Vinstri grænir að tapa sér ?

Mikil spenna og reiði ríkir nú á Alþingi þar sem fundarstjórn forseta er rædd; óvænt breyting á dagskrá hvar meirihlutaálit atvinnuveganefndar skal afgreitt sem snýr að lækkun veiðigjalda. Stjórnarandstaðan sækir hart að ríkisstjórninni.

Vinstri grænir eru endanlega að ganga af göflunum að því er virðist.

Komnir í lið með útgerðarmönnum og Sjálfstæðisflokknum gegn þjóðinni sem á að fá sinn arð af þjóðarauðlindinni.

Hér opinberast greiðslan fyrir að fá að vera með stóru strákunum í sandkassanum.

Aum er afstaða fyrrum vinstri flokks Vinstri grænna.

Ef marka má niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga lifa VG ekki af næstu Alþingiskosningar.


Fótgönguliðar Sjálfstæðisflokksins hjá RUV ?

33898024_10213937709614077_2781941456825221120_nMiklar umræður hafa skapast í þjóðfélaginu eftir að stjórnandi viðræðuþátta mismunaði frambjóðendum svo um munaði.

Hann réðist með ómaklegum hætti að frambjóðanda Sósialistaflokksins svo eftir var tekið.  Dagur B Eggertsson fékk líka að finna fyrir beittum spurningum enda er það eðlilegt.

En það er ekki eðlilegt að oddviti Sjálfstæðisflokksins slapp algjörlega við alla erfiðleika og umræddur þáttarstjórnandi þóttist ekki hafa haft tíma til að spyrja hann.

Kannski hefði hann átt að sleppa því að níðast á nýjum frambjóðanda smáflokks og snúa sér af hörku að oddvita Sjálfstæðisflokksins.

Það gerði hann ekki og allir vita að hann hafði allan þann tíma sem hann vildi til að spyrja Eyþór.

Hann sleppti því vísvitandi.

Nú þarf RUV að svara fyrir þennan starfsmann.

Kári Stefánsson hefur skorað á Ruv að reka hann.

Þannig gerist þetta ekki á þessum markaði.

En RÚV þarf að tryggja það að meintir fótgönguliðar Sjálfstæðisflokksins séu settir í önnur og veigaminni verkefni.


Vinstri grænir á rauðu ljósi.

Úrslit kosninga um helgina hljóta að hreyfa við forustusveit Vinstri grænna.

Flokkurinn tapar illa á mörgum stöðum, tapar bæjarfulltrúum sínum í Kópavogi og Hafnarfirði og engu munaði að eins færi í Reykjavík.

Flokkurinn tapaði víða án þess þó að missa menn.

Eini ljósi punktur flokksins var í Skagafirði og þar nutu þeir góðs af miklu afhroði Framsóknar á Skagfirska efnahagssvæðinu sem er sérstakt.

Það er sótt að VG frá vinstri og Sósilalistaflokkurinn er í dauðfæri að reita af þeim fylgi.

Þar með fá harðir vinstri sinnar valkost eftir að VG gekk bótalaust inn í Valhöll.

Ríkisstjórnarsamstarfið á eftir að fara illa með VG, jafnvel gætu farið neðar og verr út úr þessu en Samfylkingin sem datt næstum af þingi 2016.

Ef forustan heldur áfram að kyssa á vönd hægri flokkanna gæti VG hreinlega horfið af þingi í næstu kosningum.

Síðasta könnun MMR sýndi VG í 12% og ríkisstjórnina neðan 50%.

VG stefnir lóðbeint í úrýmingarhættu af þingi.

 


Ömurleg umgengni Húsasmiðjunnar.

IMG_9925Akureyri á dásamlegt friðland í Krossanesborgum nyrst í bæjarlandinu.

Á landamerkjum Akureyrar og Hörgársveitar rennur Lónslækurinn eða Lónsáin, kölluð þessum nöfnum báðum.

Hinu megin við Lónsána, í landi Hörgársveitar er rekið virðulegt byggingavörufyrirtæki, þekkt á landsvísu.

Það er ekki gaman að ganga um og skoða fugla og náttúru þegar komið er nærri umráðasvæði þessa fyrirtækis.

Rusl og drasl um allt og lækurinn fullur af ýmiskonar úrgangi.

Vona að Hörgársveit fari í það að þrýsta á viðkomandi fyrirtæki svo ekki þurfi að grípa til annarra úrræða.

Við sem viljum njóta náttúru og dýralífs í fólkvanginum Krossanesborgum viljum ekki þurfa að horfa upp á slíka hörmung mikið lengur.

Ég skora á fyrirtækið að líta í eigin barm og bregðast við ósómanum.

Þeir hljóta að hafa meiri metnað en þetta.

IMG_9926IMG_9928

 

IMG_9919


Meirihlutinn heldur á Akureyri og hvað svo ?

7.6. loksins sumardagur 2015-2094Þá liggur niðurstaðan fyrir, dálítið önnur en þær tvær kannanir sýndu okkur nokkuð löngu fyrir kosningar.

Kosningar utan höfuðborgarsvæðisins eru lítið í fjölmiðlum, svolítið reknar í kyrrþey, áhuginn afar takmarkaður.

Framan af stefndi í að Sjálfstæðisflokkurinn næði fjórum mönnum og yrði sigurvegari hér í bæ.

Það breytist á lokasprettinum, það fjaraði greinilega undan stemmningunni á þeim bænum.

Sjálfstæðisflokkurinn náði naumlega að hanga á sínum þriðja manni, þriðji maður þeirra fyrstur út og þá fyrir þriðja mann L-lista. Vonbrigðin þar hljóta að vera mikil. Sjálfstæðisflokkurinn er sannarlega tapari kosninga á Akureyri 2018.

L-listinn hélt sínum með nýjum mannskap, góð staða fyrir þá, enda fengu þeir greinilega liðstyrk frá Viðreisn í baráttunni. Tap Sjálfstæðisflokksins má ef til vill rekja að hluta til þangað ásamt því að líklega hefur nokkuð farið á Miðflokkinn þaðan.

Samfylkingin heldur nú í fyrsta sinn í tæplega tuttugu ára sögu sinni hér í bæ stöðugleika á milli kosninga. Fylgið sveiflaðist mikið aldrei var á vísan að róa að halda góðu fylgi milli kosninga. Flokkurinn má vel við una heldur sínum tveimur mönnum þrátt fyrir fjögur ár í meirihluta. Flott og fagleg kosningabarátta og góð málefnastaða skilaði sér.

Framsóknarflokkurinn er sigurverari þessara kosninga, heldur sínu og vel það þrátt fyrir Miðflokkinn. Sannarlega glæsilegur árangur það.

Til hamingju Framsóknarmennn.

Miðflokkurinn datt inn með einn mann, en fengu örugglega minna fylgi en þeir vonuðust til. Þeir fengu lausa manninn eftir andlát BF.

Vinstri græn voru ekki að skora hér frekar en víðast hvar á landinu. Líklega er stjórnarþátttaka þeirra með íhaldsflokkunum að koma fram núna.

Meirihlutinn hélt. Því eigum við ekki að venjast hér í bæ.

Að mínu mati hljóta meirihlutaflokkar síðasta kjörtímabils að tala saman um framhald þess samstarfs sem hefur verið farsælt og árangursríkt.

Það kemur í ljós næstu daga.

 


Lögbrot Sjálfstæðismanna.

Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri voru full borubrattir þegar þeir létu mynda sig í landsliðsbúningnum á dögunum og birtu. Ýmsum þótti þetta skjóta skökku við og bárust KSÍ ábendingar úr ýmsum áttum um að þarna hlytu hinir ungu pólitísku Akureyringar komnir yfir strikið.

__________________

Margir upplifa kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sem freka og yfirgangssama.

Ofurjeppar og torfærutröll á graseyjum og gatnamótum og nú lögbrot Sjálfstæðismanna með að misnota landsliðstreyjurnar.

Ákvörðun þeirra um að reka töff kosningabaráttu hefur snúist svolítið í höndunum á þeim.

Persónulega finnst mér alltaf betra og heiðarlegra að reka faglega kosningabáráttu þar sem málefnin eru í öndvegi.

En Sjöllum finnst flottara að tala um bæjarstjóra, stóra bíla og landsliðsbúninga.

En auðvitað er þetta allt spurning um smekk hvers og eins framboðs hvað þeir segja og hvernig.


Hvernig bæjarstjórn á Akureyri ? Á bakvið tjöldin ?

2016 00 Haustið nálgast-4245Fjölmiðlar hafa sjaldan mikinn áhuga á Akureyri þegar kemur að umfjöllun og spekuleringum um stöðuna eftir kosningar.

Yfirleitt er kosningabarátta hér í bæ róleg og átakalítil og oftast lítill munur á málflutningi.

Þannig hefur það verið núna og lítið um málefnalegan ágreining. Hann er þó til staðar en einhvernvegin kemst ekki almennilega í ljós í umræðunni. Svolítið eins og stjórnmálamenn leggi töluvert á sig til að hafa það þannig.

Kosningabaráttan er þannig núna, helst er áberandi að Sjálfstæðisflokkurinn notar stóra ofurjéppa til að auglýsa flokkinn, eru með þá í láni hjá sunnlenskum verktaka sem hefur verið að vinna hér í bæ.

Nýjast er svo plakatastríð þar sem sumir leggja mikið á sig að finna tóm hús og húsnæði til að hengja upp myndir af frambjóðendum sínum.

Pótemkíntjöld fyrir kjósendur.

En hver er staðan eftir kosningar ?

Það vitum við ekki en horft er til síðustu skoðanakönnunar sem Vikudagur birti fyrir all mörgum dögum þá er staðan þessi.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með fjóra menn, bættu við sig einum. Undanfarna daga hefur oddviti flokksins farið að halda því meira og meira á lofti að hann sé bæjarstjóraefni.

Allir vita að hann er búinn að ganga með bæjarstjóra í maganum í fimm ár.

En eitthvað er það hann telur sig hafa stöðu til að tala þannig núna, sérstaklega hefur það aukist síðustu dagana. Eitthvað kemur til og þá hvað ?

L-listinn fékk tvo menn í þessari könnun. L-listinn núna er allt annað fyrirbæri en L-listinn í tíð Odds Helga. Þá var hann bæjarlisti en svo er ekki nú þó þeir reyni að halda því fram. Flokkurinn er bræðingur Bjartar framtíðar sem er með fyrsta sætið. Í öðru sæti er fyrrum formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins til skamms tíma og í þriðja sæti er fyrrum varaþingmaður Viðreisnar.

Hægri ásýnd framboðsins dylst engum.

Samfylkingin mældist áfram með sína tvo fulltrúa og stutt í þann þriðja. Það mun gjörbreyta öllu landslagi ef sá flokkur nær þremur fulltrúum á kostnað Sjálfstæðisflokks, allt annar meirihluti ef að líkum lætur.

Framsókn er í vanda eftir að Miðflokkurinn bauð fram og ólíklegt að hann haldi sínum öðrum manni sem datt inn á síðustu stundu síðast. Líklegast er að þeir flokkar fái sitt hvorn manninn.

Það er ekkert að gerast hjá VG og allar líkur á að þeir verði áfram með einn bæjarfulltrúa.

Auðvitað eru þreifingar í gangi og að mínu mati er það næsta víst að Sjálfstæðisflokkurinn og L-listinn eru að bræða með sér nýjan meirihluta.

Sá gamli er fallinn með tapi Framsóknar.

Aukið öryggi oddvita Sjálfstæðisflokksins um að hann ætli sér að verða bæjarstjóri bendir til að slíkt sé í vinnslu.

L-listinn fengi þá formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórar.

Eins og L-listinn er samansettur núna er hann hreinn hægri flokkur og örugglega stutt á milli þeirra og Sjálfstæðisflokksins í samningum um nýjan meirihluta. Allir vita að Björt framtíð sótti það fast að vera með Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði og Kópavogi og hefði örugglega orðið það hér líka ef BF hefði fengið til þess styrk.

Niðurstaða mín er því að ef skoðanakönnun Vikudags gengur eftir þá verður Akureyri komin með hægri meirihluta innan viku og Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins orðinn bæjarstjóri.

Það eina sem getur breytt þessu er að kjósendur geri eitthvað allt annað en kom fram í Vikudegi fyrir skemmstu.

 


Sjálfstæðisflokkurinn og grænu svæðin á Akureyri.

2018xdAllir sem fylgst hafa með Sjálfstæðisflokknum á Akureyri vita að þeir hafa mikinn áhuga á bílastæðum og breiðstrætum.

Grænt og umhverfisvænt er ekki eins inn í þeirra stefnuskrá.

Mynd sem sýnir Sjálfstæðisflokkinn í hnotskurn hér í bæ hefur borist um netheima í kvöld og sannarlega staðfestir hún áherslur flokksins á Akureyri í umferðar og umhverfismálum.

Sjón er sögu ríkari.

( bið ljósmyndarann afsökunar en ég veit ekki hver hann er til að biðja um leyfi )


Bæjarstjóri með ofurlaun.

2018 kópavogurMánaðarlaun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, hækkuðu um 612.000 krónur í fyrra og námu tæpum 2,5 milljónum króna, í stað tæplega 1,9 milljóna á mánuði árið áður. Fréttablaðið greinir frá þessu. Laun bæjarstjórans hækkuðu því um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017, en laun annarra bæjarfulltrúa um 30 prósent.

Bæjarstjórinn í Kópavogi rakar til sín skattpeningum bæjarbúa.

Verkalýðshreyfingin horfir til svona gjörninga þegar talað er um kjarabætur.

Græðgisvæðing bæjarstjórans í Kópavogi er fordæmi sem horft er til.

Forsætisráðherra Bretlands er með 1,7 milljónir á mánuði og þykir gott.

Ármann fer létt með að toppa hana hressilega.

Spurning hvort hann er að skila fremlegð í samræmi við greiðslur, hver veit það.

Ofurlaunahópurinn á Íslandi er til vandræða þegar horft er til samkomulags og friðar á vinnumarkaði.

Þar á bæjarstjórinn í Kópavogi góða innistæðu.

 


Þegir ríkisstjórnin þunnu hljóði ?

Ísraelskir hermenn hafa skotið að minnsta kosti 52 Palestínumenn til bana í mótmælum á Gaza-ströndinni í dag. Mannfallið á Gaza er það mesta í fjögur ár. Meira en 2.000 eru særðir. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hefur lýst yfir þriggja daga sorg vegna mannfallsins.

 

Hvar er ríkisstjórnin ?

Hver er Gulli utanríkis ?

Hvar eru ráðherrar og þingmenn Vinstri grænna ?

Ætla íslensk stjórnvöld ekki að fordæma ?

Ætla íslensk stjórnvöld að þegja þunnu hljóði ?

Þjóðin bíður, og bíður og bíður.

Þögnin í dag er ærandi.


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2018
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818069

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband