Samfylkingin að jarða Sjálfstæðisflokk Eyþórs ?

9f08deecb8ee4e77d509c85890c6a3b4Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri könnun, sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið. Könnunin var gerð dagana 15. febrúar til 11. mars. Gengið verður til kosninga laugardaginn 26. maí og þá verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins fær meirihlutinn 13 borgarfulltrúa en minnihlutinn 10.

Samfylkingin er með mest fylgi í Reykjavík.

Fylgi hennar nálgast nú metfylgið frá því síðast.

Sjálfstæðisflokkurinn rís aðeins en þó er hann örugglega langt undir væntingum nýrra frambjóðenda. Framboðið er greinilega ekki að selja neitt og væntanlega eru Sjálfstæðismenn á taugum þessa dagana.

Framsókn hverfur af sjónarsviðinu ásamt Bjartri framtíð. Framsókn mælist með pilsnerfylgi.

Tveir smáflokkar slefa inn einum manni í þessari könnun Viðreisn og Miðflokkurinn og ljóst er að hinn málglaði oddviti Miðflokksins er ekki að verða borgarstjóri eins og hún taldi einboðið fyrir skömmu.

Píratar eru í góðum málum.

VG er með rúmlega 10% fylgi í þessari könnun.

Það er gríðarlegt fall frá könnun hjá sömu aðilum í sumar þar sem flokkurinn mældist með 20,8% fylgi.  Líklega er samstarfið við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn farið að bíta flokkinn í bakið. Helmingsfall á rúmlega hálfu ári hringir vafalaust bjöllum í nýja hægri flokknum.

En það eru spennandi tímar framundan í borginni.

 

 


Bloggfærslur 15. mars 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband