Getuleysi íslenskra stjórnmála.

 

Samkvæmt því sem greiningardeild ASÍ segir mun batinn í íslensku efnahagslífi dragast um eitt ár. Allt í kringum okkur sjáum við að lönd eru að byrja að sigla út úr dýfunni og efnahagsbatinn að verða sjáanlegur.

En á Íslandi er ekki því að heilsa. Samkvæmt þeim svartsýnu spám sem verið er að birta er botninum ekki náð og stærsta ástæða þess að íslenskum stjórnmálamönnum hefur fullkomlega mistekist að leysa þann vanda sem felst í Icesave.

Meðan svo er komið vilja engir erlendir fjárfestar lána eða koma að framkvæmdum hér á landi sem þýðir aftur að framkvæmdir þær sem áttu að hefjast fyrri hluta þessa árs munu tefjast um ófyrirsjáanlega framtíð.

Nú hafa stjórnmálin reynt að leysa þessa deilu mjög lengi og árangur enginn. Við erum í sannleika á byrjunarreit. Menn berja sér á brjóst og vilja að við sýnum þessum andskotum puttann. Það getum við alveg og kannski líður einhverjum betur með það. En það þýðir einfaldlega að það lendir á okkur með fullum þunga í töfum á endurreisn efnahagslífsins og atvinnuleysi eykst enn.

Og hverju erum við þá bættari að hafa verið rosa töff og barið okkur hetjulega á brjóst... það mun örugglega ekki birtast í vexti efnhagslífsins eða minnkandi atvinnuleysi.

Þjóðarstoltið er þægileg tilfinning... en er létt í maga og buddu.

En mergurinn málsins að í þeirri stöðu sem við blasir við kristallast getuleysi íslenskra stjórnmálamanna að vinna saman og ná árangri... það er það sorglega í þessu öllu saman.


mbl.is Fullreynt að ná samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Nú tókst samstaðan loksins þegar Forsætisráðherra var send í frí. Spurning hvort hún þurfi ekki að stíga til hliðar svo hægt sé að vinna betur saman milli flokka en ekki bara á hennar línu.

 Síðan minntist ASÍ nú líka á tafir stóriðjunnar sem hefði nú þegar skapað fullt af störfum ef ekki hefði verið staðið svona í vegi fyrir því, sérstaklega af VG. En ábyrgð Samfylkingarinnar þar er ekkert minni með því að leyfa slíkt að viðgangast.

Carl Jóhann Granz, 26.2.2010 kl. 08:18

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Carl samstaða um hvað..að sætta sig við kyrrstöðu og stöðnun á Íslandi meðan landið lyftist í flestum öðrum löndum.... eimitt voða gott fyrir Ísland að vera fryst úti fjármagnslaust og rúið trausti... fínt..

Jón Ingi Cæsarsson, 26.2.2010 kl. 08:27

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þetta er einstefnan. Liðið er ekki sammála um þetta atriði þó svo þú trúir því svona heitt og innilega.

Þessvegna þarf að ná samstöðu þar sem allir gefa eftir. Sem þýðir þá væntanlega semja um eitthvað en ekki bara samþykkja svo gott sem óséð.

Þeir eru búnir að ná því núna og þetta samningaferli er langt í frá að vera búið. Menn eru að dansa samningadansinn núna og þetta nýjasta er bara hluti af því.
Ætli þetta bíði ekki núna fram yfir kosningu til að sjá hversu mikill hugur er í raun í þjóðinni.

Carl Jóhann Granz, 26.2.2010 kl. 09:10

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Verkstjórn Jóhönnu hefur brugðist og stöðnuarsáttmálinn er réttnefni miðað við þá verklausu ríkisstjórn sem hér er við völd - aðgerðarleysi&vera fyrir framförum og framkvæmdum og er beinlínis að kappkosta við að rífa allt niður -

Óðinn Þórisson, 26.2.2010 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 818039

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband