Alvarleg mistök lögreglu á Suðurnesjum ?

Lögreglu var óheimilt að halda Sindra Þór Stefánssyni strokufanga í fangelsi, eftir að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út. Þetta er mat sérfræðings í réttarfari. Hæstiréttur sagði slíka háttsemi vítaverða í dómi árið 2013.

______________

Mál strokufangans frá Sogni hefur nú tekið á sig sérkennilega mynd.

Farið var fram á framlengingu gæsluvarðhalds.

Dómarinn tók sér sólarhrings umhugsunarfrest.

Þar með var fanginn laus og ekkert gæsluvarðhald í gildi.

Fanginn var ekki handtekinn aftur en gert að sitja inni áfram án nokkurrar formlegarar ákvörðunar.

Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 2013 er þetta alvarleg brot á stjórnarskrá.

Lögregluyfirvöldum á Suðurnesjum virðist því hafa orðið á alvarleg mistök og brotið mannréttindi á fanganum fyrrverandi.

Samkvæmt áliti sérfræðinga þá var hann laus allra mála og mátti fara leiðar sinnar.

Væntanlega eigum við eftir að sjá nýjar hliðar á þessu máli, en enn einu sinni gerast yfirvöld á Íslandi sek um að sinna ekki formsatriðum og í þessu tilfelli brjóta mannréttindi.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gæti því verið í vondum málum, bara fyrir eindæma klaufaskap.

Það hefði aldrei frést en " fanginn " hefði ekki stungið af, sem hann sannarlega mátti ef allar fréttir af þessu furðulega máli standast.

 


Sjálftaka útgerðarmanna með stuðningi stjórnmálamanna.

2018 græðginÚtgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag.

Vælukór útgerðamanna að stunda viðskipti sín.

Þetta er kórinn sem vælir og skælir undan því að greiða veiðigjöld fyrir afnot af auðlindum þjóðarinnar.

Tugir milljarða vefjast ekki fyrir þeim þegar þeir hugsa um eigið skinn.

VG hjálpar Sjálfstæðisflokknum við að lækka álögur á þessa hópa.

Íslenska þjóðin á kvótann, þessir menn vilja ekki greiða sanngjarna þóknun í sameiginlega sjóði landsmanna.

Þess vegna á annað hvort að láta þá greiða sanngjarna þóknun við hæfi eða taka kvótann af þeim.

En það er alltaf meirihluti á Alþingi til að forgangsraða til þeirra.

Núna tryggir Vinstri hreyfingin grænt framboð að svo skuli vera áfram.

 


Sjálfstæðisflokkur Eyþórs úti á túni.

2018 sjálfstæðisfuglinnÓheimilt er að veita afslátt af fasteignaskatti án þess að taka tillit til tekna þeirra sem hans eiga að njóta. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi frá sér í gær. Kosningaloforð Eyþórs Arnalds og Sjálfstæðisflokksins í borginni um að fella niður fasteignaskatt fyrir 70 ára og eldri er því óheimilt að framkvæma.

Þá liggur það fyrir, Eyþór og Sjálfstæðisflokkurinn lofa lögbrotum.

Væntalega munu þeir kveikja á vitleysunni og átta sig á hvert þeir stefna.

Kjósendur fara varla að styðja fólk til valda sem kann ekki einföldustu leikreglur.

Þetta dæmi sýnir okkur hversu litla kunnáttu og þekkingu Eyþór oddviti hefur á lögum og reglum um sveitarfélög.

Hver ætli hafi haldið í spottann á honum austan við fjall ?


Bloggfærslur 20. apríl 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband