Á hvaða leið erum við ? Spilling eykst á Íslandi.

2017 stealingSíð­ast­liðin átta ár hefur leiðin legið hratt niður á við hjá Ís­landi og árið 2013 féll 80 stiga múr­inn þegar Ísland lenti í 12. sæti, með­ að­eins 78 stig. Aðferða­fræði Tran­sparency International sækir upp­lýs­ingar sín­ar til allt að 12 mis­mun­andi grein­ing­ar­fyr­ir­tækja og stofn­ana er sér­hæfa sig í rann­sóknum á stjórn­ar­fari og stjórn­un­ar­vísum í löndum heims. Hvað Ísland varð­ar­ voru not­aðar fimm gagna­upp­sprettur og var ein­kunna­gjöf þeirra: 87, 83, 65, 89 og 73.

Á hvaða leið er Ísland og af hverju ?

Fyrir rúmum áratug var talin minnst spilling á Íslandi, við vorum í fyrsta sæti yfir spillingarminnstu löndin.

Á síðastliðnum átta árum hefur sigið mjög á ógæfuhliðina, Ísland mælist nú í 13 sæti, neðst Norðurlandanna.

Kannski hefur ekkert breyst. Kannski er þetta bara orðið sýnilegra. Pólitísk spilling og fyrirgreiðsla hefur grasserað í þjóðfélaginu í áratugi.

Við sem erum orðin eldri vissum alltaf af því að það var betra að vera fylgismaður Framsóknarflokksins á Akureyri og Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. Það auðveldaði lífið og tryggði aðkomu að ýmsu fremur en þeim sem völdu aðra kosti.

En þetta var víst ekki spilling, þetta var bara þjóðarsálin.

Maður hefði trúað því að hrunið lagaði ýmsislegt og Íslendingar færu að líta í eigin barm og t.d. að fara í að útrýma spillingu og fyrirgreiðslu.

Það var jú stóri áhrifavaldurinn í hruninu.

En staðan núna að það hefur sigið á ógæfuhliðina, við förum hratt niður spillingarlistann samkvæmt mælingum.

En kannski er þetta bara orðið sýnilegra og ekki eins gott að fela það og var.

Líklega er það málið.


Bloggfærslur 3. ágúst 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband