Vinstri grænir í úlfakreppu.

Fjöldi fólks safnaðist saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum samstöðu. Þá eru tæplega fimmtán þúsund manns í stuðningshópi ljósmæðra á Facebook.

Fundi ljósmæðra með samninganefnd ríkisins lauk í dag án nokkurs árangurs.

Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður för og saminganefndin er undir járnhæl Bjarna Benediktssonar.

Mjög margir trúðu því að þessi hnútur yrði leystur og ljósmæður fengju leiðréttingu sinna mála.

Ástæða þessarar bjartsýni er að í forsætisráðuneytinu situr Katrín Jakobsdóttir og í heilbrigðisráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir, tvær fyrrum skeleggar baráttukonur fyrir hinar vinnandi stéttir, ekki síðst kvennastéttir sem setið hafa eftir.

En þessar tvær Vinstri grænu báráttukonur hafa brugðist væntingum þeirra sem því trúðu, að þær hefðu áhrif.

Það halda sig til hlés og passa sig á að segja ekki eitt einasta orð.

Þær hafa hreinlega gufað upp að því er virðist.

Enda ráða þær og VG engu, hérna stjórnar Sjálfstæðisflokkurinn.

Sannarlega eru Vinstri grænir og sérstaklega þessir tveir ráðherra í úlfakreppu.

Væntingar til þeirra hafa beðið hið fullkomna skipbrot.


Bloggfærslur 3. apríl 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband