Skilningsvana þingmaður.

Merkileg niðurstaða mannsins sem vildi þjóðaratkvæði en meinti ekkert með því.

„Þarna er verið að hafa áhrif á innanríkismál á Íslandi, með loforði um lán ef tiltekin niðurstaða verður ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Pétur H. Blöndal alþingismaður um yfirlýsingar danska fjármáraðherrans Claus Hjort Frederiksen."

Pétur Blöndal heldur að Icesave sé innanríkismál... maður veltir fyrir sér hverskonar lið þetta er sem situr á Alþingi íslendinga...

Hvert mannsbarn veit að Icesave er ekki innanríkismál.. og það þarf ekki að útskýra nánar.


mbl.is Hlutast til um innanríkismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá ekki bara ráð að láta kjósa um Icesave út um allan heim ef þetta er ekki innanríkismál.  þá værum við í góðum málum Jón Ingi.

Ari (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:08

2 identicon

Er þetta ekki bara forsmekkurinn af því sem koma skal - innan nokkurra ára verður væntanlega kosið um aðild að ESB - spurning hvaða þvingunum íslenska þjóðin verður beitt til að skrifa undir þá ...

Jón (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:16

3 identicon

Þeir Ari og Jón virðast ekki átta sig á að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur áhrif á útlenska hagsmuni og afstöðu útlendinga til Íslands. Við þær kringumstæður er hyggilegra að vera upplýstur um það fyrirfram hvaða afleiðingar atkvæði manns hefur. Ég vil a.m.k. ekki greiða atkvæði blindandi.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:57

4 Smámynd: Jón Arvid Tynes

Nafni. Fyrirgefðu, en mér finnst þú betri sem myndasmiður en bloggari.

Jón Arvid Tynes, 10.1.2010 kl. 14:18

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er alltaf betra  að lesa fréttina áður en maður bloggar um hana -

Óðinn Þórisson, 10.1.2010 kl. 17:15

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Má víst einu gilda hvort þetta er innanríkis eða utanríkismál en þetta er klárlega fjárkúgun.

Víðir Benediktsson, 10.1.2010 kl. 18:12

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ósköp eru mótrökin slöpp við færslunni þinni Jón Ingi. Það er stöðugt reynt að tala niður til okkar sem viljum ljúka málinu og erum stjórnarsinnar. Við sem erum skynsamasta fólkið á Íslandi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.1.2010 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 1239
  • Frá upphafi: 818009

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1227
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband