68% Norðmanna telja að við eigum að greiða allt eða hluta.

 

Þá liggur fyrir afstaða bestu vina okkar Norðamanna. Meirihluti Norðmanna telja að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar að öllu leiti ( 33% ) eða að hluta ( 45% ).

Þá kom einnig fram að 41% hafa enga skoðun á málinu.

Hræddur er ég um að ýmsir sem hæst láta og telja að samúðin sé öll okkar megin ættu að fara að hlusta á umhverfið og kynna sér skoðanir helstu vinaþjóða okkar.

Samúðin sem þeir tala um, sérstaklega Framsóknarmenn, er ekki til staðar og villigötur þeirra virðast algjörar þegar þeir reyna að lesa í stöðu mála.

 


mbl.is Um 20% Norðmanna telja Íslendinga eiga að greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tekið er fram að 41% hafa enga skoðun á málinu. Sé tekið tillit til þess er það minnihluti sem telur að við eigum að "endurgreiða" að öllu leyti (20%) eða hluta (27%).

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2010 kl. 13:30

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Haltu áfram spunanum og Samfylkingin verður að örflokki í næstu kosningum. Margir sem verða vitni að að málflutningi ykkar velta því fyrir sér hvort þið séuð landráðamenn eða bjánar. Mér finnst ekki rétt að flokka ykkur undir landráðamenn.

Sigurður Þorsteinsson, 24.2.2010 kl. 13:38

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Sá á spunann sem fyrst finnur lyktina kæri Sigurður, líf þitt er lygi frá upphafi kjánin þinn....

Einhver Ágúst, 24.2.2010 kl. 13:45

4 identicon

Nonni vor góður !

 Er ekki nóg að " Samfylkingin" verði að kyngja að um 80% landsmanna munu hafna aðild að ESB ?

 Líklega svipaðar tölur úr komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave !

 Sigurður kennir ykkur við " bjána".

 Tel ykkur hinsvegar einnig grátlegar " rekagáttir" !!

 Það sárasta er, að þú gerir Akureyringum skömm til að vera þar bæjarfulltrúi ( vara !) !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 13:46

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Ingi, hvernig væri nú að efla lesskilninginn aðeins eða jafnvel að læra almennilega að lesa áður en þú ferð að bera svona "Landráðafylkingarbull" á borð fyrir lesendur.  En sem betur fer er fólk yfirleitt svo vel að sér að það lætur ekki svona bullukolla blekkja sig, nema náttúrulega aðrir Landráðfylkingarmenn sem er jú víst illu heilli eitthvað af.

Jóhann Elíasson, 24.2.2010 kl. 13:50

6 identicon

Nonni minn !

 Stórkostlegasta - og jafnframt besta frétt ársins - var rétt í þessu að koma á MBL.is.

 Hver skyldi hún vera ?

 Jú, stækkunarstjóri ESB, maður að nafni Stefan Fule, upplýsir að Íslendingar fái ENGA FLÝTIMEÐFERÐ !!

 Í svartnætti erfiðleika okkar þjóðar- undir " skjaldborgar"--ríkisstjórn - ´glóir þessi frétt  - og veitir yl !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 13:58

7 identicon

Þekki gjörla til í Noregi. Veit að þetta Icesave mál er gríðarlega illa kynnt í Noregi sem annars staðar.  Það nennir fólk lítið að setja sig inn í þetta mál.  Það litla sem hefur verið í fréttum og fréttaskýringar hafa allar verið á sama veg og þar hefur í raun málstaður ríkisstjórnar íslands komið fram.  Það að við þurfum að borga þetta.  Ergó... Fólk veit nánast ekkert hvað þetta er og það hefur heyrt að ríkisstjórnin þar hefur fylgt sænsku og dönsku ríksistjórninni að málum og hefur því haldið að þetta væri rétt.

Grein Þórólfs Matthíassonar kom í hinu víðlesna og virta hægra blaði Aftenposten meðan grein Evu Joly kom í mjög lítt lesnu blaði en vönduðu sem kemur einu sinni í viku sem heitir Morgenbladet og hefur litla umfjöllun fengið ef maður hefði í raun ekki fylgst með umræðunni á Íslandi hefði maður misst af henni.  

Annars er þetta lítið pólitískt mál  í Noregi endu eru stjórnmál í Noregi allt öðruvísi en á Íslandi. Fólk hefur yfirleitt mikla trú á yfirvöldum. Verkamannaflokkurinn (AP) er systurflokkur Samfylkingarinnar og er nánast allsráðandi í stjórninni og hefur sér til fullþingis tvo smáflokka systurflokk Framsóknarflokksins hin norska Senterpartiet og systurflokk Vinstri grænna, hin norska Sosialistiske Venstrepartiet eða SV eins og hann er jafnan kallaður.  Hvor um sig hafa þeir um 6% atkvæða og hlutfallslegur þingstyrkur hvor um sig er eins og íslensku Borgarahreyfingarinnar upphaflega með 4 þingmenn af 63.  Þessir tveir smáflokkar sérstaklega SV tapaði miklu fylgi í síðustu kosningum og veiktist staða þeirra.  Meðal annars missti SV fjármálaráðuneytið í hendur AP og Senterpartiet formann fjárlaganefndar.
Hægri hlið norskra stjórnmála eru tveir flokkar hinn norski Framfaraflokkur - Fremskrittspartiet og síðan Høyre sem er í raun fínn hægriflokkur þar sem áherslan er lögð á minnkuð ríkisafskipti.
Síðan bætist við þessa flóru miðflokkur sem heitir Venstre sem tapaði miklu eftir síðustu kosningar.

AP og Høyre eru nánast eindregið fylgjandi inngöngu í EU/EBS og Høyre þar óskiptur meðan 4/5 AP vilja þar inn. Meiri hluti Fremskrittspartiet og Venstre núna meðan smáflokkarnir SV og Senterpartiet eru a móti því.

Norskur efnahagur er sá stærsti á norðurlöndum, raunar stærri en sá sænski þrátt fyrir að Svíar eru tvöfalt fjölmennari.  Í Noregi vilja menn fá meiri áhrif og svekkjast yfir því að standa utan við enda bráðlangar hinum norðurlandaþjóðunum til að fá þá inn fyrir og eins nánast allar aðrar þjóðir enda hafa þeir gott mannorð og eru álitnir áreiðanlegir og auk þess eru þeir ríkir. Störe utanríkisráðherra og  Stoltenberg forsætisráðherra fleirri tala mörg tungumál og eru góðfúsugestir bæði austan hafs og vestan meðan við erum með Össur og Jóhönnu og bíðum á ganginum.

Gunnr (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 14:24

8 identicon

Þetta sýnir okku bara enn einu sinni hvað Norðmenn eru alltaf" púkalegir" við okkur, sbr frekju þeirra og yfirgang í sambandi við skiptingu á síldarkvóta og kolmunnakvóta.

Gestur Ófeigs (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 14:31

9 identicon

Annars held ég að þeir sem haldi að norðmenn munu einhliða lána okkur út úr erfiðleikunum og klippa okkur úr "klóm" IMF/AGS sem íslensk stjórnvöld kölluðu sjálf til aðstoðar sé raunveruleikafyrrt bull.  Það kæmi mér mjög á óvart að það yrði einhver einhliða lánasamningur til að forða okkur frá EU og mögulega Evruaðild í framtíðinni.

Íslendingar hafa ekkert að bjóða nema botnlausar skuldir enda erum við álitin svikul, gráðug og óheiðarleg. Komum skríðandi og leggjast eins og óværa á aðrar þjóðir.  Enda er algjör skortur á sjálfsgagnrýni og iðrun.  Allt sé öðrum að kenna.  Í raun þetta lýðræðisstunt með þjóðaratkvæðagreiðslu sáu norrænu þjóðirnar í gegnum enda var skrifað að yngsti maður á Íslandi sem síðast tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sé langt yfir áttræðu.

Gunnr (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 14:41

10 identicon

Í raun er smæð íslensks efnahags sem minnkar og stefnir í að verða jafn vel minna en 3% af efnahag Noregs.

Það eru þúsundir Íslendinga sem hafa flust og munu flytjast til Noregs og eru í raun flutt en ekki hafa tilkynnt flutning. Að óbreyttu mun þetta aukast

Engir þekkja eins vel til stjórnmála og efnahagsástandsins hér eins og Norðmenn.  Þeir vilja helst skipta sér sem minst að málum hér enda er það ætíð túlkað á versta veg.

Íslendingar hafa ætíð haldið að þeir séu svo  miklu merkilegri en hinar norrænu þjóðirnar.  En innan nokkra ára komum við til með að hafa hærri skatta en hin norrænu löndin, miklu lélegri lífskjör, lélegri opinbera þjónustu og í raun mjög háð veiðum.  Það er alls ekki ótrúlegt að Grænland og Færeyjar fái enn betri "deal" við EU og að halda að þau geri eitthvað fátækrabandalag við þá núna er náttúrulega út úr korti.  Ekki vildum við mikið hafa með þá þegar við þóttumst vera rík og merkileg en erum núna bara blankir aulabárðar grenjandi á tröppum ríkisstjórna nágrannalandann og enginn nennir að tala við okkur.

Gunnr (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 14:53

11 identicon

Skýrustu athugasemdirnar sem ég hef séð hér bloggi Morgunblaðsins eru Gunnars!

Og ég vil líka endilega benda á deilurnar sem Íslendingar háðu við Noreg um Smuguna og Jan Mayen svæðið hér um árið, þá voru nú norðmenn engir vinir íslendingana.

Sjálfur þekki ég vel til í Svíþjóð og ég leyfi mér að fullyrða að þar hafi aldrei komið stafkrókur um Icesave í allmennum dagblöðum og því síður sjónvarpi.

Fólk veit ekki hvað Icesave er og getur ekki staðið meira á sama. þessvegna eru fullyrðingar um að allmenningur í hinu og þessu landinu standi með íslendingum helbert bull.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 15:16

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek algerlega undir með Gunnr í svari 7.  Þetta er nákvæmlega svona sem ég upplifi þetta hjá nojurum.

Varðandi smugudeiluna þá voru norðmenn þar í "rétti" og íslendingar í hlutverki sjóræningja..  kort og greit!

Óskar Þorkelsson, 24.2.2010 kl. 16:52

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fyrir utan að kjánagangurinn sprengir alla mælikvarða - skoðanakannanir í öðrum löndum þessu máli viðvíkjandi - þá er eðlilegasta túlkunin sem Jón setur fram.

Greiða að fullu, er eðlilegast að skilja sem allar innstæður að fullu.  Skipta á milli sín er eðlilegast að skilja það sem nú er verið að gera.

Athygli vekur að um 10% er á "ekki borga" línunni.  Þ.e. nánast enginn sem tekur undir með hávaða og öfgamönnum hér á landi á.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2010 kl. 16:56

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ferlega er skemmtilegt að lesa kverúlantana hérna.. mín besta skemmtun að ná þeim á flug... áframmmmm

Jón Ingi Cæsarsson, 24.2.2010 kl. 17:51

15 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er orðinn mjög efins hverslenskur flokkur Samfylkingin er. Hún ber allavega ekki hagsmuni Íslendinga fyrir brjósti, svo mikið er víst. Er viss um að bæði Bretar og Hollendingar kunna sér vart læti yfir þessum óvænta stuðningsaðila í Icesave málinu. Þar fyrir utan lauk ég stærðfræði með ágætiseinkunn (9+) úr framhaldskóla á sínum tíma en mér er lífsins ómögulegt að fá þá útkomu úr þessu að 68% Norðmanna vilji að Íslendingar borgi eins og stendur í fyrirsögninni hér. Ef þetta er reikningskunnátta Samfó mæli ég með að sú grúppa snúi sér að einhverju öðru en stjórnmálum.

Víðir Benediktsson, 24.2.2010 kl. 17:52

16 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gaman að sjá þig Víðir...vantaði eimitt þig. Heyrðu... ég er nú bara að blogga um frétt á mbl.is í eigin nafni... ertu ekki að yfirdramatisera núna minn kæri

Jón Ingi Cæsarsson, 24.2.2010 kl. 18:12

17 identicon

Tók nokkur eftir hversu MARGIR norðmenn voru spurðir, ég gerði það og þeir voru 1033 !!! ætli það séu ekki gott og vel 3milljónir í þessum aldurshópi sem spurður var....

Kristjan Hilmarsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 18:23

18 Smámynd: Víðir Benediktsson

Nei Jón, ég lagði bara út frá blogginu þínu og það kemur skýrt fram í greininni að það eru 20% sem hafa þessa afstöðu. fabúleringar um annað bera ekki vott um djúpa hugsun svo ekki sé meira sagt en maður veltir fyrir sér tilganginum með því að fara svo frjálslega með staðreyndir.  Reyndar rétt hjá þér að ég sé að bendla þig við Samfylkinguna, biðst afsökunar á því.

Víðir Benediktsson, 24.2.2010 kl. 18:23

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir fróðlega færslu Jón Ingi.

 Við ættum að standa fyrir stórri skoðanakönnun í Skandinavíu og spyrja Norðmenn ásamt öðrum Norðurlandabúum hvort vi eigum að borga Icesave. Eftir það getum við tekið ákv-rðun um hvort við eigum að borga eða ekki.

Sigurður Þórðarson, 25.2.2010 kl. 07:56

20 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held að þetta séu ekki málaefnalegur umræður og kýs því að taka ekki til máls um þær.

Jón Halldór Guðmundsson, 25.2.2010 kl. 08:37

21 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sigurður þórðarson er með mjög sterka tillögu um stóra skoðanakönnun í Skandinavíu sem Samfylkingin gæti notað til að taka ákvörðun um hvort hún eigi að borga Icesave reikningin. Legg til við síðuhalara að hann beri þessa hugmynd upp á næsta flokksþingi SF.

Guðmundur Jónsson, 25.2.2010 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818055

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband