Við viljum hreinan Eyjafjörð - takk.

0 2017 00000 fyrsti vetrardagur-2570Mengun í Eyjafirði er viðvarandi vandamál. Fyrir kosningar 1994 setti Alþýðuflokkurinn það á stefnuskrá að koma fráveitummálum á Akureyri í gott horf með byggingu dælustöðva og hreinsistöðvar. Síðan eru liðin 23 ár.

Dælustöðvarnar eru komnar, Pollurinn er nokkurnveginn hreinn, kræklingur er farinn að sjást á ný, var alveg horfinn af fjörum við Pollinn vegna mengunar.

En björninn er ekki unninn.

Enn fer skolpið óhreinsað í Eyjafjörðinn, núna að mestu milli Krossaness og Sandgerðisbótar.

Saurgerlamagn í sjónum þar og inn að Glerárósum og Tanganum er langt fyrir ofan heilsuverndarmörk. Munum að við Sandgerðisbót er verið að höndla með matvæli þar sem trillur leggja upp afla og ýmiskonar starfssemi er í verbúðum á svæðinu. Við Glerárósa er atvinnustarfssemi og jafnvel datt einhverjum í hug að setja þar niður bústaði fyrir fólk í vanda.

Í Reykjavík verður allt vitlaust ef sleppur óhreinsað skólp í sjóinn, vanir því að hreinsun þess sé regla.

Við Eyjafjörðinn ríkir þögnin ein, fáeinir nöldrarar reyna að koma af stað bylgju sem þrýstir á pólitíkina en ekkert gengur, flestum virðist standa á sama.

Það var ánægjuefni þegar Norðurorka tók við fráveitumálum og allt átti að fara að gerast.

En svo gerðist ekki neitt og ekkert gerist enn og enn rennur allt skólp frá Akureyri í sjóinn, óhreinsað, og rekur síðan á fjörur bæjarins með tilheyrandi mengun.

Noðurorka á sér afsakanir og notar þær óspart.

En að mínu mati duga engar afsakanir, þær hafa verið notaðar í áratug eða meira.

Sá tími er liðinn.

Nú vilja íbúar við Eyjafjörð hreinan fjörð og hreinar strendur.

Gæluverkefni Norðurorku - Fallorku, gangslítil smávirkjun á Glerárdal, sem kostar hundruð milljóna, fékk mikla orku í stjórnum þessara stofnana en mengun í Eyjafirðinum er ekkert spennandi í þeirra augum.

Tími afsakanna er liðinn bæði hjá Norðurorku og bæjaryfirvöldum.

Gleymum ekki að Akureyrarbær á mestan hluta Norðurorku og þessi mengun er í boði bæjarfulltrúa síðustu áratuga.

Nýjir bæjarfulltrúar vilja örugglega ekki framlengja það ástand ?

Drífum í þessu.


Bloggfærslur 11. maí 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 818035

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband