Niðurstaða kosninga gefur fáa möguleika.

Full­trú­ar fjög­urra stjórn­mála­flokka, sem stefna að því að mynda nýja rík­is­stjórn, munu hitt­ast á fyrsta form­lega fundi stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðnanna á heim­ili Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Syðra-Lang­holti í Hruna­manna­hreppi, í dag.

Niðurstaða kosninganna gefa fáa möguleika misslæma eða góða eftir atvikum.

Ljóst er að enginn hinna flokkanna hefur áhuga á að hafa Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn með, helsta ástæða fortíð formanna þeirra.

Nú er verið að reyna að koma á fjögurra flokka stjórn með formlegum hætti.

Í upphafi var talað um allt að sex flokka sem var líklega óraunhæf hugmynd frá upphafi.

Kjósendur hafa stillt málum upp með þeir hætti að á Íslandi verður aðeins hægt að mynda ríkisstjórnir um að redda daglegu amstri, og færa til áherslur í velferðarmálum og málefnum innviða samfélagins og kannski smávegis í viðbót.

Það mun ekki verða hægt að mynda ríkisstjórnir um nýja stjórnarskrá, ný utanríkismál, nýtt Ísland og allt það sem færir okkur nær Norðulöndum og Evrópu.

Fjöldi flokka og dreifð hugmyndafræði gerir það að verkum að nú erum við bara með reddarastjórnir, ekki ríkisstjórnir sem móta framtíð til lengri framtíðar.

Það er sá raunveruleiki sem við búum við í dag.

Auðvitað er ég óhress með það, sem hef haft áhuga á að Íslenskt þjóðfélag færist til þess raunveruleika sem íbúar í Norður Evrópu búa við.

En ég verð líklega að bíða enn um hríð.

Meirihluti kjósenda vill hafa þetta svona.


mbl.is Funda heima hjá Sigurði Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 818036

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband