Kvótagreifar fitna eins og púkinn á fjósbitanum.

„Þetta er gríðarlegt högg fyr­ir bæ­inn. Ég myndi áætla að þarna væru und­ir 150 störf ef tek­in eru með af­leiddu störf­in.“ Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness í sam­tali við mbl.is, í kjöl­far ákvörðunar HB Granda um að segja upp 86 starfs­mönn­um þar í bæ.

Hér kristallast allt það sem er vont við kvótakerfið og afleiðingar þess.

Gróðaöfl sölsa undir sig kvóta byggðanna með því mikla fjármagni sem þau ráða yfir.

Td er Grandi nú að greiða eigendum sínum tvo milljarða í arð.

Þetta höfum við séð áður, stór fyrirtæki kaupa önnur minni í dreifbýlinu og flytja síðan eftir geðþótta hingað og þangað, þar sem þeir geta hámarkað gróðann og glatt eigendur sínar.

Eftir sitja byggðalög, fjölskyldur og einstaklingar í sárum.

Gömul saga og ný og enn fitna þeir stærstu á kostnað hinna.

Kvótakerfið er óréttlátt og óhagkvæmt fyrir fólkið í landinu.

Fáir stórir fitna á kostnað þeirra smærri.

Hversu lengi ætlum við að viðhalda þessu óréttláta og ómanneskjulega kerfi ?

 


mbl.is „Gríðarlegt högg“ fyrir Akranes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband