Spilling og fyrirgreiðsla yfirvofandi.

Fósturfaðir eiginkonu Eyþórs Arnalds, og viðskiptafélagi hans til margra ára, er varamaður í stjórn eins stærsta verktakafyrirtækisins í Reykjavík, Þingvangs. Þingvangur byggir hundruð íbúða víða um Reykjavík og eitt stærsta nýja hverfi borgarinnar í Laugarnesinu. Maðurinn heitir Hörður Jónsson og sonur hans, Pálmar Harðarson, er eigandi og framkvæmdastjóri Þingvangs.

( Stundin )

Flestir telja það nokkuð ljóst hvaða erindi Eyþór Arnalds ofurfjárfestir á í borgarstjórn Reykjavíkur.

Varla er það áhugi á málefndum borgarbúa, umhverfismálum, skólamálum eða annað það sem kalla má hversdagslegt hlutverk kjörinna sveitarstjórnarmanna.

Hagsmunir og hagsmunagæsla er örugglega hluti af því erindi sem Sjálfstæðismenn ætla nýkjörnum oddvita sínum.

Sjálfstæðisflokkurinn klikkar ekki, áherslur þeirra eru flestum ljósar og gamlir Reykvíkingar muna valdasetu þess flokks í áratugi.

Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins og markmið hans er skýrt, hagsmunagæsla í efsta veldi.

Hann mun sem betur fer verða vanhæfur í mörgum stórum málum en væntalega kýs hirðin sem hann valdi með sér samkvæmt fyrirmælum.

Vonandi fellur höfðuðborginn okkar í klær þessara sérhagsmunaafla.


Akureyri og umhverfismálin.

Akureyrarbær stendur framalega í umhverfismálum þannig að eftir er tekið og er stefnan að gera enn betur. Við viljum taka forystu meðal íslenskra sveitarfélaga og setja okkur mælanleg markmið. Eitt af markmiðum Umhverfis- og samgöngustefnunnar sem samþykkt var seinnihluta árs 2016 er að auka vitund íbúa um verðmæti hluta og verðmætin sem geta leynst í úrgangi. Þessu markmiði náum við með stöðugri fræðslu til íbúa um mikilvægi flokkunar sem og mikilvægi betri nýtingar.

( Vikudagur )

Núverandi bæjarfulltrúar ættu að stilla grobbinu í hóf að mínu mati.

Akureyrarbær stóð framarlega í umhverfismálum.

Var leiðandi í umræðunni þegar Staðardagskrá 21 var í gangi.

Akureyrarbær hafði metnað fyrir umhverfismálum og var með fyrstu sveitarfélögum að flokka og endurvinna þó svo hefði verið betra að stíga aðeins lengra þar.

En svo kom núverandi bæjarstjórn og tók til hendinni í umhverfismálunum.

Lagði niður sérstaka umhverfisnefnd og setti málaflokkinn í hornið hjá mannvirkjanefnd. Að setja umhverfismál og framkvæmd þeirrar stefnu í hendur verkfræðinganna og henda út hugsjónamönnunum er hreinlega galið.

Núverandi bæjarstjórn hefur fært umhverfismálin aftur um 20-30 ár og umræða um þennan málaflokk er í skötulíki.

Líklega þarf að dusta rykið af umræðunni um málaflokkinn í aðdraganda kosninga í vor.

Það er von mín að einhver flokkur hafi það á stefnuskrá sinni að endurreisa umhverfismálin á Akureyri og leiða þau út úr því öngstræti sem skammsýn bæjarstjórn síðustu ára hefur komið þeim.

Kannski sjáum við framboð sérstaks umhverfisflokks í framtíðinni, það gerist ef haldið verður áfram á þeirri braut sem við nú erum í bænum okkar.

Það þarf sannarlega að taka til hendinni og færa umræðu og framkvæmdir til nútímans.,

Lítum í kringum okkur og veltum því fyrir okkur hvort við erum kát með það sem við sjáum.,

Sumt er ágætt en allt of mikið er í vanhirðu og niðurníðslu, umræða um loftslagsmál og umferð er lítil sem engin. Margt fleira mætti nefna.

Sjáum hvað setur, kannski sjáum við fínar stefnuskrár þegar nær dregur.

 


Oddviti Viðreisnar í Reykjavík ?

„Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“

Eyþór Arnalds og Guðlaugur Þór leika lykilhlutverk hreinsana í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.

Enginn efast um að Eyþór sparkaði Áslaugu Friðriksdóttur af listanum með bolabrögðum.

Áslaug var án vafa frjálslyndasti og víðsýnasti borgarfulltrúi flokksins á þessu kjörtímabili.

Hún þorði að hafa aðra skoðun ef flokkurinn í umdeildum málum, m.a. borgarlínu. Þess vegna fauk hún.

Nú er Áslaug í dauðafæri

Hún skuldar Eyþóri og flokknum ekki neitt, tvískinnungur og óheiðarleiki blasir við þegar ferlið er skoðað.

Viðreisn þarf konu í Reykjavík til að leiða lista flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn og Eyþór Arnalds fengju laglega á snúðinn semjist um slíkt milli Viðreisnar og Áslaugar.

Áslaug virðist hafa töluvert fylgi, sennilega hjá víðsýnni Sjálfstæðismönnum.

Viðreisn er frjálslyndari hægri flokkur en íhaldið í Valhallaflokknum.

Kannski sjáum við eitthvað alveg nýtt og spennandi þegar kemur að uppgjöri milli hægri flokkanna í Reykjavíkurborg.

 


Katrín Jakobsdóttir 92,4% !

2017 vgAthygli vekur að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja að Sigríður Andersen segi af sér ráðherradómi, en Vinstri græn voru meðal annars gagnrýnd fyrir það eftir kosningar að hafa ekki gert það að skilyrði við myndun ríkisstjórnar að Sigríður gegndi ekki aftur embætti dómsmálaráðherra í ljósi dóms héraðsdóms í Landsréttarmálinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hins vegar gefið út að hún líti ekki á Landsréttarmálið sem afsagnarsök fyrir Sigríði.

( stundin )

Katrín, 92,4% flokksmanna þinna segja að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér.

 

7,6% flokksmanna þinna telja að hún eigi að sitja áfram, og eru sammála þér.

Hverskonar lýðræði ríkir í VG ?

Er það þannig að valdaklíkan í mjúku stólunum ræður för ?

Samkvæmt formanni flokksins er það þannig og verður þannig.

Kjósendur flokksins ráða engu nema þegar þarf á þeim að halda í kosningum.


VG og Valhallarvinir þeirra.

Sagði hún fulla ástæðu til að vera á varðbergi gagn­vart breyt­ing­um á auðlinda­gjald­inu þegar í rík­is­stjórn sætu þing­menn frá Sjálf­stæðis­flokki og Fram­sókn­ar­flokki. Þeir tveir flokk­ar hefðu löng­um bar­ist gegn inn­leiðingu auðlinda­ákvæðis í stjórn­ar­skrá og lagt á kapp á að lækka gjöld fyr­ir nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar.

VG er íhaldsflokkur.

Það hafa allir vitað það lengi að þeir styðja kvótakerfið og eru á móti breytingum á því.

Þeir eru í raun afar samstíga Sjálfstæðis og Framsóknarflokkunum.

En á tyllidögum þóttust þeir vilja eignarhald þjóðarinnar á auðlindum og studdu veiðigjöld og töldu þau skila of litlu.

En þú eru þeir í liði með stóru strákunum í kvótavinaflokkunum og þess vegna eru þeir komnir í þann gír að lækka veiðgjöld á kostnað ríkissjóðs og eigenda kvótans, þjóðarinnar.

VG er gengnir í björg Valhallar og vinna þétt með Sjálfstæðis og Framsóknarflokkunum við lækkun veiðigjalda til skjólstæðinga Sjálfstæðisflokksins.

Húrra VG ... loksins staðfestið þið það sem margir hafa sagt um íhaldsflokkinn Vinstri græna.

 


mbl.is Boðar lækkun veiðigjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar fyrirspurnir til bæjarfulltrúa á Akureyri.

0 2018 11 feb í skoðunarferð-4460Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar vill ekki byggja smáhýsi fyrir ógæfufólk í nýjasta íbúðahverfi bæjarins. Skipulagstillaga þess efnis er í formlegu ferli, en formaður bæjarráðs segir mikilvægt að bregðast við gagnrýni íbúa.

 

 

Þegar bæjarstjórn Akureyrar kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nógu gott að setja niður búseturræði fyrir ógæfufólk og þá sem þurfa á samfélaglegri aðstoð i nýja fína hverfið syðst í Naustahverfi þá sitja eftir spurningar sem bæjarfulltrúar þurfa að svara.

 

 

  • Hvaða hverfi hentar þá betur að þeirra mati ef rökin eru börn og fjölskyldur megi ekki sitja uppi með " svona fólk " ?
  • Hvaða hverfi í bænum er þá nægilega hentugt yfir svona búseturúrræði ef Naustahverfið er of fínt ?
  • Hafa þeir ef til vill hugleitt að senda þennan hóp úr bænum af því íbúar gera athugsemdir sem þarf að bregðast við ?

Vonandi hafa þeir hugleitt þetta til enda sem þeir voru að ákveða.

Satt að segja er ég sorgmæddur og orðlaus við að upplifa svona viðhorf í bænum okkar.

Vonandi eiga bæjarfulltrúar rök sem þeir geta sætt sig við af samviskuástæðum fyrir sjálfa sig.

 

 


Hreinsanir í Sjálfstæðisflokknum.

2018 sjálfstæðisfuglinnEyþór Arnalds mun leiða listann eftir að hafa unnið leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í janúar síðastliðnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, höfnuðu í sætunum fyrir neðan Eyþór í prófkjörinu en þeim mun ekki vera boðið sæti á lista samkvæmt heimildum Vísis.

(visir.is)

Eyþór Arnalds ætlar að losa sig við alla eða sem flesta fyrrverandi borgarfulltrúa.

Hann ætlar sér að verða einráður allan hringinn enda er borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna um fátt frambærilegur síðustu fjögur árin.

En hvernig svona hreinsanir fara í almenna Sjálfstæðismenn á eftir að koma í ljós, það er 15 manna valdaelíta sem hreinsar í samráði við fjárfestinn Eyþór Arnalds sem allir vita að hefur augastað á fjárfestingum í Reykjavík.

Hætt er við að margir Sjálfstæðismenn munu yfirgefa flokkinn og kjósa annað. Nú býðst þeim sá valkostur að kjósa Viðreisn sem margir hinna frjálslyndari gætu talið góðan kost.

Eyþór Arnalds er ekki þeirrar gerðar að hann sópi að sér fylgi hins almenna borgara í Reykjavík, hann er valdamógull og nýtur stuðnings Davíðs Odds og félaga. Það er ekki söluvæn staðreynd árið 2018.

Kannski eigum við eftir að sjá brottrekna borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á öðrum listum, hver veit.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist lægst 16% í könnun sem hvergi hefur birst og náði 29% í könnun Viðskiptablaðsins.

Það eru því sáralitlar líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum, sem listi valdaklíkunnar í flokknum.

Sjáum hvað setur.


Flottræfissossar í Breiðholtinu - eða ekki ?

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur um áratugaskeið búið í Seljahverfinu í Breiðholti en fær 1,6 milljónir á ári fyrir að vera með lögheimili á Þistilfirði. Fyrst í húsi við Brekkusel, en í október 1999 fjárfesti hann, ásamt eiginkonu sinni Bergnýju Marvinsdóttur, í einbýlishúsi við Þingasel 6, sem er heilir 314,6 fermetrar að stærð. Um einstaklega glæsilega eign er að ræða sem er í dag metin hátt í 100 milljónir.

Sumir hafa tekið að sér að vera málsvarar fátækra og þeirra sem minna mega sín.

VG var með sérstakar hugsjónir í þá átt og skilgreindu sig yst til vinstri og málsvari litla mannsins.

Fyrsti formaður flokksins gat ekki tekið þátt í sameiningu miðju og vinstri manna, hann var nefnilega sócialisti.

Umræðan um sjálftöku og peningaplokk ákveðinna þingmanna í tengslum við bílapeninga og dreifbýlistyrk hafa verið áberandi undanfarna daga. Helst eru það ákveðnir Sjálfstæðisþingmenn sem eru duglegir að plokka ríkissjóð.

Athyglin hefur aðeins beinst að fyrrum formanni VG sem að sögn býr í 100 milljón krónu villu í Breiðholti en hefur samt sem áður átt lögheimili á æskuheimili sínu úti á landi í ríflega þrjá áratugi.

Að sögn hefur hann í ljósi þess fengið dreifbýlistyrk á hverju ári og þessi þrjátíu ár hefu hann líklega náð að drýgja tekjur sínar um nokkra tugi milljóna á þessum árum sem hann hefur búið í Breiðholti með fjölskyldu sína.

Núna situr hann í forsæti og á að hafa áhrif á að þessi mál verði upplýst og tekið á þeim.

Nokkur fjöldi þingmanna heldur tvö heimili en ekki fyrrum formaður VG, hann er sannur socialisti með fasta búsetu í Reykjavík.

Vonandi verða hans mál skoðuð með öðrum þegar rýnt verður í meint sjálfstökumál á þingi.

Vonandi segir hann okkur að það sé vitleysa að gamli kominn hafi verið á ríkisspenanum öll þessi ár. Það væri gleðilegt.


Skrökvaði og hætti. Ísland hvað ?

Ut­an­rík­is­ráðherra Hol­lands, Hal­be Zijlstra, sagði af sér í dag eft­ir að í ljós kom að hann hafði logið til um að hafa hitt Vla­dimir Pút­in Rúss­lands­for­seta.

 

Svona fer fyrir stjórnmálamönnum víða um heim.

Skrökva og hætta.

Á Íslandi er það ekki þannig.

Það væru nokkuð margir sem væru búnir að taka pokann sinn ef aðrar reglur giltu hér en reglur bananalýðvelda.

Það mundi örugglega fækka í ráðherraliðinu og jafnvel á þingi.

Kannski breytist þetta í framtíðinni ?

Eða ??


mbl.is Laug til um fund og sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Feb. 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband