Hreinsunarátak á Akureyri.

Fyrsti sólarlagsdagur-8754Á næstu dögum munu starfsmenn Akureyrarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra líma aðvörunarmiða á þá hluti sem skylt er að fjarlægja. Viðkomandi eigendum verður veittur 7 daga frestur og að honum loknum munu hlutir verða fjarlægðir á kostnað eigenda.

Akureyringar eru stoltir af bænum sínum.

Bærinn hefur haft orð á sér fyrir snyrtimennsku og fallegt umhverfi.

Því miður höfum við látið nokkuð undan síga og fáeinir hafa látið umhverfi sitt drabbast niður og nú í vor er ástandið ekki eins gott og oft hefur verið.

Nú er því blásið til hreinsunarviku og skorað á bæjarbúa og fyrirtæki í bænum að taka til í nærumhverfi sínu.

Allt of víða eru númerslaus bílflök á almennum svæðum og heimalóðum.

Það er því einlægur ásetningur Akureyrarbæjar og Heilbrigðiseftirlits að koma málum í gott horf.

Hreinsunardagar verða því á tímabilinu 11. - 22. maí.

Límt verður á hluti sem eru þar sem þeim er ekki ætlað að vera og þeir síðan fjarlægðir á kostnað eigenda eftir 7 daga frest.

Tökum öll höndum saman og tökum til í bænum.

Gleðilegt fegrunarsumar.

 


Bloggfærslur 29. apríl 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 812350

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband