Þjófur í paradís ? Costcohremmingar.

CostcoÍ gær fór ég í fyrsta sinn í Costco. Ekki í frásögur færandi, bara einn af tugum þúsunda sem þangað hafa farið.

Reyndar var fátt heillandi þarna, þó vafalaust ódýrt og sanngjarnt.

Það var ekki margt fólk að prika þarna um, í hillum bar að líta ýmiskonar vöruflokka, margt að því fæst hjá kaupmanninum á horninu en sumt framandi frá útlöndum.

Þó er þetta ekki verslun sem ég mundi mæta í til daglegra innkaupa, til þess er hún allt of stór og of mikið vesen að finna sér bílastæði og reyndar afskekkt fyrir flesta höfuðborgarbúa.

Sennilega er það helsti kostur Costco að hún þrýstir niður verði á innkaupakörfu heimilisins, líka á landsvísu.

En í þessa búð ætla ég aldrei aftur.

Kannski viðkvæmni hjá mér en ég kann því afar illa að við útganginn bíða tveir starfsmenn, taka af þér innkaupastrimilinn og bera saman við það sem er í körfunni.

Þjófatékk heitir þetta, og veit ekki til að þetta annarsstaðar í verslunum á Íslandi.

Ég ætla ekki að mæta í verslun sem meðhöndlar mig sem líklegan þjóf.

Kannski viðkvæmni hjá mér en mér var misboðið.

Takk fyrir viðskiptin.


Bloggfærslur 18. ágúst 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband