80 milljóna skandallinn.

Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og tveir þingmenn Vinstri grænna, Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, klæddust límmiðum sem á stendur „Nej til racism,“ eða „Nei við kynþáttahatri.“ Hvorki Rósa Björk og Andrés Ingi hafa lýst yfir stuðningi við núverandi ríkisstjórnarsamstarf

_________________

Svokallaður hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum floppaði fullkomlega.

Dómgreindarlaust val þingforseta á ræðumanni eyðilagði þennan fund.

Steingrímur Sigfússon gekk fram af flestum með tilraunum sínum með að réttlæta veru eins þekktasta rasista Evrópu á hátíðarfundi.

Engin man um hvað var fjallað á þessum uppstillta snobbelítufundi, það voru víst einhver sérvalin mál á dagskrá og til stóð að afgreiða þetta með vélrænum hætti. Hvaða mál voru það nú aftur ?

Allir muna að þessi sýning sem stóð í rúmlega klukkutíma kostaði 80 milljónir af skattfé landsmanna.

Allir muna að það var einn þekktasti rasisti Evrópu sem fékk að ávarpa þingið.

Allir muna þessa vandræðalegu samkomu á sýningarpalli þar sem pöpullinn fékk að berja augum í öruggri fjarlægð.

Allir muna að Píratar mættu ekki og sumir mótmæltu með orðum og merkjum og gengu af fundi.

Framkvæmd þessa fundar og niðurstaða var á ábyrgð þingforseta og þeirra sem með honum unnu. 

Fullkomið vanmat og skilingsleysi á hvað er hægt að bjóða landsmönnum þessa dagana þegar hriktir í þjóðfélaginu vegna stjórnleysis ríkisstjórnarflokkanna.

 


Veruleikafirring stjórnmálanna.

Heilbrigðiskerfið riðar til falls.

Ljósmæður segja segja upp í tugatali og nú er skollið á yfirvinnubann.

Alþingmenn og ráðherrar nota tækifærið nota 80 milljónir af skattfé landsmanna til að búa til sýndarveruleika á Þingvöllum.

Sannarlega væri þessum 80 milljónum betur varið í flest annað en svona snobbsamkomu sem engum gagnast.

Til að kóróna fáránleikann er einn þekktasti rasisti Evrópu fengin til að ávarpa samkomuna, hver ætli boðskapurinn verði þaðan ?

Mörgum er nóg boðið, meðan Róm brennur skemmtir elítan sér í fínu fötunum sínum á Þingvöllum og sérsveitin sér til þess að pöpullinn komist þar hvergi nærri.

Það er ekki undarlegt að almenningi blöskri þessa dagana.


mbl.is Hátíðarfundur Alþingis í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband