Miðflokkurinn að hrynja.

„Ástæður þessa eru langvar­andi óánægja með skipu­lags­leysi við stjórn flokks­ins og mál­efn­astarf. Sem hef­ur krist­all­ast t.d. í eft­ir­mál­um við Klaust­urs­málið og hvernig tekið var á þeim. Það vant­ar skýr­ari ábyrgðarkeðjur og lýðræðis­legri ferla í starfið til að hægt sé að taka á erfiðum mál­um sem kunna að koma upp og eins til að reka hefðbundið lýðræðis­legt flokk­astarf,“ skrif­ar Viðar Freyr.

Miðflokkurinn var stofnaður um eins manns fýlu.

Hann var felldur sem formaður flokks vegna spillingar og óheiðarleika.

Stofnaði nýjan flokk sem sem náði mestu fylgi nýrra flokka á þingi.

Margir stukku á vagninn til að uppfylla eigin metnað og löngun í embætti.

En auðvitað sjá þeir sem hugleiða málin að svona flokkur á sér engan pólitískan  metnað eða stefnu enda er þá óþarfi að vera að eyða tíma í skipulag og málefnavinnu.

Flokkurinn er formaðurinn, skoðanir hans og vilji.

Við höfum séð marga svona flokka í áranna rás.

Örlög þeirra allra er að falla saman vegna eigin tilgangsleysis og takmarkaðs úthalds þeirra sem þar hafa stokkið um borð.

Örlög Miðflokksins eru ráðinn, hann er að hverfa enda opinberaðist það þjóðinni hvernig samkoma þetta er.

Klausturbarinn var bara gluggi fyrir þjóðina, flokkur án stefnu og tilgangs.

 

 


mbl.is Hættur störfum fyrir Miðflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðshreyfingin - verður tekin alvöru umræða ?

2018 gamla krónanFrekari gengisveiking muni auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Þessi framkoma og fullyrðingar sýna og sanna enn eina ferðina að kjarabarátta íslenskra launamanna byrjar og endar í gjaldmiðlinum og hagstjórninni. Á meðan við höfum gjaldmiðil sem er einungis hagstæður yfirstéttinni og stjórnað af henni þá er launamönnum gert að búa efnahagslegum þrælabúðum, eins og nýir verkalýðsforingjar hafa reyndar endurtekið sagt í viðtölum. En ég skil ekki hvernig það er hægt að ræða þau mál án þess að skoða gjaldmiðilinn.

Það hefur kveðið við nýjan tón hjá hluta verkalýðshreyfingarinnar.

En hvaða tónn er það ? Er það umræða um grundvallarbreytingar eða bara gamaldags vopnaskak ?

Fáeinir verkalýðsleiðtogar hafa aðeins rætt um efnhags og gjaldmiðilsmál á Íslandi.

Síðast skrifaði fyrrum verkalýðsleiðtogi um gjaldmiðilsmálin og spyr þar áleitinna spurninga.

Mín spurning er hefur verkalýðshreyfingin sem heild einhverja stefnu eða skoðun á gjaldmiðilsmálunum ?

Svarið er því miður nei að því að mér sýnist.

Mest eru þetta gamalkunnugar upphrópanir sem voru áberandi á árunum fyrir og rétt eftir 1980 og fyrr.

Engin alvöru umræða um krónuna og framtíð hennar.

Það spyr enginn þeirrar grundvallarspurningar, hvað ef gjaldmiðilsmálum yrði komið í farveg í tengslum við annan og sterkari gjaldmiðill.

Hverju mundi það breyta fyrir launafólk á Íslandi ef hér væri sterkur og stöðugur gjaldmiðill ?

Ég hef ekki orðið var við þá umræðu í verkalýðshreyfingunni nema þá til að skjóta niður þá sem láta sér detta í hug að skoða þessi mál í alvöru og hafa á þeim skoðun.

Kannski breytist eitthvað og tekin alvöru umræða um þessi má öll í víðu samhengi.

Það svolítið óþægilegt að heyra aftur umræðu sem maður upplifði fyrir 30-40 árum en enga framtíðarumræðu.

2019 verður kannski árið sem.............. ?

 


Fjármálaráðherra enn að klúðra málum.

Sagði Bjarni „óskyn­sam­legt að fylgja því eft­ir ef kjara­samn­ing­ar fara úr bönd­un­um og menn eru að taka út meira en inni­stæða er fyr­ir“. „Þá þarf að huga mjög vel að tíma­setn­ingu slíkra aðgerða. Þær eru hugsaðar til að greiða fyr­ir samn­ing­um en ekki til að greiða fyr­ir óá­byrg­um samn­ing­um,“ sagði Bjarni.

Fjármálaráðherra er oft mislagðar hendur þegar kemur að því að tjá sig í fjölmiðlum.

Nú eru kjaraviðræður á viðkvæmu stigi og þá eiga stjórnmálamenn að þegja.

En fjármálaráðherra kann ekki þá list.

Hann þarf alltaf að tjá sig og tala niður þá sem eru ekki á sömu línu og hann.

Það tekst honum eina ferðina enn og ljóst að hann getur ekki lært af fyrri mistökum þegar kemur að því að tjá sig.

Það er mikil list að geta talað, það er enn meiri list að þegja á réttum augnablikum.

Það kann fjármálaráðherra ekki.


mbl.is „Stríðsyfirlýsing“ hjá Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðflokksundrið ætlar að kæra.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hafði staðfest komu sína á fund­inn en Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra hafði boðað for­föll. Gunn­ar Bragi og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þing­menn Miðflokks­ins, gáfu ekki svar við beiðni um að mæta til fund­ar­ins, þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir.

Miðflokkurinn er undarlegt fyrirbæri.

Þeir telja sig ekki þurfa að fara að neinum reglum eða siðferðisgildum.

Þeir sitja að sumbli á almannafæri og tala illa um tugi manna.

Dauðadruknir eru þeir síðan teknir upp af gesti sem sat á sama stað.

Nú ætla þeir að stefna viðkomandi og væntanlega að reyna að fá þann hinn sama dæmdan fyrir að opinbera sukkið og svínaríið.

Skjóta sendiboðann er tilgangurinn.

Jafnframt svar þeir ekki þingnefnd sem kallar þá til sín til að upplýsa um svokallaðan sendiherrakapal.

Dauðadrukkinn þingmaður á Klausturbarnum tilkynnti þar að hann væri á leið í sendiherrann vegna kaupmála við Sjálfstæðisflokkinn.

Líklega ætla þeir ekki að fara eftir þeirri boðum, þeir þurfa nefnilega ekki að fara að neinum leikreglum hvað þá sjálfa varðar.

En ef Miðflokkurinn reynir að fá viðkomandi dæmdan fyrir að upplýsa um sóðaskap þingmanna flokksins er ljóst að þjóðin rís upp.

Líklega er þetta það vitlausasta sem Sigmundi og félögum gæti dottið í hug.

Þá loksins væri skömm þeirra fullkomnuð.


mbl.is Fundi vegna Klaustursmáls frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SDG skilur ekki málið.

„Ég hef verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaður ofbeldismaður. Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um viðtal við Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, í Kastljósi í gær.

Sigmundur Davíð skilur ekki málið.

Hann áttar sig ekki á að hann og samflokksmenn gengu fram af þjóðinni.

Fyrrum samstarfsmaður hans kallaði hann ofbeldismann í Kastljósi.

Ljóst af viðbrögðum að margir eru sammála Lilju og hrósa henni fyrir hreinskilni og skýra framsetningu.

En ennþá skilur SDG ekki stöðu sína.

Hann og félagar hans skilja ekki alvöru málsins.

Ljóst er að hvorki hann eða aðrir í þessum sexmanna fylleríshóp eiga aldrei afturkvæmt á Alþingi nema í skugga þessa máls.

Aðrir þingmenn kæra sig ekki um að eiga við þau nokkuð samband utan þess sem nauðsynlegt er formsins vegna.

Það er staðreynd málsins og gott ef formaður Miðflokksins nái að skilja það.


Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Des. 2018
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband