Birgitta þingmaður - helsti stuðningsmaður lögbrjóta ?

 

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag að hún hefði fengið vísbendingar um að lögregla á Íslandi hafi verið í einhverju samstarfi við breska lögreglumanninn Mark Kennedy, sem komst í dulargervi inn í raðir breskra aðgerðasinna. 

Auðvitað notar lögregla öll ráð til að beita fyrirbyggjandi ráðstöfunum til að koma í veg fyrir lögbrot og er til fyrirmyndar að reyna það í stað þess að takast á við þegar orðið lögbrot.

Hvað þingmaðurinn ætlar að fá út úr rannsókn á atburði sem brýtur engin lög þó svo hann hafi átt sér stað. Hvað ætlar þingmaðurinn síðan að fá út úr þeirri rannsókn. Varla sækir hún til saka fyrir eitthvað sem ekki er lögbrot og þó svo þetta hefði átt sér stað og verið lögbrot er það fyrnt því þessi atburður átti sér stað bráðum fyrir 6 árum.

Mér finnst umhugsunarefni hvar þessi þingmaður stillir sér upp í hverju málinu á fætur öðru. Helst sýnist mér að hún sé ákafur stuðningsmaður lögbrota og ofbeldis í nafni málstaðar.... sem henni þóknast.

Sorglegt eintak á þingi okkar Íslendinga.


mbl.is Vill rannsaka hvort flugumaður hafi aðstoðað lögreglu hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þú ert greinilega staddir í þrælakistunni á dögum Rómaveldis, af hverju ekki bara að henda henni fyrir ljónin eins og bæjarsjóðnum á Akureyri ?. Það er greinilegt að Franska byltingin árið 1789 og fréttir af henni hafa farið framhjá þér. Þetta brýtur nefnilega lög en íslensk lögregla hefur engar heimildir til að planta lögreglumanni ( á kaupi frá öllum skattborgurum ) í raðir frjálsra félagasamtaka sem '' hún'' grunar um hitt og þetta. Þá hefur hún engar heimildir heldur til eyðilegga fullkomlega lögleg mótmæli á Íslandi með samstarfi við Breskan lögreglumann sem sjálfur hefur lýst því yfir að hann hafi engar rannsóknarheimildir haft skv. breskum lögum. Þá er hér, ef rétt reynist, um að ræða óheimilar persónunjósnir.

Einar Guðjónsson, 23.1.2011 kl. 18:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála Jón.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2011 kl. 18:46

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgitta er gott dæmi um þingmann sem við þurfum að losna við.

Óðinn Þórisson, 23.1.2011 kl. 19:23

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"rannsókn á atburði sem brýtur engin lög"

Rangt. Njósnir erlendra aðila á íslensku yfirráðasvæði um íslenska ríkisborgara eru lögbrot í sjálfu sér. Aðeins íslensk lögregla hefur heimild til að hafa leynilegt eftirli með tilteknum einstaklingum eða hópum, að því gefnu að viðkomandi sé grunaður um ólöglegt athæfi og þá aðeins að undangengnum dómsúrskurði þar að lútandi. En það hentar eflaust stjórnvöldum margra ríkja að fara í kringum þetta með því að fá bara einhver annan til að njósna fyrir sig og senda sér svo niðurstöðurnar. Þetta hafa engilsaxneskar (UKUSA) ríkisstjórnir stundað í áraraðir og brotið þannig með stórfelldum og markvissum hætti á friðhelgi einkalífs sinna eigin þegna. Og vinsamlegast ekki reyna að skjóta þetta niður sem samsæriskenningu eins og var lengi vel reynt að gera, því gögn um þetta hafa nú verið birt opinberlega.

"Auðvitað notar lögregla öll ráð til að beita fyrirbyggjandi ráðstöfunum til að koma í veg fyrir lögbrot"

Líka það að brjóta lögin? Nei, rangt aftur. Lögreglan hefur ekki einu sinni leyfi til að fara yfir á rauðu ljósi nema í algjörum neyðartilvikum þar sem bráð hætta steðjar að almannaöryggi. Ef slík ógn stafar af græningjum að klifra upp í byggingakrana úti í sveit þá er nú fokið í flest skjól og best að gefast upp strax fyrir kúgun valdsins.

"ákafur stuðningsmaður lögbrota og ofbeldis í nafni málstaðar"

Eins og ég hef útskýrt þá er Birgitta einmitt að mæla gegn slíku. Hvort það er í nafni einhvers málstaðar er aukaatriði því allt sem máli skiptir byggir á einhverjum málstað. Málstaður Birgittu er tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs, en á móti er málstaður þeirra sem vilja fá að byggja álver í friði og beita til þess lögbrotum. Svo virðist sem ákafir stuðningsmenn misheppnaðrar stóriðjustefnu keppist nú um að skipa sér í sveit stuðningsmanna lögbrota og ofbeldis í nafni síns málstaðar.

Sorglegt eintak hér á bloggsíðum mbl.is.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2011 kl. 20:38

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

100 % sammála Guðmundi Á

Óskar Þorkelsson, 23.1.2011 kl. 21:43

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ágætur pistill, Jón Ingi Cæsarsson. Það er greinilegt að heiðvirt fólk úr ÖLLUM stjórnmálaflokkum er þrumu lostið yfir siðleysi Birgittu Jónsdóttur. Fylgið hefur hrunið af Hreyfingunni eins og flær af skinni sem hrist er yfir eldri, og það geta menn þakkað Birgittu. Fólkið lætur ekki blekkjast af kjaftavaðlinum í henni og búrtíkum hennar.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:27

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Vel útskýrt hjá Guðmundi Ásgeirssyni hér fyrir ofan og þetta mál allt hefur í sjálfu sér ekkert með Birgittu að gera. Birgitta er bara að vekja athygli á atriði sem saksóknari ætti að vera byrjaður að rannsaka og Persónuvernd líka.

Einar Guðjónsson, 23.1.2011 kl. 22:43

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú þvælir eins og sturlaður maður, Einar. Það mætti kannski benda þér á Glitnismálið í Bandaríkjum þar sem bandarískur dómari neitaði að taka það fyrir vegna þess að við áttust eintómir Íslendingar og deilurnar vörðuðu ekki bandaríska hagsmuni. Á sama hátt varðar okkur ekkert um þótt Bretar séu að fylgjast hér á landi með útlendum hippum og skemmdarverkamönnum og hafi þeir gert íslenskum lögreglu.jónum viðvart, þá er það bara þakkarvert en ekki saknæmt. Þú berð greinilega ekkert skynbragð á lög og rétt, Einar, en ert troðfullur af klisjum og þvættingi sem einhver hefur kennt þér.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:49

9 Smámynd: Einar Guðjónsson

Í Glitnismálinu var um að ræða skuldabréf gefin út af fyrirtæki á Íslandi til greiðslu á Íslandi og stefnendur í málinu íslenskir ( Steinunn ásamt Árna Tómassyni og fjölskyldu gegn íslenskum ríkisborgurum ). Brotið átti því tæpast undir bandaríska dómstóla.

Það sem Kennedy gerði hér er ólöglegt skv. íslenskum og breskum lögum. Til að útskýra málið fyrir þér betur skal tekið dæmi af útlendingi sem keyrir of hratt hér eða ekur utan vega, hann er sektaður hér af íslenskri lögreglu og breytir engu þó hann sé lögreglumaður og keyri hér á breskum bíl.

Held að vísu að þú hafir verið að reyna að gera lítið úr Guðmundi frekar en mér enda hans skýringar betri og nákvæmari en mínar.

Einar Guðjónsson, 23.1.2011 kl. 23:03

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, einfaldast væri að afrita hér prýðisgóðan pistil Runólfs Þórhallssonar. Lestu hann snöggvast, því hann er bæði skýr og greinargóður ....... og varðar einmitt valdheimildir lögreglunnar í svona málum:

http://runzac.blog.is/blog/runzac/entry/1135985/#comment3085394

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 23:11

11 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það efast engin um að lögregla megi stöðva fólk sem festir sig hátt uppi á kranabíl en það er inntakið í pistli Runólfs. Auðvitað má Lögregla leita upplýsinga á milli landa um mál sem eru í rannsókn. Í Kárahnjúkamálinu lá allt fyrir og mennirnir voru handteknir og yfirheyrðir  etc. Þannig fær t.d. sérstakur saksóknari mikla hjálp frá vönum mönnum í Noregi, Frakklandi og víðar.

Einar Guðjónsson, 24.1.2011 kl. 01:12

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

visir.is í morgun: Misnotaðir aðgerðarsinnar mótmæla

"Í ljós hefur komið að einhverjir af flugumönnunum sváfu hjá umhverfisverndarsinnunum. Konurnar segjast hafa verið misnotaðar af lögreglunni. Meðal þeirra sem komu sér fyrir í röðum aðgerðarinnanna var Mark Kennedy"

Ég óska eftir handauppréttingu: allir sem finnst kynferðisleg misbeiting af hálfu lögreglumanna réttlætanleg, vinsamlegast gefi sig fram.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2011 kl. 18:50

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Með #12 stígur Guðmundur Ásgeirsson formlega út úr veröld veruleikans og inn í heim hinnar algeru klikkunar.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 19:31

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og það var einn sem gaf sig fram, kom reyndar ekki á óvart hver það er.

Almenn hegningarlög 93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það fangelsi allt að 5 árum.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands: 71. gr. Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Almenn hegningarlög: 199. gr. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð eða hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 árum. ... ... ...

Af refsirammanum sést að um alvarlega glæpi er að ræða, en þetta þykir Baldri Hermannssyni "góðra gjalda vert" og að jafnvel eigi að senda brotamönnunum "ávísun og penar þakkir fyrir". Ekki síst þar sem brotin beindust gegn fólki sem Baldur lítur á sem "hyski". Dæmi hver fyrir sig um meinta veruleikafirringu.

Baldur, veruleikinn er ekkert nema það sem þú ákveður að hann sé. Ef ég hef með #12 stigið út úr þínum veruleika hef ég eitt um það að segja: *hjúkk*

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2011 kl. 20:39

15 Smámynd: Vendetta

Það er gott að sjá, Guðmundur, hvernig þú getur tekið stuðningsmenn kúgaranna og lögbrjótanna í bakaríið með einföldum tilvísunum í landslög. Ekki í einni einustu af fjórum athugasemdum sínum á þessari síðu hefur Baldur komið með nein haldbær rök, sem styðja hans mál (og Jóns Inga), einungis barnaleg gífuryrði.

Vendetta, 24.1.2011 kl. 21:10

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vendetta, ef þú kemur auga á heila brú í þessu geggjaða blaðri Guðmundar Ásgeirssonar þá ertu annað hvort geggjaður sjálfur eða á ofskynjunarlyfjum.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 21:13

17 Smámynd: Vendetta

"Vendetta, ef þú kemur auga á heila brú í þessu geggjaða blaðri Guðmundar Ásgeirssonar þá ertu annað hvort geggjaður sjálfur eða á ofskynjunarlyfjum."

I rest my case.

Vendetta, 24.1.2011 kl. 21:25

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

You have no case to rest, asshole.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 00:02

19 Smámynd: Vendetta

Jú, Baldur. Þú hefur óafvitað staðfest það sem ég hélt fram, að þú værir uppiskroppa með rök í þessu máli og þú kemst ekki með tærnar þar sem Guðmundur hefur hælana.

Þú hefur líka staðfest grun minn um að þú hafir orðið útundan hvað varðar almenna greind, kannski hefurðu fæðzt heilalaus. Er mamma þín líka svona tæp?

Vendetta, 25.1.2011 kl. 02:27

20 identicon

Það hefur síðan verið eftir að téður Kennedy gaf skýrslu til yfirmanna sinna, að Brown og Elskan hanns settu "Hryðjuverkalög" á Íslendinga.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 08:32

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vendetta, er þetta svona kvenkyns útgáfa af "pabbi minn er stærri en pabbi þinn" klisjunni?

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband