Ábyrgð Alþingis og alþingismanna.

„Vegirnir hafa verið að grotna niður síðan eftir hrun,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Það er virkilega þörf á þjóðarátaki til að ná endum saman. Þetta er mjög dapurt. Sem betur fer eru menn aðeins að spíta í lófana en betur má ef duga skal.“ Töluvert hefur vantað upp á viðhald vega undanfarin ár. Á sama tíma og ferðamönnum hefur fjölgað hefur dregið saman í viðhaldi vegakerfisins.

Ástand vega á Íslandi er hörmulegt.

Er hvergi verra í Evrópu segir framkvæmdastjóri FÍB.

Það er örugglega ekki ofmælt, á hvert sinn sem farið er út á þjóðvegi landsins finnur maður fyrir stöðunni.

Holur, skemmdir vegkantar, óheflaðir malarvegir, slysagildrur á einbreiðum brúm og svo mætti lengi telja.

Viðhald og uppbygging vegakerfisins er síðan sorgarsaga.

Helmingi þess fjár sem ætlað er til vegakerfis og viðhalds þess er hreinlega stolið á Alþingi og það sett í annað.

Ábyrgð ráðherra og alþingismanna er mikil og framkoma þeirra við gerð fjárlaga er næstum glæpsamleg.

Þeir bera ábyrgð á vegakerfi sem er að grotna niður og þótt aðeins hafi verið bætt í þá vantar enn mikið á að þeir skattar sem landsmenn eru að greiða til þessa kerfis skili sér.

Áfram er því stolið á Alþingi, hvert það fer veit enginn.

Vegakerfið á Íslandi er í anda þriðja heims vegakerfa, sennilega þó heldur verra ef eitthvað er.

Alþingi og ráðherrar hafa tækifæri til að taka til í eigin ranni og í það minnsta að skila því fé sem ætlað er til vegamála í stað þess að taka það ófrjálsri hendi.

Það væri góður áfangi og stórt skref til úrbóta þó væntalega vanti mikið á að þangað sé hægt að sækja þá milljarðatugi sem vantar til viðhalds og uppbyggingar, svo ekki sé talað um nýframkvæmdir.

En það er varla hægt að leyfa sér að vera bjartsýnn á áherslubreytingar með þennan samgönguráðherra og þennan fjármálaráðherra.

Það par er  ekki líklegt til að horfa til aukinna fjárframlaga og uppbyggingar.

Því miður.


Bloggfærslur 28. júlí 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 812351

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband