Hvernig ríkisstjórn viljum við fá ?

2017 könnun okt viku fyrirHeild­ar­fjöldi í úr­tak­inu var mun stærri en í síðustu könn­un­um Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar, 3.900 manns. Fjöldi þeirra sem af­stöðu tóku til fram­boða var 1.940 eft­ir vigt­un, en þar fyr­ir utan ætlaði 71 að skila auðu, 10 ekki að kjósa, 309 svöruðu „veit ekki“ og 57 vildu ekki svara; sam­tals 2.396.

Kosningarnar núna snúast um það hvernig ríkisstjórn viljum við hafa næstu árin ( vonandi )

Könnun Félagsvísindastofnunar er að mörgu leiti nokkuð lýsandi fyrir þann átakapunkt.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að tapa nokkru fylgi, en að vonum minna eftir alla þá skandala sem hafa umlukið hann að undanförnu.

VG var að mælast með allt að 30% fylgi á tímabili en sannarlega var það eitthvað sem yrði frekar ólíklegt þegar upp væri staðið. Þó mun flokkurinn bæta verulega við sig og stórsigur ef hann næði að vera ofan 20% marksins

Samfylkingin er á góðu róli og gæti enn bætt við sig á lokasprettinum. Lykillinn að ríkisstjórn frá miðju til vinstri verður varla að veruleika nema X-S fái góða kosningu.

Miðflokkurinn sem er ekkert annað en SDG gæti skrapað sér nokkuð fylgi en munu ekki ná 10% markinu. Framsókn siglir neðarlega og ekki að undra eftir þá útreið sem flokkurinn hefur fengið frá fyrrum formanni. Hvorugur þessara flokka er líklegur til að vera í ríkisstjórn. Sennilega leitun að flokkum sem nenna að starfa með SDG og Framsókn þarf að safna liðinu saman og það gerir stöðu þeirra þrönga til stjórnarmyndunar.

Píratar eru mikið að gefa eftir, ekki lengur " inn " eins og var í aðdraganda síðustu kosninga. Það var dálítið eins  og MALTIÐ hafi horfið úr framboðinu með Brigittu. Gætu þó náð að halda þessari stöðu, vonandi.

Viðreisn er enn að njóta formannsskipta og þeir gætu haldið sér inni á Sjálfstæðismönnum sem alls ekki geta hugsað sér að koma heim aftur. Að mínu mati 50% líkur á að þeir nái að halda sér á þingi.

Flokkur fólksins er horfin úr baráttunni. Afneitun rasisma og skortur á málefnum og sérstöðu gerir það að verkum að þeir ná ekki manni, eins og ég hef reyndar haldið fram um nokkurn tíma.

BF er horfin og á enga möguleika enda blasir tilgangsleysi þessar hreyfingar við öllum.

Það eru tveir alvöru ríkisstjórnarmöguleikar í boði, og þó varla nema einn.

VG og Sjálfstæðisflokkur fara ekki saman, aðrir flokkar á hægri vængnum hafa ekki styrk eða getu til að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Samkvæmt könnunum virðist sem þjóðin sé að velja sér að hér verði mynduð félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri.

Til þess að svo verði þurfa VG og Samfylking að hljóta góða kosningu. Smáflokkadreif á þingi hefur gert þetta erfitt undanfarin ár.

Nú er möguleiki, því þurfa allir að mæta á kjörstað og kjósa, að sitja heima styrkir valdaöflin í þjóðfélaginu.

Allir á kjörstað þann 28. okt.


mbl.is Vinstri grænir lækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband