Siðblindur Messías í framboði.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í viðtali við Guðmund Örn Ragnarsson á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega í gær. Guðmundur sagðist trúa því að Eyþór sé útvalinn af Guði til að leiða borgina — og síðar landið sem forsætisráðherra. Horfðu á nokkur yfirnáttúruleg brot úr viðtalinu hér fyrir ofan.

Ýmislegt hefur maður nú séð í kosningabaráttu í gegnum árin.

En að hafa séð sjálfan Messías mættan í viðtal hjá Omega hefur ekki gerst áður.

Satt að segja fékk maður vondan aulahroll við að hlusta á þetta, sérstaklega að sjá stjórnmálamann sem vill láta taka sig alvarlega meðvirkan í svona uppákomu.

Óttalega er EA siðblindur og ódýr að taka þátt í svona fávisku.

En kannski trúir hann sjálfur að hann sé Messías endurborinn, valinn til að taka við borg og síðan ríki samkvæmt umboði frá guði.

Ég spilaði þetta tvisvar til að trúa mínum eigin eyrum.

Ja-hérna.


Leyndarhyggja Sjálfstæðisflokksins.

„Í ljósi ríkr­ar rann­sókn­ar­skyldu stjórn­valda, af hverju hef­ur málið ekki verið skoðað bet­ur og upp­lýst í gegn­um tíðina? Þar sem að hæst­virt­ur fjár­málaráðherra er nú orðinn býsna þekkt­ur af því að fela gögn og stinga skýrsl­um und­ir stól, af hverju ætti þjóðin að trúa því að hæst­virt­ur fjár­málaráðherra og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra hafi ekki vitað neitt um málið?“

(mbl.is)

Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir að leyna upplýsingum.

Formaður hans er þekktur fyrir að stinga skýrslum undir stól.

Formaður Sjálfstæðisflokksins er þekktur fyrir að svara ekki fyrirspurnum.

Í morgun kom hann sér undan því með útúrsnúningum.

Hér á sér stað alvarlegt brot á alþjóðasamingum og honum virðist á sama standa.

VG lætur sér vel líka og gerir engar athugasemdir.

Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og formaðurinn ætla að þegja þunnu hljóði eins og vanalega.


mbl.is Ekki ráðherra að fara yfir farmskrárnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband