Galnar hugmyndir í boði Vinstri grænna.

Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Vinstri grænna, tel­ur að kjötskatt­ur gæti verið rök­rétt skref, bæði til þess að bregðast við áhrif­um kjöt­neyslu á heilsu­far og sem liður í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Þetta sagði þingmaður­inn á Face­book-síðu sinni á föstu­dag, en nán­ar var rætt við hann í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 í kvöld.

Eins og sumir vita þá eru flestir kjarasamningar í landinu lausir og viðræður ganga hægt eða ekkert. Framundan eru síðan tugir samninga lausir í mars.

Hvað aðhefst ríkisstjórnin til aðstoðar þess að leysa kjaradeilurnar ?

Nákvæmlega ekkert.

Þessi stað dynja ýmsar skattahugmyndir á landsmönnum þessa dagana.

Framsóknarsamgönguráðherrann boðar miklar álögur á vegfarendur á völdum svæðum, skattur sem mun leggjast þungt á þá sem lægstar hafa tekjurnar. Ljóst að ef þessar hugmyndir ná fram að ganga þá fara allar þær launahækkanir sem SA hefur tilkynnt að séu boði farnar í það skattabál og vel það.

Í kvöld hvað svo við vein úr herbúðum VG þaðan sem ekkert hljóð hefur borist lengi enda virðast þingmenn þess flokks falla eins og flís að rassi fjármálaráðherrans.

Nýr skattur í þágu loftlagsmála.

Kjötskattur, skatti sem er ætlað að draga úr neyslu á kjöti með því lagi að gera það dýrara þannig að sumir hafi ekki efni á kaupa og fara að borða annað, væntanlega rófur og blómkál.

Að svona skattahugmynd komi úr ranni VG er hreinlega galið. Forsjárhyggjan kemur kannski ekki á óvart en að enn sé verið að boða skattahækkanir sem leggjast með mestum þunga á heimilin og þá sem minnst hafa.

Kannski finnst þingmanninum í lagi að fátækt fólk geti ekki veitt sér sama munað og þeir sem meira hafa þá á hann að segja það beint út. Ekki fela það í óljósri hugmynd um innlegg í loftlagsmál.

En sannarlega er þetta það vitlausasta sem ég hef heyrt á þessu ári enda ekki nema 6. janúar.

Meðan þingmenn stjórnarinnar keppast við að lýsa nýjum álögum á landsmenn brosa útgerðarmenn hringinn eftir fjögurra milljarða gjöf valdhafanna í formi lækkunnar veiðigjalda.

Viss um að einhverjum stjórnarþingmanninum dettur eitthvað gáfulegt í hug til að toppa þessa vitleysu sem Andrés Ingi Jónsson ræddi í fréttum í kvöld.

 

 


mbl.is Viðrar hugmynd um kjötskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2019

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband