Kosningar.. og hvað svo ?

„Ég veit það ekki. Við höfum ekkert velt því fyrir okkur. Við lítum ekki á okkur sem stjórnmálamenn til langs tíma. Aðalmarkmið okkar er að almenningur fái að veita stjórnmálamönnum aðhald í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu sem almenningur getur kallað eftir.

Segir Þór Saari.

Hverju mundu kosningar breyta eins og staðan er nú samkvæmt skoðanakönnunum. ?

Líklegt er að Sjálfstæðisflokkur myndaði ríkisstjórn með VG eða Samfylkingu. Annað er varla inni í myndinni eins og staðan er núna.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG yrði undarleg ríkisstjórn. Gæti aðeins verið mynduð um samning um kyrrstöðu og óbreytanleika.  Þó sé ég ekki að þessir tveir flokkar ættu nokkra samleið í atvinnu og orkumálum svo fátt eitt sé nefnt.

Framsóknarflokkurinn er rústir einar og eru að sigla við 10% og ættu varla innkomu í nýja ríkisstjórn. Stór kostur væri að Þór Saari og félagar hyrfu í móðu sögunnar um fyrirbæri sem floppaði.

Líklegastu niðurstöður yrði að mynduð yrði ný ríkisstjórn VG og Samfylkingar eða Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hvað ætti að gera nýja ríkisstjórn VG og Samfylkingar samstæðari en nú, er vandséð. Meiriháttar mannabreytingar í þingflokki VG gæti þó breytt ýmsu.

En að loknum kosningum miðað við núverandi stöðu í skoðanakönnunum er að mynduð yrði að nýju ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórn sem hefði það í stjórnarsáttmála að byggja upp atvinnulíf á Íslandi á fordóma og án öfga á báða vegu. Ríkisstjórn sem hefði það að leiðarljósi að láta þjóðina sjálfa velja sér framtíð í umheiminum og tryggði landsmönnum öruggt heilbrigðiskerfi, öryggiskerfi, löggæslu, stjórnsýslu og umhverfismálin fengju verðugan sess.

Það sem þjóðin þarf er öflug ríkisstjórn sem byggir upp án fordóma og vandræða og eyðir ekki orku sinni í endalaus innbyrðis átök..... eina svoleiðis fljótt..takk fyrir. 

 

 


mbl.is Krafa um kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband