L-listinn er sjálfhverfur og einræðissinnaður karlaklúbbur.

Ég hef fylgst með athygli með starfsháttum L-listans frá því hann komst til valda fyrir bráðum einu ári síðan. Þeir boðuðu samráð og samvinnu við aðra og þeir lögðu á það áherslu að þeir væru öðruvísi stjórnmálaafl og lýðræðislegra.
Mér hefur sýnst að svo hafi ekki verið og það víðtæka samráð sem listinn boðaði hefur verið í skötulíki. Nú höfum við fyrir augunum ákaflega skýrt dæmi um það hvernig stjórnmálaafl þessi undarlegi klúbbur er.
Formaður skipulagsnefndar hefur óskað eftir að hafin verði vinna við deiliskipulag Dalsbrautar sem sérfræðingar í umferðarmálum hafa lýst yfir að sé ekki það fyrsta sem þarf til að bæta umferðarmál á Brekkunni. En látum það nú vera að L-listinn taki sérstök gæluverkefni sín í forgang þó svo sérfræðinga telji að þess sé ekki þörf um sinn og látum það líka vera þó svo L-listinn ætli að skera niður í skólamálum og setja í þess stað hundruð milljóna í þessa götu sem mætti bíða að skaðlausu í nokkur ár.
Ég horfi frekar á það hvernig L-listinn velur fólk í verkefnislið þessarar deiliskipulagsvinnu. Tveir embættismenn sem er gott og gilt, skipulagsstjóri og yfirmaður Framkvæmdardeildar.. En svo kemur rúsínan í pylsuendanum hjá L-listanum. Formaður skipulagsnefndar, gott og gilt, en svo kemur sveskjan í tertuna. Oddur Helgi Halldórsson þriðji maður á lista og fyrrum oddviti listans..sem fjórði maður. Enginn fulltrúi frá minnihlutaflokkunum og engin kona.
Þetta segir mér svo ekki verður um villst tvennt um þetta skrítna stjórnmálaafl. Það er ólýðræðislegt,  það er karlægt og oddviti framboðsins er skrautfjöður. Oddur Helgi skipar sjálfan sig í flest verk og treystir greinilega ekki sínu fólki til verka og alls ekki oddvita listans sem er jafn ósýnilegur og bæjarstjórinn okkar, sem er hinn vænsti maður þó ég öfundi hann ekki af því starfi að vinna undir vinnubrögðum eins og við sjáum svo gjarnan hjá L-listanum. Hlutverk hans er ótrúlega lítið og ósýnileikinn sláandi.
Ég held að Akureyringar hafi ekki verið að kjósa yfir sig vinnubrögð þau sem við sjáum aftur og aftur hjá Oddi og félögum. Ólýðræðislegt og sjálfhverfur kunningjahópur er við völd á Akureyri og þar er einn maður sem ræður öllu...fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og nú dulbúinn oddviti L-listans Oddur Helgi Halldórsson. Það er ekki gott fyrir bæ í þróun að búa við stjórnun afturhaldsinnaðs stjórnmálaafls þar sem lýðræði og jafnrétti er fótum troðið.
Jón Ingi Cæsarsson
fyrrum formaður skipulagsnefndar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Endilega haltu áfram að skrifa svona punkta. Við hjá L-listanum höfum safnað saman skrifum þar sem þér hefur tekist best upp í ruglinu og upplestur úr því verður notað sem helsta skemmtefni listans á árshátíðinni(með góðfúslegu leyfi höfundar) sem fer fram innan skamms. Ættir nafngreina fleiri svo annállin sem verður lesinn höfði til fleirri. En hvað um það, þetta verður trúlega fyndasta atriðið á árshátíðinni.

Víðir Benediktsson, 18.2.2011 kl. 22:50

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Var ekki Dalsbrautin eitt af STÓRU kosningarloforðum L - Listans og svo göngustígur útí kjarna

Dalsbrautin myndi draga virkilega úr umferð við Mýrarveg sem er hættuleg gata fyrir börn á gangstígum  vegna þess að fyrri bæjaryfirvöld hafa látið það ganga að fólk megi rækta gróður sem blokkar gjörsamlega útsýni ökumanna. Þetta var jú "leyst" með hraðahrindrunum á gatnamótunum en ég myndi ekki leyfa 9 ára syni mínum að hjóla skógarlundarhringinn sér til afþreyingar vegna fáránlegrar forgangsröðunar bíla fram yfir aðra samgöngumáta...... Fyrsta góða lausn hefði verið að setja annan stíg vestanmegin við mýrarveg frá skógarlundi að þingvallarstræti og þar er nóg pláss. Þannig að ef Dalsbraut dregur eitthvað úr bílaumferð þarna lagast margt fyrir marga. Sama má segja um stíg frá mýrarvegi og innanverðan skógarlundshringinn allan.

Svo væri kannski ágætt að setja útá að L-Listinn hefur ekkert bætt sem fyrri bæjarstjórnir hafa ekki hugað að heldur sem er að það eru fleiri en bílar sem vilja komast milli staða á Akureyri, t.d. þá eru götur mokaðar 2 dögum áður en gangstígar og  útivistarstígar að jafnaði svo þeir sem vilja labba eða hjóla allt árið um kring þurfa að labba eða hjóla á götunni löngu eftir að bílar komast af stað.

En kynjahlutföllin eru góður punktur en Dalsbraut er bót fyrir aðra en keyrandi í syðri brekkunni

Vilberg Helgason, 18.2.2011 kl. 22:56

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Ps. Víðir Ben.

Þetta kallast að fara í manninn ekki í boltann eins og er í tísku að segja þessa daga.

Ef þið þolið ekki gagnrýni eða getið ekki svarað málefnalega eigið þið ekki að vera í stjórnmálum. Einstaklega ómaklegt comment hjá þér

Vilberg Helgason, 18.2.2011 kl. 22:59

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ekki sammála þér Vilberg, ég var að hæla manninum oog hvetja hann áfram.

Víðir Benediktsson, 18.2.2011 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband