Laskaður dómsmálaráðherra - handónýtir VG liðar.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra stóð rétt í þessu af sér tillögu um vantraust. 33 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 29 þingmenn stjórnarandstöðunnar og tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni. Einn þingmaður Miðflokksins greiddi ekki atkvæði.

72% þjóðarinnar og rúmlega helmingur þingmanna.

Dómsmálaráðherra er stórlöskuð og rúin trausti.

Aðeins nánustu hagsmunaaðilar studdu ráðherrann, lesist, vildu hanga á ríkisstjórnarsamstarfinu.

Ungliðar VG skoruðu á þingflokkinn að greiða atkvæði með vantrausti en aðeins tveir þeirra stóðu í lappirnar.

Ungir VG liðar vita hvað þingflokkurinn gerir við skoðanir þeirra, þeim er kastað á haugana.

9 þingmenn VG studdu lögbrjótinn í dómsmálaráðuneytinu, auðvitað vilja þau hanga á mjúku vellaunuðu stólunum sínu.

Dómsmálaráðherra er stórlaskaður, ríkisstjórnin er veikari og þingflokkur VG varð sér til skammar, hefur komið fram að yfir 90% kjósenda þeirra vildu að ráðherrann segði af sér.

Og að lokum og ekki síst, hin vinsæli formaður VG hefur opinberað á sér hlið sem getur aðeins orðið til að hún er fallandi stjarna í íslenskum stjórnmálum.

 


Hrokafullur fjármálaráðherra. Siðferði VG.

Þeir ráðherrar sem fréttastofa ræddi við fyrir ríkisstjórnarfundinn í morgun voru flestir sammála um að vantrauststillaga Pírata og Samfylkingar á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, yrði felld. „Þetta er margboðað og það hlaut að koma að því að þau söfnuðu kjarki í að leggja þetta fram,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.

Hroki fjármálaráðherra er samur og jafn.

Hefur ekkert með kjark að gera heldur skoðun á afstöðu stjórnarþingmanna til lögbrjótsins í dómsmálaráðuneytinu.

Sennilega nær þessi tillaga ekki fram að ganga.

Allir vita afstöðu Sjálfstæðis og Framsóknarflokks til siðferðis í stjórnmálum.

Þar hefur ekkert breyst og mun ekki breytast.

Það sem öllum verður ljóst eftir svona atkvæðagreiðslu hver afstaða þingmanna VG er til siðferðis í stjórnmálum.

Grunur leikur á að sú afstaða hafi tekið breytingum í bólinu með íhaldsflokkunum.

Það mun þjóðin síðan fá staðfest ( eða ekki ) eftir þessa vantrauststillögu.


Bloggfærslur 6. mars 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818069

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband