Ferð um hið stórkostlega hálendi.

Öskjuferð í júlí 2013-9814Á Íslandi er ekki vandi að ferðast og sjá fagra og frábæra staði. Stórkostlegan hálendishring er hægt að fara á einum vænum degi, 12 – 15 klukkustundum. Ferðin hefst við gatnamót þjóðvegar 1 á Mývatnsöræfum. Stefnan er tekinn sem leið liggur til suðurs eftir þokkalegum vegarslóða. Vegurinn er oft harður og á þurrum dögum er oft lítið skyggni vegna þess að rykið er gríðarlegt. En satt að segja er þetta hluti af hálendisrómatíkinni, holunar og rykið. Fyrsti staðurinn á leiðinni þar sem vert er að stöðva er á Ferjuásnum, þar sem ferjan á Jökulsá á Fjöllum var staðsett. Þegar maður horfir á kolmórauða Jöklu veltir maður því stundum fyrir sér hvernig í ósköpunum mönnum tókst þó oftast nær að komast slysalaust yfir þetta gríðarlega vatnsfall. Eftir stuttan stans á Ferjuásnum er ferðinni haldið áfram. Farið er um Grafarlönd og yfir Grafarlandaá þar sem smalamenn fyrri ára háðu oft erfiða baráttu við náttúröflin í smalamennsku á haustin og fyrri hluta vetrar. Frægastur þeirra er vafalaust Fjalla Bensi sem var orðin lifandi goðsögn löngu fyrir lát sitt. Ekki má doka of lengi við einstök atriði því löng leið er framundan. Ekið er í hendingskasti eins og leið liggur að Lindaá. Hún er breið en þægileg yfirferðar síðan lokað var á að Jökla næði að renna í hana við Herðubreiðarlindar. Þangað erum við nú komin eftir að hafa komist klakklaust yfir Lindána. Herðubreiðalindir erum dásamleg vin í eyðimörkinni. Tærir lækir skoppa yfir kletta og hraun og bökkum þeirra vex stórvaxinn hvönn, og blágresi og eyrarrós eru víða. Í lindunum eru skálar Ferðafélags Akureyrar og þar er oft fjölmennt. Rétt norðan við skálann er Eyvindarkofi þar sem útilegumaðurinn frægi hélt til einn vetur við heldur bág kjör. Ekki er löng viðdvöl í Lindunum og ekið til suðurs í átt til Öskju. Farið er með Herðurbreiðartöglunum og yfir vikrana miklu sem kaffærðu hraunin sem þarna voru í gosinu mikla 1875. Askja er stórkostlegur staður. Þar hafa orðið mikið og stór eldgos í aldanna rás en árið 1875 urðu þar einar stórkostlegust náttúrhamfarir á Íslandi. Gríðarlegt sprengigos þeytti ösku upp í heiðhvolfið og féll aska frá þessu gosi á Norðurlöndum og Rússlandi og víðar. Á næstu áratugum myndaðist þarna í framhaldi af þessu dýpsta vatn Íslands Öskjuvatn. Það er yfir 200 metrar á dýpt og myndaðist þegar jarðskorpan hrundi eftir risagosið. Allt er svæði sundursoðið af eldi og brennisteini. Frægasti atburður sem þarna hefur átt sér stað er þegar tveir þýskir vísindamenn hurfu gjörsamlega árið 1907. Annars er Öskjusvæðið eitt stórkostlegasta undur íslenskar náttúru og þarna þurfa menn að stoppa í marga daga ef skoða á allt sem fyrir augu getur borið. En við erum bara í dagsferð og því er ekki til setunnar boðið. Ekið er aftur til baka út Öskjuopið yfir hraunið úfna sem rann í síðasta gosi þarna árið 1961. Þar er snúið til suðurs með Dyngjufjöllum að austan, framhjá Dyngjuvatni sem fór að myndast þarna eftir gosið mikla 1875, líklega hefur vikurinn lokað fyrir lækina sem renna frá fjöllunum. Farið er suður fyrir fjöllin og til vesturs og sveigt norður Dyngjufjalladal. Algjörlega gróðurlaus dalur á milli Dyngjufjalla og Dyngjufjalla ytri. Í dal þessum eru víða fallegar klettamyndanir og stór björg hafa oltið frá hlíðunum og eru eins og smáhús um alla sanda og sléttur, sérkennilegt að sjá þetta í ljósakippunum. Í dalnum er skáli sem Ferðafélagið komi fyrir með dyggri aðstoð ameríska hersins. Nú styttist í að við lokum hringnum. Við tekur frekar stutt en afar seinfarin leið um Suðurárbotna til Bárðardals. Það hafa margir Öskjufarar endað ferð sína í Svartárkoti í Bárðardal en það er sá bær sem næst liggur Öskju. Suðurárbotnar eru afar gróið land og þarna voru bæir til forna sem getið er í sögum. Frægastur þeirra er Hrauntunga. Það er ekki að efa að margir hafa fagnað því að komast í græn grös eftir margra daga ferð um svarar auðnir hálendisins.


Björt framtíð og búvörusamningurinn.

2017 brúðkaupiðEkki stendur annað til en að stjórnvöld standi við búvörusamning sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust, að sögn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segir mikilvægt að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda.

Bjarni Ben ætlar að standa við búvörusaminginn.

Honum er slétt sama hvað samstarfsflokkunum finnst um það, þeir bara hlýða.

Allir muna samt hvað þessir tveir flokkar hafa sagt í þessu máli.

Viðreisn vill endurskoða landbúnaðarkerfið.

Björt framtíð lafði á þingi í síðustu kosningum m.a. með því að taka harða afstöðu gegn búvörusamningnum.

En nú er breytt umhverfi. Kosningamálin löngu gleymd hjá Bjartri og ráðherra flokksins ætla að njóta mjúkra ráðherrastólanna eins lengi og sætt verður.

Það byggir auðvitað á því að fara bara eftir því sem leiðtogi lífs þeirra BB segir og vill.

Þeir vita sem er að þetta langsíðasta tækifæri þeirra í pólitík, BF hefur runnið sitt skeið á enda.


Bloggfærslur 21. ágúst 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818055

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband