Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill heimilslausa á tjaldsvæðin.

Meðal tillagna minnihlutans er að lækka tafarlaust gjöld á langtímaleigu hjólhýsa í Laugardalnum.

Þá vitum við það.

Minnihlutinn í Reykjavík vildi boða til fundar því þörf var á tafalausum aðgerðum í málefnum heimilislausra.

Satt og rétt, mikil þörf er á aðgerðum til að bæta það ástand.

Tilaga Eyþórs, Vigdísar og félaga var að lækka leigu á hjólhýsasvæðum í Laugardalnum.

Ekki annað hægt að skilja að tillögur þeirra byggi á að koma sem flestum á tjaldsvæðin í Laugardal.

Ekki undarlegt að þurft hafi að boða til neyðarfundar til að koma þessari frábæru hugmynd í loftið.

Takk Eyþór og Vigdís, þetta er snilld.


Ríkisstjórnin á leiðinni í stríð á vinnumarkaði.

jarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýnir verkalýðshreyfinguna harðlega í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir margar af kröfugerðum verkalýðsforingja ekki eiga heima í kjaraviðræðum. „Menn láta ekki segja sér fyrir verkum. Fæstar af þessum yfirlýsingum snúa að því sem á að ræða við samningaborðið,“ er haft eftir Bjarna. „Kjaraviðræður á almenna markaðnum snúast um kaup og kjör en eiga ekki að snúast um sífellda kröfugerð á stjórnvöld.“

Bjarni Benediktsson lætur glamra í vopnum, hann er á leiðinni í stríð við verkalýðshreyfinguna.

Hann og félagar hans í elítunni eru búnir með allt svigrúm til launahækkanna, ekkert eftir handa þeim óbreyttu á gólfinu.

Persónlega fékk hann 45% hækkun og boðar að nú sé ekkert eftir handa verkafólki með 300.000 á mánuði.

Hækkuninn hans persónulega var hærri en þau heildarlaun.

Það er ljóst að þessi ríkisstjórn á sér ekki langra lífdaga auðið ef ríkisstjórnin þar með taldir VG liðar eru sama sinnis.

Bjarni getur ekki unnið stríð við verkalýðshreyfinguna með hroka og stærilæti.

Líklega væri skynsamlegt að slíta þessari ríkisstjórn og mynda nýja sem hefur aðrar og betri áherslun en hinn hrokafulli fjármálaráðherra.


Ábyrgð Alþingis og alþingismanna.

„Vegirnir hafa verið að grotna niður síðan eftir hrun,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Það er virkilega þörf á þjóðarátaki til að ná endum saman. Þetta er mjög dapurt. Sem betur fer eru menn aðeins að spíta í lófana en betur má ef duga skal.“ Töluvert hefur vantað upp á viðhald vega undanfarin ár. Á sama tíma og ferðamönnum hefur fjölgað hefur dregið saman í viðhaldi vegakerfisins.

Ástand vega á Íslandi er hörmulegt.

Er hvergi verra í Evrópu segir framkvæmdastjóri FÍB.

Það er örugglega ekki ofmælt, á hvert sinn sem farið er út á þjóðvegi landsins finnur maður fyrir stöðunni.

Holur, skemmdir vegkantar, óheflaðir malarvegir, slysagildrur á einbreiðum brúm og svo mætti lengi telja.

Viðhald og uppbygging vegakerfisins er síðan sorgarsaga.

Helmingi þess fjár sem ætlað er til vegakerfis og viðhalds þess er hreinlega stolið á Alþingi og það sett í annað.

Ábyrgð ráðherra og alþingismanna er mikil og framkoma þeirra við gerð fjárlaga er næstum glæpsamleg.

Þeir bera ábyrgð á vegakerfi sem er að grotna niður og þótt aðeins hafi verið bætt í þá vantar enn mikið á að þeir skattar sem landsmenn eru að greiða til þessa kerfis skili sér.

Áfram er því stolið á Alþingi, hvert það fer veit enginn.

Vegakerfið á Íslandi er í anda þriðja heims vegakerfa, sennilega þó heldur verra ef eitthvað er.

Alþingi og ráðherrar hafa tækifæri til að taka til í eigin ranni og í það minnsta að skila því fé sem ætlað er til vegamála í stað þess að taka það ófrjálsri hendi.

Það væri góður áfangi og stórt skref til úrbóta þó væntalega vanti mikið á að þangað sé hægt að sækja þá milljarðatugi sem vantar til viðhalds og uppbyggingar, svo ekki sé talað um nýframkvæmdir.

En það er varla hægt að leyfa sér að vera bjartsýnn á áherslubreytingar með þennan samgönguráðherra og þennan fjármálaráðherra.

Það par er  ekki líklegt til að horfa til aukinna fjárframlaga og uppbyggingar.

Því miður.


Ásmundur Einar Dalaprins slakastur.

Mjög misjafnt er hversu vel ráðuneytin hafa staðið sig í að birta yfirlit úr dagskrám ráðherra. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum 9. mars að birta vikuleg yfirlit úr dagbókum ráðherra til að auka gagnsæi. Þar átti að koma fram hverja ráðherra hittir, hvaða fundi ráðherra sækir og yfirlit um ræður og viðtöl, meðal annars. Forsætisráðherra er eini ráðherrann sem hefur birt yfirlit fyrir næstu viku en félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ekkert birt síðan í apríl.

Núverandi ríkisstjórn þykir verklítil og litlaus.

Hún ákvað sjálf að taka upp nýja siði og birta yfirlit frá ráðuneytum.

Nokkir standa sig ágætlega enda ekki langt síðan þetta var ákveðið.

Skemmtilegt að veita kjósendum innsýn í það sem er á döfinni og er að gerast.

En þetta er eins og flest að koðna niður í framtaksleysi og sumir fóru að klikka fyrir mörgum mánuðum.

Slakastir eru Guðlaugur Þór og Dalaprinsinn Ásmundur Einar.

Þeir félagar hafa ekki lagt neitt til málanna síðan í apríl og byrjun maí.

Það er svosem engu logið á félagsmálaráðherra, sem þykir verklítill og framtakslaus.

Kannski er utanríkisráðherra mjög upptekinn í útlöndum.


Dúkkulísan Steingrímur Jóhann

Það er ljóst að stór­kost­leg mis­tök voru gerð við und­ir­bún­ing hátíð­ar­fundar Alþingis á Þing­völlum þann 18. júlí sl. Ábyrgðin á þessu klúðri liggur fyrst og fremst hjá Stein­grími J. Sig­fús­syni for­seta Alþing­is, en hann virð­ist hafa misst sjónar á eðli og til­gangi hátíð­ar­funda af þessu tag­inu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um "hátíðarfundinn" á Þingvöllum.

Flestum er það ljóst að þar klúðraðist flest sem klúðrast gat.

Almenningur átti enga aðkomu að fundinum nema í mikilli fjarlægð undir strangri löggæslu.

Fundurinn var uppstillt grobbsamkoma þar sem elítu Íslands og Norðurlanda var boðið að sýna sig og sjá aðra.

Þjóðin greiddi þessar tæpu 100 milljónir með sköttunum sínum, greiddu fyrir eitthvað sem skilur ekkert eftir sig nema súrar minningar um mistök og leiðindi.

Ábyrgðin liggur hjá forseta Alþingis sem leiddi undirbúning þessarar samkomu.

Mistök á mistök ofan eru Steingríms.

Til að kóróna vitleysuna legst hann í duftið og biðst afsökunar á þingmönnum og almenningi sem mótmælti rasískum gesti sem mætti dulbúinn í gerfi þingforseta Danmerkur.

Hvað hefur komið fyrir þennan fyrrum sósíalista, ræðukóng og baráttumann fyrir tjáningarfrelsi og talsmanns réttlætis.

Hann hefur umbreyst í snobbaða undirlægju sem tekur form og hefðir framyfir skynsemi og réttlæti.

Hvernig breytast harðlínusossar í bleikrauðar dúkkulísur ?

Eina skýringin sem ég sér er að Steingrímur hefur verið allt of lengi á þingi, búinn að tapa öllu jarðsambandi og lifir fjarri öllum raunveruleika í snobbheimum elítunnar.

Þegar gagnrýnt er snýst hann öndverður og sér ekki raunveruleika málsins.

Það var niðurlægjandi að sjá forseta Alþingis biðjst afsökunar á löndum sínum, sem mótmæltu friðsamlega, mistökum hans.

 


Hugleysi stjórnmálamanna á Íslandi.

„Þegar langreyðaveiðarn­ar byrjuðu aft­ur fund­um við strax fyr­ir mik­illi and­stöðu er­lend­is. Við höf­um aldrei, öll þessu átján ár sem ég hef rekið mitt fyr­ir­tæki, fengið jafn­mik­il viðbrögð og út af þess­ari veiði. Fólk er bara reitt og seg­ir að það eigi ekk­ert að veiða blend­ings­hval frek­ar en steypireyði. Það er ekk­ert leyfi fyr­ir því held­ur.“

_____________________

Það er stórmerkilegt hvernig einn maður getur stjórnað stjórnmálamönnum á Íslandi.

Hvalur hf og Kristján Loftsson hafa hreðjatak á íslenskum stjórnmálamönnum.

Þeir láta það viðgangast að verja hagsmuni Hvals hf í drep, þrátt fyrir að það gangi þvert á stærri og miklu meiri hagsmuni þjóðarinnar.

Þeir láta það viðgangast að Hreinn Loftsson og Hvalur hf rústi áliti Íslands erlendis, og þrátt fyrir að allir viti að kjötið fari í besta falli í hundafóður í Japan ef það er þá á annað borð unnið.

Stjórnmálamenn á Íslandi sýna af sér einstakt hugleysi að stöðva ekki þessar tilgangslausu veiðar.

Hvaða tök eru það sem þessi innvígði sjálfstæðismaður hefur á stjórnmálamennina. Þeir eru skíthræddir við hann og þora ekki að aðhafast.

Nú reynir á stóru orðin hjá VG, en ef til fáránlegt að vonast til þess að þar gerist nokkuð.

Sjálfstæðisflokkurinn og KL ráða för.

 

 


mbl.is Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar voru 7.000 almennir gestir ?

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, vék úr sal í mót­mæla­skyni þegar Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þjóðþings­ins, ávarpaði gesti hátíðar­kvöld­verðar á Hót­el Sögu í fyrra­dag.

Það hefur farið fram mikil umræða vegna fáeinna þingmanna sem ekki mættu og eins sem tók sér fundarhlé.

En enginn, hvorki þingforseti eða fjölmiðlar hafa velt því fyrir sér hvar þeir 7.000 almennu gestir sem löggæslan og þeir sem skipulagðu þessa hátíð gerðu ráð fyrir.

Persónulega finnst mér það meiri tíðindi en að nánast enginn mætti til að berja þessa samkomu augum, fáeinir ferðamenn og 100 til 200 sem kíktu við.

Þegar hátíðaruppákomur hafa verið á Þingvöllum mæta mörg þúsund til að fyljast með.

Af hverju nánast enginn núna ? Enginn veltir því fyrir sér.

Að vísu var tíminn vandlega valinn til að gera almenningu illkleyft að mæta.

Vinnudagur, sumarleyfistími, snobbuð dagskrá, kannski ?

En forseti Alþingis og ræðumaður dagsins hafa kosið að horfa til þessara fáeinu þingmanna sem féllu ekki að smekk og vilja þeirra.

Engin umræða um þá staðreynd að þjóðin mætti ekki til leiks.

Af hverju ?


mbl.is Brá sér einnig frá í kvöldverðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

80 milljóna skandallinn.

Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og tveir þingmenn Vinstri grænna, Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, klæddust límmiðum sem á stendur „Nej til racism,“ eða „Nei við kynþáttahatri.“ Hvorki Rósa Björk og Andrés Ingi hafa lýst yfir stuðningi við núverandi ríkisstjórnarsamstarf

_________________

Svokallaður hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum floppaði fullkomlega.

Dómgreindarlaust val þingforseta á ræðumanni eyðilagði þennan fund.

Steingrímur Sigfússon gekk fram af flestum með tilraunum sínum með að réttlæta veru eins þekktasta rasista Evrópu á hátíðarfundi.

Engin man um hvað var fjallað á þessum uppstillta snobbelítufundi, það voru víst einhver sérvalin mál á dagskrá og til stóð að afgreiða þetta með vélrænum hætti. Hvaða mál voru það nú aftur ?

Allir muna að þessi sýning sem stóð í rúmlega klukkutíma kostaði 80 milljónir af skattfé landsmanna.

Allir muna að það var einn þekktasti rasisti Evrópu sem fékk að ávarpa þingið.

Allir muna þessa vandræðalegu samkomu á sýningarpalli þar sem pöpullinn fékk að berja augum í öruggri fjarlægð.

Allir muna að Píratar mættu ekki og sumir mótmæltu með orðum og merkjum og gengu af fundi.

Framkvæmd þessa fundar og niðurstaða var á ábyrgð þingforseta og þeirra sem með honum unnu. 

Fullkomið vanmat og skilingsleysi á hvað er hægt að bjóða landsmönnum þessa dagana þegar hriktir í þjóðfélaginu vegna stjórnleysis ríkisstjórnarflokkanna.

 


Veruleikafirring stjórnmálanna.

Heilbrigðiskerfið riðar til falls.

Ljósmæður segja segja upp í tugatali og nú er skollið á yfirvinnubann.

Alþingmenn og ráðherrar nota tækifærið nota 80 milljónir af skattfé landsmanna til að búa til sýndarveruleika á Þingvöllum.

Sannarlega væri þessum 80 milljónum betur varið í flest annað en svona snobbsamkomu sem engum gagnast.

Til að kóróna fáránleikann er einn þekktasti rasisti Evrópu fengin til að ávarpa samkomuna, hver ætli boðskapurinn verði þaðan ?

Mörgum er nóg boðið, meðan Róm brennur skemmtir elítan sér í fínu fötunum sínum á Þingvöllum og sérsveitin sér til þess að pöpullinn komist þar hvergi nærri.

Það er ekki undarlegt að almenningi blöskri þessa dagana.


mbl.is Hátíðarfundur Alþingis í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sambandslaus fjármálaráðherra.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir kröfu ljósmæðra um 18,4 launahækkun uppskrift að óstöðugleika. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni:

Fjármálaráðherra virðist alveg úr sambandi við raunveruleikan og þá atburðarás sem er að eiga sér stað í launadeilum dagsins.

Hann kallar 18,4 % launakröfur ógna stöðugleika.

Hann sér ekki að launahækkanir hans sjálfs, alþingimanna og embættismanna ógni neinu.

Þar eru tölur upp á 25 - 45 % í umræðunni.

Líklega er það eitthvað allt annað og ógnar engu.

Öllum er það ljóst að fjármálaráðherra skynjar ekki samhengi hlutanna og það er áhyggjuefni þegar maður í hans stöðu er á þeim stað.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ( KJ ) ræður ekki við stjórnun landsins. Kjósendur hljóta að fara að kalla eftir kosningum og úrslitum sem leiða til valda ríkisstjórn sem hefur getu og vilja til að takast á við mál.

Það er eiginlega furðulegt hvað grasrót VG sættir sig við setu flokksins í handónýtri ríkisstjórn sem kemur engu í verk og forsætisráðherra sem talar út í eitt en gerir ekki neitt.

Þetta getur ekki gengið svona mikið lengur, kannski út þetta ár.


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Júlí 2018
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband