Gerlagengi Sjálfstæðisflokksins.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri ekki nýtt af nálinni að borgarbúar vissu ekki af alvarlegu máli sem þessu. „Borgarbúar vissu heldur ekki af skólpmenguninni svo vikum skipti hér í Reykjavík í sumar. Í ljósi þess mætti halda að meirihlutinn hefði ekkert lært af því máli.

Halldór Halldór tilkynnti í borgarstjórn að það þyrfti að ÞRÍFA  allt vatn.

Málefnastaða Sjálfstæðisflokksins er afar bágborin og þeir stökkva á hin ýmsu mál og mótmæla hástöfum.

Ekki alveg á hreinu hverju þeir eru að mótmæla, vita það ekki alveg sjálfir.

Helst má á þeim skilja að mengun vatnsbóla sé meirihlutanum að kenna.

Ekki nýtt í fátæklegum málflutningi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Nú bíða allir spenntir eftir því hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi einhver stefnumál eða hvort þeir ætla aðeins að finna sér eitthvað til að skammast yfir.

Flest bendir til að svo gæti orðið því ekki sér fyrir endann á hver verður oddviti af fátæklegum prófkjörlista flokksins.


Ísavía forgangsraðar á kostnað landsbyggðarflugvalla.

Fjör á flugvellinum-8388Á næstu þrem­ur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með inn­an­lands­flug­kerfið og setja þarf frek­ari fjár­muni í upp­bygg­ingu flug­valla á lands­byggðinni eigi ekki að þurfa að loka völl­um og leggja inn­an­lands­flugið niður að ein­hverju leyti. Þetta seg­ir Björn Óli Hauks­son, for­stjóri Isa­via, en fé­lagið hélt morg­un­fund í dag þar sem rætt var um framtíð inn­an­lands­flugs.

Það dylst engum að Isavia og stjórnvöld forgangsraða á kostnað landsbyggðarflugvalla.

Stærstur hluti þess fjármagns sem notað er fer til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli.

Var á kynningarfundi í Keflavík fyrir nokkrum misserum og sá kynningu á metnaðarfullri uppbyggingu þar.

Ég var forvitinn um hvaða áform væru uppi með landsbyggðarflugvellina, þá var þegar orðið ljóst að t.d. að stjórnvöld voru að draga lappirnar í fjárveitingum til flughlaðs á Akureyri.

Í stuttu máli, það varð fátt um svör og engin kynning til reiðu til að fræða mig um uppbyggingu úti á landi og áform tengd innanlandsfluginu.

Þessi fundur í morgun er í sjálfu sér aðeins staðfesting á því hver staða innanlandsflugs og innanlandsflugvalla er.

Engin stefna til og inniviðir og búnaður flugvalla úti á landi grotnar niður.

Það er ábyrgðarhluti að hér sé stefna sem miðar eingöngu að því að byggja upp Keflavíkurflugvöll.

Annað er hunsað og engin stefna eða áform í gangi.

Og hætt við að engin breyting verði þar á með sömu valdhafa við stjórnvölinn.

En að málin séu rædd af hreinskilni er þó skref framávið og eykur vonir um að tekið verði á þessum málum af festu.

 


mbl.is Gætu þurft að loka flugvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 818041

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband