Fallin stjarna Vinstri grænna.

Það hafa orðið vatnaskil. VG hefur misst forystuhlutverk meðal vinstri flokka og fært Samfylkingunni það. Sem virðist hlustar á Pírata og taka eftir framgöngu þeirra á Alþingi. Píratar eru öflugasta stjórnarandstaðan á Alþingi í áratugi.

( Miðjan )

Nokkuð sama hvar litast er um á samfélagsmiðlum, flestir telja að Vinstri grænir og formaður þeirra hafi stigið yfir línu og eigi þaðan ekki afturkvæmt.

Vinstri grænir voru " vinstri " flokkurinn á þingi og samviska þess að eigin mati og fleiri.

Formaður þeirra var vinsælasti og óumdeildasti þingmaðurinn.

Langflestir eru sammála um að þetta sé horfið og Vinstri grænir séu komnir í undarlega göngu með Sjálfstæðisflokknum.

Í reynd sé ferill þeirra sem vinstri flokks á enda runninn.

Augljósar eru deilur innan þingflokksins þar sem aðeins 9 þingmenn völdu að verja lögbrjótinn í dómsmálaráðuneytinu.

Tveir af þingmönnum flokksins auk ungliðahreyfingarinnar styðja ekki formann flokksins í eyðimerkurgöngunni með Sjálfstæðisflokknum.

Leiða má líkum að því að formaðurinn, hin óumdeilda Katrín Jakobsdóttir sé fallandi stjarna á stjórnmálahimninum.

Undirlægjuháttur og fylgispekt við Sjálfstæðisflokkinn hefur aldrei virkað vel hjá vinstri og miðjuflokkum.

Sorglegt fyrir flokk sem átti val, val um að taka þátt í að breyta stjórnmálum á Íslandi en valdi að ganga í björg Valhallar og kyssa á vönd Bjarna Benediktssonar.


Bloggfærslur 7. mars 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband