Þingflokkur Miðflokksins varð sér til skammar.

Þing­menn Miðflokks­ins fara hörðum orðum um kven­kyns stjórn­mála­menn á upp­töku sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um og gant­ast með að stjórn­mála­kona hljóti að „hrynja niður“ próf­kjörslista vegna þess að hún sé ekki jafn „hot“ og áður.

Það er ljóst að þingflokkur og formaður Miðflokksins hrapar af stalli.

Hafa orðið sér til háborinnar skammar og í reynd eiga þeir ekkert erindi á þing þar sem virðing þingmanna skiptir öllu máli og er ekki á bætandi vantraust þjóðarinnar til þeirrar stofnunar.

Þingflokkur Miðflokksins virðist vera samansafn að hrokafullum karlpungum og konum sem tala niðrandi og af lítilsvirðingu um félaga sína á Alþingi.

Sumir þeirra kunna að skammast sín og biðjast afsökunar.

Gunnar Bragi virðist átta sig á því að hann varð sér til skammar sem eru nokkur tíðindi.

En formaður flokksins er við sama heygarðshornið, hefur mestar áhyggjur af því hvernig þetta ratar í fjölmiðla.

Virðist ekki átta sig á siðleysinu frekar en oft áður.

Líklega er þetta bara fjölmiðlunum að kenna.

Víða erlendis væri ekkert annað í boði fyrir þingmenn sem svona haga sér að segja af sér þingmennsku.

En líklega er það ekki í kortum á Íslandi þar sem enginn þarf að axla ábyrgð á einu né neinu.

En þá veit þjóðin innrætið og gefur væntalega rauða spjaldið í næstu kosningum.

Vandi Flokks fólksins er sýnu mestur, það er erfitt þegar verður trúnaðarbrestur í fámennum þingflokki.


mbl.is Ekki jafn „hot“ og áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband