Björk skilur málið ekki alveg...enda ekki íbúi á Íslandi.

„Ég vona að þjóðin og stjórnvöld hætti við samninginn. Þá get ég, vonandi, snúið mér aftur að því að semja tónlist,“ segir Björk í samtali við FT.

Mér sýnist á þessum texta að okkar ágæta landflótta söngkona skilji ekki málið fullkomlega. Hún virðist ekki vita að hér er um að ræða sölu sveitarfélga á Suðurnesjum á afnotarétti orkunnar til sænsks skúffufyrirtækis í eigu Kandamanna.

Hvort sá gjörningur stenst lög á eftir að koma í ljós..en fram að því geta stjórnvöld ekkert aðhafst til að ógilda samning milli annarra lögaðila.

Hún eins og margir aðrir virðist halda að hér sé um að ræða gjörning ríkisstjórnar Íslands og virðist líka halda að orkulindin sjálf hafi verið seld. Þetta er hvorutveggja rangt og virðist ganga illa að koma því í rétta umræðu.

Mér finnst þetta rangt og óskynsamlegt en mér finnst skorta á að umræðan sé í ásættanlegum farvegi og það er kátbroslegt að horfa á stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins reyna að gera þetta að vandamáli Samfylkingar og VG.

Hvað Björk er að tjá sig um málið finnst mér lykta af athyglissýki og hún sem er löngu flutt frá Íslandi og greiðir skatta og skyldur annarsstaðar ætti frekar að flytja lögheimilið sitt heim og hjálpa til í stað þess að skjóta á land og þjóð á alþjóðavettvangi.


mbl.is Björk: „Afgangar af spillingunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glöggt er gests augað. Það er ekki allt vont sem kemur erlendis frá eða hvað ? Sem sagt Íslendingar sem hafa búið erlendis eru ekki fullgóðir til að tjá sig um líðandi stund hér á landi. Þetta er málflutningur hjá þér sem heldur ekki vatni.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Tu ert nu meira kjanaprikid Jon ef tu heldur ad Bjørk borgi ekki neina skatta a Islandi hun hefur ørugglega greitt meira en ter tækist i øllu lifinu to tu yrdir jafn gamall og Abraham.

Þorvaldur Guðmundsson, 19.7.2010 kl. 13:45

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón, væri staðan ekki önnur ef Kanadíska fyrirtækið hefði stofnað eignarhaldsfyrirtækið hér á landi en ekki í Svíþjóð?

Þorvaldur, veist þú fyrir víst að Björk borgi sína skatta og skyldur hér á landi? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 13:54

4 identicon

Mæli með því að menn lesi rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar er fjallað um svipaða hluti.

Alþingi setti lögin sem verið er að vísa í hér og er í lófa lagið að breyta þeim.

marat (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 14:21

5 identicon

Mig langar til að vekja athygli eigenda bloggsins að Björk þarf ekki að vekja á sér athygli, hvorki á Íslandi eða annarsstaðar.  (lyktar öfund?)  Spillingin hverfur samt ekki hvað sem Björk vonar.   Spillingin er í sál íslendinga sérstaklega ef þeir komast til valda.  Þá má hinn venjulegi borgari þessa lands biðja guð að hjálpa sér  svo framarlega að valdhafinn sé ekki í "frænd- eða vinahóp".  Þetta vita allir íslendingar sem að vilja eitthvað sjá og heyra.

J.þ.A. (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 15:15

6 identicon

já hjúkket við erum ekkert að selja orkulindirnir við erum bara leigja þær...  reyndar í 65 ár með klausu um áframhaldandi 65 ára samning...  það er skotstund að líða. Bara nokkarar kynslóðir af Íslendingum.

 En hvað í andskotanum kemur það málinu við að Björk eigi heima erlendis? Hún er fædd og uppalin á Íslandi. Er hér bróðurpartinn úr árinu. Á uppkomið barn hér á landi, foreldra, vini og fjölskyldu. Alveg eins og ég og þú! 

Það að Björk hafi rætt þetta ógeðismál í erlendum fjölmiðlum er hið besta mál. Þótt að hún hafi ekki verið jafn fræðileg í orði og þú yður. Ríkisstjórnin getur víst brugðist við, hún getur haft þessi helvítis lög þannig að eingöngu Íslendingar megi eiga orkuna. Ekki einhverja opna glugga sem hleypir skúffufyrirtækum inn!

Karen (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 15:38

7 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta er fínt hjá henni,það er verið að gefa þetta einhverjum peningaköllum út í heimi. mér finnst það ekki sjálfsagt,og sem íbúi í Grindavík hefði ég aldrei samþikkt söluna á hlut Grindavíkur í hitaveituni. EN við vorum ekki spurðir íbúarnir,og gætið að því að þessi orkuver hitaveitu suðurnesja eru að mestu í Grindavíkurlandi.

Þórarinn Baldursson, 19.7.2010 kl. 19:37

8 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ég býst við því að ESA geti gert athugasemd við að Magma greiddi með aflandskrónum sem innlendum aðilum var ekki heimilt á þeim tíma!  Seðlabankinn setur reglur um gjaldeyrismál og ákvað að hygla erlendu fyrirtæki.  Það er ekki heimilt samkvæmt EES samningnum.

Erum við ekki lengur í EES?

Lúðvík Júlíusson, 19.7.2010 kl. 20:14

9 Smámynd: drilli

Það er ljóst að þú skilur málið ekki alveg, Jón Ingi.

Enda akureyringur.

drilli, 19.7.2010 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband