Pólitísk endalok þingmanna VG ?

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sem situr í atvinnuveganefnd, segir að hann vilji að útgerðir landsins greiði sem hæst gjald til ríkissjóðs fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar

Þingmenn og ráðherrar VG eru komnir í nauðvörn.

Frá upphafi hafa þeir verið ásakaðir um að ganga erinda íhaldsflokkanna en þeir neitað staðfastlega.

Flest hefur samt bent til þess að VG-liðar séu valdalitlir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi.

Veiðgjaldauppákoman staðfestir síðan sannarlega að svo er, VG gengur erinda Sjálfstæðisflokksins í því máli og löngu búnir að gleyma hvað þeir sögðu fyrir kosningar.

Kolbeinn og Lilja Rafney eru í forarpytti og reyna að verja þennan gjörning sem margir hafa orðið til að hrekja.

Aðeins tveir VG liðar standa í lappirnar, einmitt þeir sem ekki studdu undirlægjuháttinn við íhaldsflokkana.

Flest bendir til að pólítísk sól flestra þingmanna VG sé að hníga til viðar og ef flokkurinn ætlar að sleppa þokkalega frá næstu kosningum þurfa þeir að skipta út flestum núverandi þingmönnum.

Ljóst að Katrín, Svandís, Kolbeinn, Steingrímur og Lilja eru komin á endastöð, hvort það verða síðan fleiri á eftir að koma í ljós.

Kjósendur VG munu seint fyrirgefa það sem við nú sjáum til þingflokks VG.


Átti Eyþór nokkurn séns frá upphafi ?

Að loknum kosningum sagði Eyþór Arnalds, oddviti D-listans í borginni, að hann ætti fyrstur að fá að reyna sig við myndun meirihluta. Af honum mátti jafnvel skilja að hann biði þess eins að vera boðaður til Bessastaða til að fá formlegt umboð til myndunnar meirihluta.

( Miðjan )

Vangaveltur um meirihluta leiddum af Eyþóri Arnalds var ef til vill aldrei raunhæfur möguleiki.

Samfylkingin ætlaði ekki að vinna með Eyþóri.

Sósialistar ætla ekki að vinna með Eyþóri.

Vinstri grænir ætla ekki að vinna með Eyþóri.

Píratar ætla ekki að vinna með Eyþóri.

Þá er eftir Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn.

Ljóst að Miðflokkurinn beið eftir boði enda litlir möguleikar á að áðurnefndir flokkar kærðu sig nokkuð um að vinna með Vigdísi í ljósi sögunnar.

Þá er bara eftir sá möguleiki að Viðreisn mundi munstra sig á skútu Sjálfstæðisflokksins.

Í ljósi sögu Viðreisar og tilraun þeirra til samstarfs með Sjálfstæðisflokknum árið 2016 voru líkurnar hverfandi. Framhaldslíf Viðreinar byggir á því að þeim takist að fjarlægja sig móðurflokknum og verða frjálslynt afl hægra megin við miðju. Það hefði aldrei orðið trúverðug að taka þátt í að byggja undir þröngsýna og afturhaldssama stefnu Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.

Borgarfulltrúi Viðreisnar hefur þegar lýst því yfir að Miðflokkur og Viðreisn ættu enga samleið í t.d. skipulagmálum.

Þegar þetta allt er skoðað átti Eyþór aldrei raunhæfan möguleika á að mynda meirihluta, hafði í mesta lagi 8+1+1 borgarfulltrúa og tíu duga ekki.

Það sem er nú að gerast í meirihlutamyndun í höfuðborginni var ef til vill alltaf það sem blasti við þegar síðustu tölur birtust.


« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Júní 2018
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband