Samfylkingin að jarða Sjálfstæðisflokk Eyþórs ?

9f08deecb8ee4e77d509c85890c6a3b4Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri könnun, sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið. Könnunin var gerð dagana 15. febrúar til 11. mars. Gengið verður til kosninga laugardaginn 26. maí og þá verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins fær meirihlutinn 13 borgarfulltrúa en minnihlutinn 10.

Samfylkingin er með mest fylgi í Reykjavík.

Fylgi hennar nálgast nú metfylgið frá því síðast.

Sjálfstæðisflokkurinn rís aðeins en þó er hann örugglega langt undir væntingum nýrra frambjóðenda. Framboðið er greinilega ekki að selja neitt og væntanlega eru Sjálfstæðismenn á taugum þessa dagana.

Framsókn hverfur af sjónarsviðinu ásamt Bjartri framtíð. Framsókn mælist með pilsnerfylgi.

Tveir smáflokkar slefa inn einum manni í þessari könnun Viðreisn og Miðflokkurinn og ljóst er að hinn málglaði oddviti Miðflokksins er ekki að verða borgarstjóri eins og hún taldi einboðið fyrir skömmu.

Píratar eru í góðum málum.

VG er með rúmlega 10% fylgi í þessari könnun.

Það er gríðarlegt fall frá könnun hjá sömu aðilum í sumar þar sem flokkurinn mældist með 20,8% fylgi.  Líklega er samstarfið við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn farið að bíta flokkinn í bakið. Helmingsfall á rúmlega hálfu ári hringir vafalaust bjöllum í nýja hægri flokknum.

En það eru spennandi tímar framundan í borginni.

 

 


Fallin stjarna Vinstri grænna.

Það hafa orðið vatnaskil. VG hefur misst forystuhlutverk meðal vinstri flokka og fært Samfylkingunni það. Sem virðist hlustar á Pírata og taka eftir framgöngu þeirra á Alþingi. Píratar eru öflugasta stjórnarandstaðan á Alþingi í áratugi.

( Miðjan )

Nokkuð sama hvar litast er um á samfélagsmiðlum, flestir telja að Vinstri grænir og formaður þeirra hafi stigið yfir línu og eigi þaðan ekki afturkvæmt.

Vinstri grænir voru " vinstri " flokkurinn á þingi og samviska þess að eigin mati og fleiri.

Formaður þeirra var vinsælasti og óumdeildasti þingmaðurinn.

Langflestir eru sammála um að þetta sé horfið og Vinstri grænir séu komnir í undarlega göngu með Sjálfstæðisflokknum.

Í reynd sé ferill þeirra sem vinstri flokks á enda runninn.

Augljósar eru deilur innan þingflokksins þar sem aðeins 9 þingmenn völdu að verja lögbrjótinn í dómsmálaráðuneytinu.

Tveir af þingmönnum flokksins auk ungliðahreyfingarinnar styðja ekki formann flokksins í eyðimerkurgöngunni með Sjálfstæðisflokknum.

Leiða má líkum að því að formaðurinn, hin óumdeilda Katrín Jakobsdóttir sé fallandi stjarna á stjórnmálahimninum.

Undirlægjuháttur og fylgispekt við Sjálfstæðisflokkinn hefur aldrei virkað vel hjá vinstri og miðjuflokkum.

Sorglegt fyrir flokk sem átti val, val um að taka þátt í að breyta stjórnmálum á Íslandi en valdi að ganga í björg Valhallar og kyssa á vönd Bjarna Benediktssonar.


Laskaður dómsmálaráðherra - handónýtir VG liðar.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra stóð rétt í þessu af sér tillögu um vantraust. 33 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 29 þingmenn stjórnarandstöðunnar og tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni. Einn þingmaður Miðflokksins greiddi ekki atkvæði.

72% þjóðarinnar og rúmlega helmingur þingmanna.

Dómsmálaráðherra er stórlöskuð og rúin trausti.

Aðeins nánustu hagsmunaaðilar studdu ráðherrann, lesist, vildu hanga á ríkisstjórnarsamstarfinu.

Ungliðar VG skoruðu á þingflokkinn að greiða atkvæði með vantrausti en aðeins tveir þeirra stóðu í lappirnar.

Ungir VG liðar vita hvað þingflokkurinn gerir við skoðanir þeirra, þeim er kastað á haugana.

9 þingmenn VG studdu lögbrjótinn í dómsmálaráðuneytinu, auðvitað vilja þau hanga á mjúku vellaunuðu stólunum sínu.

Dómsmálaráðherra er stórlaskaður, ríkisstjórnin er veikari og þingflokkur VG varð sér til skammar, hefur komið fram að yfir 90% kjósenda þeirra vildu að ráðherrann segði af sér.

Og að lokum og ekki síst, hin vinsæli formaður VG hefur opinberað á sér hlið sem getur aðeins orðið til að hún er fallandi stjarna í íslenskum stjórnmálum.

 


Hrokafullur fjármálaráðherra. Siðferði VG.

Þeir ráðherrar sem fréttastofa ræddi við fyrir ríkisstjórnarfundinn í morgun voru flestir sammála um að vantrauststillaga Pírata og Samfylkingar á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, yrði felld. „Þetta er margboðað og það hlaut að koma að því að þau söfnuðu kjarki í að leggja þetta fram,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.

Hroki fjármálaráðherra er samur og jafn.

Hefur ekkert með kjark að gera heldur skoðun á afstöðu stjórnarþingmanna til lögbrjótsins í dómsmálaráðuneytinu.

Sennilega nær þessi tillaga ekki fram að ganga.

Allir vita afstöðu Sjálfstæðis og Framsóknarflokks til siðferðis í stjórnmálum.

Þar hefur ekkert breyst og mun ekki breytast.

Það sem öllum verður ljóst eftir svona atkvæðagreiðslu hver afstaða þingmanna VG er til siðferðis í stjórnmálum.

Grunur leikur á að sú afstaða hafi tekið breytingum í bólinu með íhaldsflokkunum.

Það mun þjóðin síðan fá staðfest ( eða ekki ) eftir þessa vantrauststillögu.


Formaður VG og meirihluti þjóðarinnar ósammála.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist bera fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórninni. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra við upphaf þingfundar en það var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður stjórnskipunarnefndar, sem spurði hvort dómsmálaráðherra nyti trausts hennar.

Formaður VG ber fullt traust til ALLRA ráðherra, líka þeirra sem eru með buxurnar á hælunum.

Dæmdur dómsmálaráðherra er undir verndarvæng forsætisráðherra og Vinstri grænna.

Ljóst að stór meirihluti þjóðarinnar er ekki á sama stað og Katrín Jakobsdóttir sem verður að segja þetta.

Það er gjaldið fyrir samstarf við íhaldsflokkana að halda kjafti og vera góður.

Í því er KJ bara skrambi góð og enn fylgir grasrótin henni í sömu blindu meðvirkninni.


Siðblindur Messías í framboði.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í viðtali við Guðmund Örn Ragnarsson á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega í gær. Guðmundur sagðist trúa því að Eyþór sé útvalinn af Guði til að leiða borgina — og síðar landið sem forsætisráðherra. Horfðu á nokkur yfirnáttúruleg brot úr viðtalinu hér fyrir ofan.

Ýmislegt hefur maður nú séð í kosningabaráttu í gegnum árin.

En að hafa séð sjálfan Messías mættan í viðtal hjá Omega hefur ekki gerst áður.

Satt að segja fékk maður vondan aulahroll við að hlusta á þetta, sérstaklega að sjá stjórnmálamann sem vill láta taka sig alvarlega meðvirkan í svona uppákomu.

Óttalega er EA siðblindur og ódýr að taka þátt í svona fávisku.

En kannski trúir hann sjálfur að hann sé Messías endurborinn, valinn til að taka við borg og síðan ríki samkvæmt umboði frá guði.

Ég spilaði þetta tvisvar til að trúa mínum eigin eyrum.

Ja-hérna.


Leyndarhyggja Sjálfstæðisflokksins.

„Í ljósi ríkr­ar rann­sókn­ar­skyldu stjórn­valda, af hverju hef­ur málið ekki verið skoðað bet­ur og upp­lýst í gegn­um tíðina? Þar sem að hæst­virt­ur fjár­málaráðherra er nú orðinn býsna þekkt­ur af því að fela gögn og stinga skýrsl­um und­ir stól, af hverju ætti þjóðin að trúa því að hæst­virt­ur fjár­málaráðherra og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra hafi ekki vitað neitt um málið?“

(mbl.is)

Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir að leyna upplýsingum.

Formaður hans er þekktur fyrir að stinga skýrslum undir stól.

Formaður Sjálfstæðisflokksins er þekktur fyrir að svara ekki fyrirspurnum.

Í morgun kom hann sér undan því með útúrsnúningum.

Hér á sér stað alvarlegt brot á alþjóðasamingum og honum virðist á sama standa.

VG lætur sér vel líka og gerir engar athugasemdir.

Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og formaðurinn ætla að þegja þunnu hljóði eins og vanalega.


mbl.is Ekki ráðherra að fara yfir farmskrárnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818069

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband