Hvernig bæjarstjórn á Akureyri ? Á bakvið tjöldin ?

2016 00 Haustið nálgast-4245Fjölmiðlar hafa sjaldan mikinn áhuga á Akureyri þegar kemur að umfjöllun og spekuleringum um stöðuna eftir kosningar.

Yfirleitt er kosningabarátta hér í bæ róleg og átakalítil og oftast lítill munur á málflutningi.

Þannig hefur það verið núna og lítið um málefnalegan ágreining. Hann er þó til staðar en einhvernvegin kemst ekki almennilega í ljós í umræðunni. Svolítið eins og stjórnmálamenn leggi töluvert á sig til að hafa það þannig.

Kosningabaráttan er þannig núna, helst er áberandi að Sjálfstæðisflokkurinn notar stóra ofurjéppa til að auglýsa flokkinn, eru með þá í láni hjá sunnlenskum verktaka sem hefur verið að vinna hér í bæ.

Nýjast er svo plakatastríð þar sem sumir leggja mikið á sig að finna tóm hús og húsnæði til að hengja upp myndir af frambjóðendum sínum.

Pótemkíntjöld fyrir kjósendur.

En hver er staðan eftir kosningar ?

Það vitum við ekki en horft er til síðustu skoðanakönnunar sem Vikudagur birti fyrir all mörgum dögum þá er staðan þessi.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með fjóra menn, bættu við sig einum. Undanfarna daga hefur oddviti flokksins farið að halda því meira og meira á lofti að hann sé bæjarstjóraefni.

Allir vita að hann er búinn að ganga með bæjarstjóra í maganum í fimm ár.

En eitthvað er það hann telur sig hafa stöðu til að tala þannig núna, sérstaklega hefur það aukist síðustu dagana. Eitthvað kemur til og þá hvað ?

L-listinn fékk tvo menn í þessari könnun. L-listinn núna er allt annað fyrirbæri en L-listinn í tíð Odds Helga. Þá var hann bæjarlisti en svo er ekki nú þó þeir reyni að halda því fram. Flokkurinn er bræðingur Bjartar framtíðar sem er með fyrsta sætið. Í öðru sæti er fyrrum formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins til skamms tíma og í þriðja sæti er fyrrum varaþingmaður Viðreisnar.

Hægri ásýnd framboðsins dylst engum.

Samfylkingin mældist áfram með sína tvo fulltrúa og stutt í þann þriðja. Það mun gjörbreyta öllu landslagi ef sá flokkur nær þremur fulltrúum á kostnað Sjálfstæðisflokks, allt annar meirihluti ef að líkum lætur.

Framsókn er í vanda eftir að Miðflokkurinn bauð fram og ólíklegt að hann haldi sínum öðrum manni sem datt inn á síðustu stundu síðast. Líklegast er að þeir flokkar fái sitt hvorn manninn.

Það er ekkert að gerast hjá VG og allar líkur á að þeir verði áfram með einn bæjarfulltrúa.

Auðvitað eru þreifingar í gangi og að mínu mati er það næsta víst að Sjálfstæðisflokkurinn og L-listinn eru að bræða með sér nýjan meirihluta.

Sá gamli er fallinn með tapi Framsóknar.

Aukið öryggi oddvita Sjálfstæðisflokksins um að hann ætli sér að verða bæjarstjóri bendir til að slíkt sé í vinnslu.

L-listinn fengi þá formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórar.

Eins og L-listinn er samansettur núna er hann hreinn hægri flokkur og örugglega stutt á milli þeirra og Sjálfstæðisflokksins í samningum um nýjan meirihluta. Allir vita að Björt framtíð sótti það fast að vera með Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði og Kópavogi og hefði örugglega orðið það hér líka ef BF hefði fengið til þess styrk.

Niðurstaða mín er því að ef skoðanakönnun Vikudags gengur eftir þá verður Akureyri komin með hægri meirihluta innan viku og Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins orðinn bæjarstjóri.

Það eina sem getur breytt þessu er að kjósendur geri eitthvað allt annað en kom fram í Vikudegi fyrir skemmstu.

 


Bloggfærslur 20. maí 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband