Akureyrarframboðin að verða klár.

0 2018 annar í páskum-5608Nú styttist í bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri. Áhugavert er að skoða það sem er að gerast og hvað hefur breyst.

Flest framboðin hafa sett fram lista þó ekki öll.

Sjálfstæðisflokkurinn er með sömu tvo í efstu sætum en flugvallarbaráttumaðurinn kominn á þing og í hans stað kemur miðbæjarkaupmaður í þriðja sætið. Helstu sjáanlega baráttumál hans fram að þessu er andóf gegn Miðbæjarskipulaginu og því sem því hefur tengst. Hvort þær áherslur eiga eftir að breytast í framboði á eftir að koma í ljós.

Framsóknarflokkurinn er óbreyttur frá síðustu kosningum,helsta áhyggjuefni á þeim bænum er örugglega hvort Miðflokkurinn býður fram en nú hefur hann auglýst aðalfund sinn og þar kemur væntanlega í ljós hvort af framboði verður.

Píratar voru með prófkjör. Aðeins 27 tóku þátt og að því er virtist sjálfkjörinn oddviti þeirra lenti í öðru sæti. Við höfum ekki séð listann frá þeim enn sem komið er. Spurning hvort Einar tekur því að vera í öðru sæti, það á eftir að koma í ljós.

L-listinn sem einu sinni var hreinræktaður heimalisti án tengsla við landsmálapólitík er gjörbreyttur. Hann er nú orðinn flokkspólitískur listi með tengsl í ýmsar áttir. Nokkuð ljóst að oddvitinn sem einu sinni var bæjarfulltrúi flokksins kom við í Bjartri framtíð og er því varla hreinræktaður bæjarmaður án tengsla við flokka. Fullltrúinn í öðru sæti er hreinræktaður hægri maður úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins. L-listinn er því sannarlega annað stjórnmálaafl en þegar Oddur var heili og hjarta listans.

Samfylkingin er með breytta forustu. Vel metinn og þekktur fjölmiðlamaður af N4 tekur oddvitasætið, í öðru sæti er bæjarfulltrúi sem var í fjórða sæti á síðasta lista og í þriðja sæti er öflugur og þekktur nýliði. Það er því ferskur andvari yfir þessu framboði umfram önnur.

Vinstri grænir eru með óbreytta forustu og fátt um það að segja annað. Einhverjir bjuggust við breytingum og það var í umræðunni en það gerðist ekki og VG er því þekkt stærð í bæjarmálaumræðunni.

Miðflokkurinn er með aðalfund í næstu viku. Þá kemur ef til vill í ljós hvort þeir bjóða fram.

Flokkur fólksins hefur ekki sýnt neina tilburði til framboðs.

Viðreisn stefnir að framboði.  Það er líklegt að framboð Viðreisnar mundi höggva í fylgi Sjálfstæðisflokksins og gæti mjög líklega kostað þá bæjarfulltrúa. Fyrir hvað slíkt framboð mundi standa í bæjarmálum á Akureyri er óljóst og óþekkt.

Hvað Viðreins varðar þá segja kunnungir að þeir láti sér duga að vera hluti af L-listanum eins og leyfarnar af BF.   Það kann rétt að vera og þá er orðin áhugverð staða í stjórnmálum á Akureyri.

 


Bloggfærslur 6. apríl 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband