Fyrirmyndarþingmenn

Björn Ingi Hrafns­son, sem á dög­un­um til­kynnti um fram­boð Sam­vinnu­flokks­ins í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um, hef­ur nú lýst því yfir að Sam­vinnu­menn muni ganga til liðs við nýtt fram­boð und­ir for­ystu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Frábært að fá þessa reyndu Framsóknarmenn á þing.

Nú þegar kjósendur leita eftir traustum fyrirmyndum, þingmönnum sem meta manngildi ofar auðgildi og hafa hreinan skjöld er þetta himnasending.

Traust og virðing er það sem Alþingi hefur skort sárlega og nú er góð von til að þar bætist við öflugur liðsauki.

Reynsla og þekking er það sem Alþingi þarf, og nú er tækifærið.


mbl.is Björn Ingi til liðs við Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn og skrattinn á veggnum.

Sjálfstæðismenn óttast að breytingar á útlendingalögum, sem Alþingi samþykkti í nótt, stuðli að auknu mansali og smygli á börnum. Rauði krossinn segir engar líkur á því.

Sjálfstæðisþingmenn hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að loka á möguleika þess að börn í vanda fái landvistarleyfi eða ríkisborgararétt.

Sannarlega ljótt og lítilmannlegt

Reyndu að mála skratta á vegginn með að tala um aukið mannsal.

Rauði krossinn telur engar líkur á því.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa enn og aftur sýnt á spilin

Það eru ekki falleg spil sem hafa blasað við þjóðinni síðustu daga.


Mannúð og mildi - já takk.

Það get­ur verið að málið leys­ist á næstu dög­um ef frum­varpið fer í gegn­um Alþingi,“ seg­ir Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fimm manna fjöl­skyldu frá Gana. Hann vís­ar til þess sam­komu­lags sem náðist í gær um lok þingstarfa og á dag­skrá verða nokk­ur frum­vörp í dag meðal ann­ars frum­varp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um.

Það er sorglegt að þurfa horfa upp á það trekk í trekk að verið sé að henda litlum börnum út á gaddinn.

Vafalaust geta möppurdýrin fundið greinar og reglur í möppunum sínum sem hægt er að nota í þannig tilfellum.

En viljum við að þjóðfélagið okkar sé þannig, viljum við ekki að mannúð og mildi komi fyrst, regluverk og möppur seinna, þegar þannig stendur á ?

Þegar börn eiga í hlut á hreinlega að láta það ráða niðurstöðum slíkra mála.

Það er leitt að sjá suma stjórnmálaflokka viðhafa sömu rörsýn og varðhundar regluverksins.

Viljum við ekki breyta þjóðfélaginu okkar í átt til mannúðar og mildi ?

 


mbl.is Krefjast frestunar réttaráhrifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill þjóðin ríkisstjórn sem hefur mannúð og félagshyggju að leiðarljósi ?

Þegar hlustað er á umræðuna í þjóðfélaginu fer ekki á milli mála hverju er verið að kalla eftir.

71% fagnaði stjórnarslitum Sjálfstæðisflokks, BF og Viðreisnar þannig að strax þar er augljóst að þeim flokkum hafa kjósendur hafnað. Að setja atkvæði sitt á þá er verið að höggva í sama knérunn og hafna breytingum.

Framsóknarflokkurinn logar stafnanna á milli og augljóst að hvorugur Framsóknarflokkurinn verður stjórntækur eftir þau víg, sama hvar þau enda. Framsóknarflokkurinn er því ekki valkostur fyrir þá sem vilja tryggja þjóðinni ríkisstjórn mannúðar og mildi. Framsóknar-samvinnuflokkarnir munu þurfa langan tíma til að sleikja sárin.

Flokkur fólksins er óljós stærð, poppulískur flokkur sem hefur gælt við rasisma og kynþáttahatur, sama hvað hver segir. Þarf ekki annað en skoða suma þá sem hafa komið sér fyrir í framlínunni þar. Þrátt fyrir fögur orð að sumu leiti er þessi flokkur algjörlega óskrifað blað og margt sem bendir til að innviðir séu veikur og margir lukkuriddarar þar innanborðs sem víða hafa komið við. Að mínu mati er þessi flokkur ekki valkostur fyrir þá sem vilja styrkja og mannúðlega stjórnarhætti, í það minnsta hefur það ekki sést ennþá.

Piratar eru hópur sem hefur talað við þjóðina með jákvæðum hætti, lagt áherslu á mál sem eru landi og þjóð til gagns, nýja stjórnarskrá, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og sérlega annt um mannúðarmál. Píratar hefa því lagt inn fyrir jákvæðum viðhorfum til félagshyggjustjórar. Gallinn er að Piratar hafa næstum sagst ekki vilja axla slíka ábyrgð. Hvort það er þeirra ófrávíkjanlega skilyrði veit enginn enda ekki á það reynt í alvöru.

Samfylking og VG eru félagshyggjuflokkar. Samfylkingin alþjóðasinnaður jafnaðarmannaflokkur sem hefur nú skipt út allri sinni gömlu framlínu og býður fram nýtt og ferskt fólk með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Að reyna hengja gamlar syndir feðranna við nýtt framtíðarfólk er skammsýnt og óheiðarlegt. 

Samfylkingin fór illa út úr síðust tvennum kosningum og sannarlega hefur komið í ljós á þessum fáu árum að sárlega skortir stöðugt og áreiðanlegt stjórnmálaafl á miðjuna. Alvöru og sterk félagshyggjustjórn verður ekki til nema Samfylkingin nái vopnum sínum og verði sterkt afl á ný. Þar er sú festa sem sárlega skortir síðustu árin.

VG er ekki frjálslyndur flokkur. VG er ekki alþjóðlega sinnaður flokkur og telst líklega íhaldsamur og gamaldags að mörgu leiti. Formaðurinn hefur sterka ímynd en hefur skort þor á ákveðni til að grípa forustuboltann.  VG hefur hjartað á réttum stað og það slær til félagshyggju og mannúðar.

Líklegt er að enn og aftur gefist tækifæri að taka forustuboltann, og þá verður að grípa það tækifæri og láta það ekki renna hjá.

Þá tekur Sjálfstæðisflokkurinn þann bolta eins og oft áður.

Það má ekki gerast.

En svona vangaveltur eru sjálfu sér einskis virði, boltinn er í höndum kjósenda sem hafa það í hendi sér hvort landinu verði stjórnað af mannúð og mildi með félagshyggju og jafnaðarstefnu að leiðarljósi.

Eða ekki.

En þá verður líka að vanda valið í kjörklefanum.


Ómerkilegur málflutningur Sjálfstæðisflokksins.

Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir aldrei hafa staðið til að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn samþykkti þær skatta­hækk­an­ir sem fram komu í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar ör­fá­um dög­um áður en stjórn­in féll. Þetta kom fram í ræðu hans á kosn­inga­fundi flokks­ins í há­deg­inu.

Sjálfstæðismenn hafa farið mikinn og kallað samverkamenn sína í ríkisstjórninni föllnu, svikara.

Þeir hafa ekki átt orð til í eigu sinni af hneykslan.

En viti menn.

Nú upplýsa þeir að það hafi aldrei staðið til að styðja fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra.

Hverjir eru að svíkja hvern þegar það er skoðað.

Kannski voru þeir ekki síður svikarar við samráðherra sína í ríkisstjórn.

Reyndar eru þeir önnun kafnir við að þvo hendur sínar af óvinsælum áformum fráfarandi stjórnar.

Enn sannarlega upplýsir Páll Magnússon það með afgerandi hætti hversu ómerkilegur pappír Sjálfstæðisflokkurinn var í þessu stjórnarsamstarfi.

Það er enn og aftur þetta með bjálkann og flísina.


mbl.is Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei skilið " löglegt en siðlaust"

Í mín­um huga skipt­ir þetta veru­legu máli. Það hef­ur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar grein­argóðu skýr­ing­ar umboðsmanns sýna að þarna hef­ur verið mik­ill storm­ur í vatns­glasi.“

Sjálfstæðiflokkurinn hefur aldrei skilið hugtakið " löglegt en siðlaust"

Kannski voru engin lög brotin en framganga flokksins og afstaða til ýmissa mála hefur gengið fram af landsmönnum og forustumönnum annarra flokka.

Trúnaðarbrestur verður ekki eingöngu til af því einhver hefur brotið skrifaðan lagatexta.

Trúnaðarbrestur verður þegar fólk og flokkar hætta að treysta einhverjum.

Í þessu tilfelli brast traust til formanns Sjálfstæðisflokksins og ekki síður dómsmálaráðherra.

En það var ekki eitthvað sem gerðist bara allt í einu fyrir viku.

Þetta er uppsafnaður trúnaðarbrestur vegna ýmissa mála sem skiljanlegt er að Sjálfstæðismenn vilji ekki ræða þessa dagana.

 


mbl.is „Mikill stormur í vatnsglasi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorir VG að leiða ríkisstjórn ?

Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, eða 57 prósent, vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn. Næstflestir vilja að Framsóknarflokkurinn taki sæti í ríkisstjórn, eða 35 prósent, og 33 prósent vilja sjá Samfylkinguna í næstu ríkisstjórn.

Flestir vilja VG í ríkisstjórn og flestir vilja að VG leiði ríkisstjórn.

Auðvitað er ekki tímabært að ræða þessi mál af alvöru, það á víst eftir að kjósa.

En samt er eðlilegt að spyrja sig, þorir VG að leiða ríkisstjórn og semja um viðkvæm mál við aðra flokka ?

Fram að þessu hefur hinn ágæti formaður flokksins gugnað á að taka nokkur afgerandi skref eða taka frumkvæði.

Kannski breytist það og verður að breytast ef áherslubreytingar eiga að verða í stjórnmálum á Íslandi.

Hvað sem öðru líður, ef VG ætlar að halda áfram að vera á sama róli og síðustu misseri þá verður félagshyggjustjórn ekki að veruleika og Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að velja sér samstarfsflokka.

Það þarf að vera hugrakkur í stjórnmálum ef maður vill breyta.

Viljum við það ?


Náttúruhryðjuverk á Glerárdal ?

Hlaupið á Hlíðarfjall-3022Fyrirtækið Fallorka er að byggja virkjun á Glerárdal. Þetta dótturfyrirtæki Norðurorku og forstjóri þessi átti sér þann hugljúfa draum um smávirkjun á Glerárdal.

Gæluverkefni eru oft krefjandi fyrir sálina.

Að mati margra var það varla verkefni sem borgaði sig þar sem allir sem til þekkja er Gleráin nánast vatnslaus að vetrarlagi þegar orkunnar er mest þörf. En bæjarstjórn lét loks undan þessum þrýstingi og forstjórinn fékk að byggja sína smávirkjun fyrir hundruð milljóna.

 

Í millitíðinni var Glerárdalur gerður að fólkvangi og virkjunin var sett í útjaðar þess svæðis að vestan. Stærsti kostur Glerárdals var samkvæmt áliti hversu ósnortinn hann var þegar innar dró. En kjörin bæjaryfirvöld voru tilbúin að fórna þeim kosti auk þess sem hin stórfenglegu gljúfur Glerár verða vatnslaus að mestu því ána á að taka í rör.

Og svo hófust framkvæmdir.

Veganestið var vafalaust það að þarna yrði að vinna með varúð og hafa í huga að verið var að vinna á og við fólkvang.

En hefur það gengið eftir ?

Sannarlega ekki.

Þeir sem hafa séð þessar framkvæmdir sjá strax að þarna er ekki verið að vinna af varúð og tillitssemi við náttúruna. Þarna hafa vegslóðar verið gerðir án heimilda, þarna hefur verið farið í ýmsar jarðmyndanir sem eru óafturkræfar og svæðið lítur út eins og eftir alvarlega loftárás.

Þessa mun sjást merki um ófyrirsjánlega framtíð.

Að mínu mati bæjaryfirvöldum og fyrirtækinu til skammar. Bæjaryfirvöld hafa sofið á verðinum og gefið Fallorku veiðileyfi á dalinn og náttúruna. Það er full ástæða til að bæjarfulltrúar og fulltrúar umhverfisstofnunar vakni af ljúfum draumi og kanni hvað þarna er verið að aðhafast.

 

Ég vil sem borgari að þessi mál verði skoðuð alla leið, hvað er verið að gera og hver ber á því ábyrgð. Líklega er Glerárdalur að upplifa enn eitt náttúruhryðjuverkið og bæstist það í langa röð sklíkra síðustu áratugi.

Ég er sorgmæddur yfir skilningsleysi og skammsýni bæjarstjórnar sem leyfir svona aðgerðir. Kannski er þeim bara nákvæmlega sama.

Ræs bæjarfulltrúar og umhverfisyfirvöld á Akureyri.


Mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn sé fjarri valdastólum.

2017 bb..Á síðustu átta árum hafa þrjár rík­is­stjórn­ir sprungið vegna ágrein­ings sam­starfs­flokka áður en kjör­tíma­bil­inu er lokið. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur átt aðild að þeim öll­um

Bjarni Benediksson lagði á það áherslu að mikilvægt væri að gamlir og rótgrónir flokkar héldu í valdataumana.

Saga Sjálfstæðisflokksins sýnir okkur að þessi fullyrðing stenst enga skoðun.

Flokkurinn hefur ekki náð að halda út heilt kjörtímabil síðan á árunum 2003 - 2007. Þá hafði hann verið í stjórn með Framsóknarflokknum frá 1995 eða í 12 ár. Þau ár notuðu þessir illræmdu hægri flokkar til að undirbyggja og framkvæma mestu fjármagnsflutninga frá landsmönnum til valinna gæðinga. Einkavæðingartímabilið er líklega undirrót þess óstöðugleika sem við höfum orðið vitni að síðan þá.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins sprakk vegna hrunsins 2009. Ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins sprakk 2016 vegna Panamaskjalanna. Auðsöfnun auðmanna í skattaskjólum er líka afurð stefnumótunnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í þau 12 ár sem þeir sátu.

Nú sprakk enn ein ríkisstjórn með Sjálfstæðiflokkinn innanborðs. Sú stjórn bar reyndar feigðina með sér frá fyrsta degi.

Þó BB og forusta Sjálfstæðisflokksins reyni að kenna " smáflokkum " um fall þessarar stjórnar sjá allir aðrir að fallið má rekja beint til gjörninga Sjálfstæðismanna og ýmsu þeim tengt. Það endist enginn í kúgunarumhverfi þar sem sá stóri matreiðir í þá því sem má gera og segja. Allavegana ekki mjög lengi.

Hroki ráðherra og forustu Sjálfstæðisflokksins hrakti " smáflokkana " til að slíta og það hlaut að enda þannig ef snefill af sjálfsvirðingu væri þar með í för.

En eins og vanalega sjá þeir enga sök hjá sér. Enginn auðmýkt, engin samviska, engin sjálfsrýni. Þetta er bara hinum að kenna.

Þess vegna er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn fái lítið fylgi og verði utan stjórna næstu árin.

Ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs er ekki á vetur setjandi, hún mun falla áður en kjörtímabilinu lýkur.

Þannig verður það þangað til þeir átta sig á að fólkið í landinu vill ekki stjórnmálmenn sem virða mannlegar tilfinningar, skilning á lífskilyrðum fátækra og öryrkja, og síðst en ekki síðst skilning á barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna. Þeim hefur líka verið fyrirmunað að virða lýðræðislegar niðurstöður sbr. stjórnarskrármálin og mikilvægi þess að standa við loforð um þjóðaratkvæði í viðkvæmum málum.

Fólki í landinu upplifir flokkinn sem samansafn af svikahröppum.

Nú er kominn tími á langt frí fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá kannski átta þeir sig á sínum hluta af óstöðugleika og óöryggi síðustu 10 ára.


mbl.is Aftur tími óstöðugleikans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóravitleysa í Sjálfstæðisflokknum.

Brynj­ar seg­ir að það sé senni­lega heims­met í vit­leysu hvernig Björt framtíð hafi slitið stjórn­ar­sam­starf­inu. Í það minnsta þar til Viðreisn­ar­menn hafi farið mað „opna munn­inn“ dag­inn eft­ir. „Ein­hverj­ir myndu segja að aðeins full­kom­in flón myndu álykta að ráðherr­ar og aðrir þurfi að víkja fyr­ir það eitt að fara að lög­um og regl­um. Þegar lög og regl­ur henta ekki ein­hverj­um heit­ir það núna spill­ing og leynd­ar­hyggja.“

Dæmisagan um flísina og bjálkann á sannarlega við um einn af leikurum í stóruvitleysu Sjálfstæðisflokksins.

Þingmaðurinn sér samstarfsflokkunum allt til foráttu og kennir þeim alfarið um ruglið að undanförnu.

En hverjir leika aðalhluverkið í falli ríkisstjórnarinnar ?

Brynjar Níelsson formaður eftirlitsnefndar þar sem meirihluti nefndarinnar brást hlutverki sínu.

Forsætisráðherra sem leyndi samstarfsráðherra sínum mikilvægum upplýsingum.

Dómsmálaráðherra sem fór langt út af sporinu og klúðraði hverri málsmeðferðinni á fætur annarri.

Það skyldi þó aldrei vera svo að upphaf og endir þessarar ríkisstjórnar hafi verið í Valhöll.

Já..svo endurtekið sé, það er auðvelt að tala um flísina í auga náungans en sjá ekki bjálkann í eigin auga.


mbl.is „Sennilega heimsmet í vitleysu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband