ég er virkilega stolt af honum og vona að hann haldi áfram á sömu braut. Ef ekki forsetinn okkar...???  hver þá?  loksins er eitthvað verið að gera eitthvað rétt fyrir okkur Íslendinga. Ég segi bara " haltu áfram á sömu braut Ólafur, ég er stolt af þér" !!!

Sjöfn Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 17:04

13 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Lyf geta vissulega gert kraftaverk - en stundum er galdurinn í því fólginn að skipta um umhverfi...

Haraldur Rafn Ingvason, 11.4.2011 kl. 17:54

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Margir vilja meina að aðalvaldapunktur landsins hafi verið fluttur frá Reykjavík og suður á Álftanes.

Suma áhangendur Davíðs klæja sjálfsagt í lófana að þessi punktur verði færður í Rauðavatnssprungurnar í Hádegismóa.

Kannski væri alveg eins hugsandi að flytja hann lengra austur - á Eyrarbakka. Eru ekki flibbaglæponarnir að tínast þangað - á Hraunið?

Einu sinni starfaði eg með manni sem taldi að stórtækustu glæponar landsins sætu í Stjórnarráðinu. Sjálfsagt hefði mátt rökstyðja það fyrir nokkrum misserum þá hvítflybbamenn sem stýrðu fjármálafyrirtækjunum fram af hengifluginu í vernduðu starfsumhverfi sjálfstæðra braskara.

En nú er fólk í Stjórnarráðinu sem er að reyna sitt besta að koma lögum yfir þessa sömu menn og að reyna álitlegustu leiðirnar út úr klúðrinu.

Spurning er hvort aðalástæðan fyrir því að fella Æseif hafi verið sú að nú þurfa íslenskir dómstólar að taka á þessu máli. Þeir eru sem kunnugt er yfirhlaðnir störfum og kannski er þetta þrautalendingin fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn að stuðla að því að sem flest sakamál gegn útrásarliðinu sem studdi dyggilega þessa hrunflokka, fyrnist áður en unnt verði að rannsaka , ákæra og dæma í þeim.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2011 kl. 18:00

15 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Mosi tekur gullið !! sláið þennann spuna um planlagt yfirálag dómstóla, ef þið getið ?  ég gefst allavega upp.

Annars er þetta, hjá Mosa, með "glæponana" í stjórnarráðinu,  ekkert svo fjarri sanni, því það er sama hversu óprúttna og siðlausa bissnissmenn við eignumst, þeim tekst ekki að láta bjarga sér úr snörunum með almannafé sí og æ, nema vera með okkar kjörnu fulltrúa í vasanum, semsagt meðseka, svo hvort hænan og/eða eggið kom fyrst, verður aldrei vitað, en hitt er á hreinu að með hreinskiftum stjórnmálamönnum, sem vinna af réttlæti fyrir þau/okkur sem kjósa þá, verður fjármalaumhverfið sjálfkrafa heilbrigðara, en þá þurfum við, hinn almenni borgari að veita meira aðhald, taka meiri þátt í daglegu pólítíkinni.

Kv.

KH

PS. er á blóðþrýstingslækkandi Jón, get tekið tjekk með mælinum hvort ég þurfi að auka eitthvað

Kv

KH

Kristján Hilmarsson, 11.4.2011 kl. 19:28

16 Smámynd: Libertad

Jón Ingi og Guðjón Mosagróni, lesið hvað skrifað var um ruddalega framkomu þessarar duglausu "frétta"konu hjá Bloomberg. Það er hún, sem ætti að vera rekin með skömm:

1. Rude little incompetent bitch, when you ask a question, let the man answer it for god sake! UK ans Netherlands will get their money back, just dont the absurd interest they are demanding from this small country

2. I wonder if she would be so rude if she would do an interview with Mahmoud Ahmadinejad? I think not, but she is HOT, what boss did she sleep with to get this job?

3. We need to make this viral, to burn Bloomberg, festering maggot company working for the banking elite, you only need to listen to the questions of the fear mongering whore of an interviewer, spews out ill informed ignorant questions that just scratch the surface, feeble minded dirt questions for the idiots, - they'll never grasp anything but the 15 min fame, I hope Bloomberg fires her ass and they apologize formally, for actually having a Chav asking the question on live TV.

4. She just needs a dick in her mouth.

5. What a rude woman, and one that does not do her homework... busy getting her hair done, I suppose

Ég er alveg sammála þessum athugasemdum. Forsetinn stendur sig prýðilega, en það ætti að sparka þessari ónýtu quislinga-stjórn Jóhönnu út í hafsauga. Ef ÓRG býður sig fram aftur, þá kýs ég hann og sennilega 90% þjóðarinnar. Það er nauðsynlegt að hafa ÓRG, svo að hann gefi þjóðinni neitunarvald gagnvart ESB-aðildinni.

Libertad, 12.4.2011 kl. 13:01

17 identicon

Kallpungurinn á auðvitað að segja af sér sem forseti...eða snúa sér að því sem hann var kosin til....að taka við af Vigdísi og halda áfram að planta trjám.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:11

18 identicon

Dapurlegt að fólk sjái ekki í gegnum þennan vindbelg á Bessastöðum.

Sameiningartáknið sem klauf þjóðina í tvær fylkingar, í vinsældarleit eftir að mannorð hans var í sama rusl flokki og Ísland er hjá Moodys.

Hversu fljótir blessaðir samlandar mínir eru að gleyma því að Ólafur Ragnar, flaug um heiminn endilangan í´einkaþotum útrásarvíkinganna... hagaði sér eins og klappstýra þeirra og með framferði sínu opnaði dyr fyrir þessum einstaklingum sem núna eru undir lögreglurannsókn, dyr sem annars hefðu verið lokaðar. Og reikningurinn lendir á þjóðinni.

Fólk virðist pæla lítið í því og lítur á þetta skoffín sem frelsarann endurfæddan.

Sorglegt að verða vitni af þessari vitleysu sem á sér stað hér á landi. Búið að æsa fólk upp í einhverri þjóðernis belgingi og "ísland er best í heimi"... það er komið sama ástand og var hér fyrir hrun þegar viðvaranir bárust að utan og þá mættu stjórnmálamenn í fjölmiðla og sögðu þá vitleysingja og sjálfur menntamálaráðherra Íslands á þessum tíma.. sagði að þeir ættu að fara í endurmenntun!!!

Og nú er forsetinn búinn að taka við í þessum málum.

Þetta væri hlægilegt ef málið væri ekki svona grafalvarlegt fyrir framtíð þjóðar okkar.

guð blessi Ísland.........

Thor (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:35

19 Smámynd: Libertad

"Og reikningurinn lendir á þjóðinni."

Nei, einmitt ekki, Thor. Með Nei-inu við IceSlaveIII, þá lenti reikningurinn einmitt ekki á ríkinu/skattgreiðendum, eins og vinir bankaræningjanna, quislingarnir á þinginu ætluðu sér.

Ég vil líka benda á að ég er ekki þjóðernissinnaður Íslendingur, en ég er réttlætissinni og lýðræðissinni (ath.: þingræði er ekki sama og lýðræði). Ísland er hvorki nafli heimsins né bezt í heimi, því fer fjarri. En þetta er okkar land. Og við erum sjálfstæð þjóð enn sem komið er, og herrar í okkar eigin ranni. Ég myndi taka hlut þjóðar í hvaða smáríki sem er í sömu stöðu og íslenzkur almenningur var í, þ.e. þjóð sem á að kúga bæði af innlendum og erlendum öflum með svikasamningi.

Ólafur Ragnar er engin engill og hann gerði ýmis mistök fyrir hrunið. En hann er fyrsti og eini forsetinn sem hefur afhent þjóðinni neitunarvald, ekki aðeins einu sinni, heldur þrisvar. Og hann mun aftur gera það gegn landráðalögunum um ESB-aðildina. Og hann er eini embættismaðurinn, sem hefur talað máli Íslendinga út á við.  

Thor, kannski ertu svekktur yfir því að nú seinkar þessari ömurlegu ESB-aðild út af IceSlave. En ég og 60% þjóðarinnar erum hæstánægð. ESB-ríkið er leikvöllur afdankaðra uppgjafapólítíkusa og spilltra, valdagírugra embættismanna. Vægast sagt. Bezta leiðin til að forðast óþverrann er að koma hvergi nálægt honum.

Næsta brýna verkefni er að koma þessari hlandónýtu ríkisstjórn frá völdum. Henni er ekki treystandi til neinna góðra verka.

Libertad, 12.4.2011 kl. 15:14

20 Smámynd: Libertad

En Helgi Rúnar, fyrst þú minnist á Vigdísi: Mikið var það gott að við losnuðum við hana í lokin. Það var víst ekki mikið varið í hana sem forseta. Sem leikhússtjóri var hún víst ágæt, en ekki sem forseti lýðveldisins.

Libertad, 12.4.2011 kl. 15:18

21 identicon

Ólafur Ragnar á að fara aftur í pólitík.

Ég kaus hann þegar hann var Allaballi.

En ég held að hann muni ganga í Framsóknarflokkinn núna.

Þá kýs ég hann ekki

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 01:20

22 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta eru nú meiri ósköpin. Læt hér smásögu og fræga vísu fljóta:

Einu sinni var annar Ólafur sem sumum þótti dáldið mikið fyrir að láta bera á sér. Um þennan Ólaf sem var bóndi á Brautarholti á Kjalarnesi orkti Bjarni Ásgeirsson, alþingismaður og bóndi á Reykjum:

Brautarholtstúnið grænkar og grær
og grösin þau leggjast á svig,
Ólafur slær og Ólafur slær,
og Ólafur slær um sig.

Auðvitað mætti setja Bessastaðatúnið í staðinn fyrir Brautarholtstúnið. En sennilega er of snemmt að bera ljá í slægjuna og ekki liðinn veturinn. Mörgum finnst Ólafur hafa fyrr mátt veifa 26. gr. stjórnarskrárinnar, t.d. í deilunum um Kárahnjúka og eins hvort lýsa ætti stríði við Írak. Gallinn við það síðarnefnda þá var farið framhjá bæði þingi og forseta með ákvörðun eins eða tveggja manna. Þá var umdeild ákvörðun Davíðs að hunsa dóm Hæstaréttar um réttindamál öryrkja fyrir um 10 árum. Sjálfsagt hefði mátt knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu yfir öllum þessum málum ef vilji hefði verið fyrir því. Var kannski Ólafur að sýna Sjálfstæðisflokknum samhug gegn fyrrum samherjum sínum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.4.2011 kl. 10:56

23 Smámynd: Libertad

Guðjón, kannski hefur Ólafur Ragnar einfaldlega vitkast með árunum.   Yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar (sem verður að teljast einn versti ráðherra í sögu Íslands) og Davíðs Oddsssonar um stuðning við hina ólöglegu innrás í Írak án þess að Alþingi fengi neitt um það að segja, er auðvitað hneyksli. En það hafa verið önnur þannig mál, m.a. svikasamningur "Viðreisnar"stjórnarinnar um álverið í Straumsvík, þar sem Alusuisse fékk 90% af raforkunni, en myndi einungis borga 10% af raforkuverðinu. Þeim samningi var smyglað í gegn meðan þingmenn voru í sumarleyfi. Þannig að Sjálfstæðismenn bera ekkert meiri virðingu fyrir Alþingi en kratarnir.

Og Jón Ingi, ef Ólafur færi aftur á þing, þá yrði hann sennilega eini þingmaðurinn sem þekkir stjórnarskrána.

Libertad, 14.4.2011 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 818030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband