Stefnir lóðbeint í verkföll.

 

„Það liggur alveg fyrir að málið klárast ekki nema við sjáum til lands í sjávarútvegsmálunum og okkur takist að ljúka þeim.“

Ljóst varð á fundi samninganefnda SA og ASÍ í dag að tilraunir til mótunar samræmdrar launastefnu á vegum heildarsamtakanna til þriggja ára heyra sögunni til. ASÍ getur ekki fallist á það skilyrði SA að fundin verði lausn í sjávarútvegsmálum áður en skrifað verður undir nýja kjarasamninga.  

Það er ljóst að þessi afstaða SA gerir það að verkum að ástandið stefnir lóðbeint í verkföll. Ef SA ætlar að gera það að skilyrði að stefna í sjávarútvegsmálum þá er það eitthvað sem meirihluti stéttarfélaga á Íslandi getur ekki sætt sig við. Fólk sem vinnur ekki við sjávarútveg eða greinar tengdar þeirri atvinnugrein munu ekki sætt sig við slíka málsmeðferð. Endar er það fullkomlega óeðlilegt að blanda saman alls óskyldum málum með þessum hætti.

Það sem við þurfum síst á að halda núna eru verkföll. En þessi afstaða SA getur ekki leitt mál neitt annað en í verkföll og átök á vinnumarkaði.

Það væri það versta sem gæti gerst í stöðunni því hvorki launamenn eða fyrirtækin þola að slíkt gerist.

Það verður að lýsa ábyrgð á hendur SA ef þessari afstöðu er haldið til streitu.


mbl.is „Alþýðusambandið hrökk frá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það má varla á milli sjá hvor er meira fífl, Gylfi eða Vilhjálmur.

corvus corax, 24.1.2011 kl. 18:28

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þeir eru nú bara verkfæri sinna umbjóðendar..forstjóra fyrirtækja og formanna verkalýðsfélaga.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.1.2011 kl. 18:30

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sniðugt hjá þér að klína öllu sem þú sérð fyrir þér að gæti farið úrskeiðis á Íslandi á ein samtök og nefna það ekki einu orði að ríkisstjórnin er að ýja að þjóðnýtingu á atvinnutækjum þeirrar greinar sem skapar mest verðmæti á Íslandi.

Geir Ágústsson, 24.1.2011 kl. 20:13

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hinn viðbjóðslega undirföruli, einskis virði og ógeðslegi Vilhjálmur Egilsson mundi aldrei sætta sig við 4- föld þau laun sem ASÍ er að krefjast sem lágmarkslaun (200.000,) fyrir sig eða sína umbjóðendur. Þetta rauðþrútna gerpi er ekkert nema vesæl hóra fyrir LÍÚ og fær borgað í samræmi við það. 2+ milljónir á mánuði allavega fyrir að sleikja eitthvað sem við viljum helst ekki vita hvað er.

Gylfi hálviti er nú lítið skárri. Þetta er ógeðslegt pakk.

Guðmundur Pétursson, 24.1.2011 kl. 23:32

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Geir..merkilegt hvað sumir sjá veröldina í þröngu ljósi. Ríkisstjórnin er ekki aðili að kjarasamningum á almennum markaði. Hvað þú átt við með þjóðnýtingu veit ég ekki alveg..kannski eru svona sár yfir að menn vilja breyta kvótakerfi eða hvort þú ert að tala um orkuauðlindir.?

Hvorutveggja er þjóðareign samkvæmt stjórnarskrá en nýtingarrétturinn er útfærsluatrið sem tekst er á um þessa dagana og vikurnar.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.1.2011 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband